Saga - 2017, Blaðsíða 168
ingum. Og því flóknara sem það er, því erfiðara veitist okkur að vekja
athygli útlendinga á okkar landi, sögu og bókmentum, því að þeir eiga
ilt með að læra það. Ég má segja, að það hafi verið málfræðingurinn
Madvig, sem sagði það, að enskan væri fullkomnust allra mála, vegna
þess hve lítið væri um beygingar þar.61
Þessi hugmynd, að láta ensku leysa íslenskuna af hólmi, var róttæk
og hugsanlega er þetta eina árabilið, allar götur síðan þjóðernis-
hyggjan varð að afli á nítjándu öld, sem slíku var hægt að halda
fram á þingi án þess að upp risu mótmælaöldur í samfélaginu. Á
átjándu öld höfðu þó heyrst raddir um að Íslendingar ættu að taka
upp dönsku sem móðurmál.62
Að sögn Jóns Ólafssonar taldi meirihluti nefndarinnar æskilegt
að ættarnöfnum fjölgaði sem mest og einn nefndarmaður, Valtýr
Guðmundsson, vildi jafnvel lögbjóða notkun ættarnafna að hætti
nágrannaþjóðanna.63 Í ljósi þess að Valtýr hafði verið dósent og
síðar prófessor í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla,
frá því árið 1890, verður að segjast að afstaða hans kom dálítið á
óvart. Svo voru aðrir sem vildu alls ekki ganga svo langt. Athygli
vekur til að mynda að einn úr meirihlutanum, Þorleifur Jónsson,
sagðist ekki telja heppilegt að innleiða ættarnöfn; þvert á móti ætti
að hamla gegn því að almenningur tæki þau upp. Hann virðist þó
hafa samþykkt lögin enda þótti honum stefna minnihlutans of ein-
strengingsleg.64
Lögin sem heimiluðu notkun ættarnafna hérlendis voru sam -
þykkt í nóvember 1913. Snemma árs 1914 skipaði stjórnarráðið
nefnd sem var falið að taka saman ættarnafnaskrá eins og lögin
kváðu á um að gert yrði. Í nefndinni sátu þrír þekktir menningar -
frömuðir, þeir Einar Hjörleifsson rithöfundur (sem síðar tók upp
ættarnafnið kvaran), Guðmundur Finnbogason heimspekingur og
Pálmi Pálsson, íslenskufræðingur og yfirkennari við Menntaskól ann
í Reykjavík. Þeir áttuðu sig á því að þetta verkefni yrði ekki auð -
velt:
Hefir oss verið það ljóst frá upphafi, að slíkt nafnasmíð er vandaverk,
þó að vér vildum eigi undan skorast, þar sem vér teljum það allmikið
ættarnöfn — eður ei 167
61 Alþingistíðindi 1913. C, d. 1924.
62 kjartan G. Ottósson, Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit (Reykjavík: Íslensk mál-
nefnd 1990), bls. 34.
63 Alþingistíðindi 1913. C, d. 1903; Alþingistíðindi 1913. A, bls. 842.
64 Alþingistíðindi 1913. C, d. 1913.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 167