Saga - 2017, Blaðsíða 103
Einarsson meðdómara og Magnús Stephensen dómstjóra til að taka
að sér embætti stiftamtmanns gat Jörundur talið Benedikt á að gera
það. Með líkum hætti reyndi Jörundur að fá Finn Magnússon til að
taka að sér landfógetaembættið og lét hneppa Finn í tímabundið
varðhald þegar hann neitaði.52
Árið 1812 hélt Finnur aftur til kaupmannahafnar og vann þar
fyrstu árin að ýmsum fræðilegum verkefnum, einkum á sviði bók-
mennta og fornfræða. Seinna var hann skipaður forstöðumaður
leyndarskjalasafnsins í kaupmannahöfn og fékk titil prófessors og
etatsráðs. Leiða menn líkur að því að konungur hafi viljað umbuna
honum fyrir staðfestuna gagnvart Jörundi.53 Afdrifaríkust fyrir
frama Finns urðu þó líklega margháttuð kynni hans af dönskum
embættismönnum, meðal annars norrænufræðingnum Rasmus
Nyerup sem var yfirmaður háskólabókasafnsins og kennari í bók-
menntasögu við kaupmannahafnarháskóla. Þegar leiðir þeirra Finns
lágu saman sat Nyerup í opinberri nefnd sem hafði það hlutverk að
gera tillögur um varðveislu fornminja í lendum Danakonungs, þar
með talið á Íslandi. Var Finnur skipaður í þessa nefnd í árslok 1816.
Um líkt leyti skrifaði hann skýrslu fyrir nefndina sem lagði grunn
að fyrstu opinberu tilskipuninni um friðun fornleifa hér á landi
vorið 1817.
Elstu skrifin um Þingvelli, sem Sveinbjörn vitnar til í grein sinni,
eru úr þessari skýrslu en Finnur fullyrðir þar, líkt og Eggert Ólafs -
son hafði gert á sínum tíma, að staðurinn sé „sérlega merkilegur í
sögunni“. Hann bætir svo við:
Vegna sérkennilegrar og glæsilegrar legu sinnar laðar hann einnig að
framandi ferðamenn. Lögberg, þ.e. klettur laganna, þar sem Alþingi var
haldið á elstu tíð er enn bent á, en líklega mun minningin um hann
alveg mást í þessu afskekkta og strjálbýla byggðarlagi. Því væri æski -
legt að hann yrði merktur, annað hvort með stuttri innhöggvinni áletr -
un eða með einföldu og lítt kostnaðarsömu minnismerki, þess konar
sem kallað er varða á Íslandi, og ætti þá einnig að fyrirskipa friðun þess.
Annars eru þar sýndar leifarnar af Snorrabúð, dvalarstað Snorra
Sturlusonar á alþingistímanum, en hann tilheyrði einnig og var notað -
ur af síðasta lögmanni landsins, Magnúsi Ólafssyni.
jón karl helgason102
52 Sjá m.a. Anna Agnarsdóttir, „Ísland á áhrifasvæði Breta“, Saga Íslands IX. Ritstj.
Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason (Reykjavík: Sögufélag 2008), einkum
bls. 59−94.
53 Sbr. Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands II
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2013), bls. 189.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 102