Saga - 2017, Blaðsíða 202
hugmyndum embættismanna og þingmanna að þeir ætlast til ákveð -
innar ábyrgðar af hálfu stjórnvalda. Þessar hugmyndir ríma vel við
það sem var að gerast annars staðar á Norðurlöndum á þessum tíma.
Þar komu fram hugmyndir um að ríkisvaldið axlaði meiri ábyrgð á
fjölbreytilegum velferðarmálum til að bæta stöðu þeirra sem báru
skarðan hlut frá borði vegna umkomuleysis, fátæktar eða veikinda.55
Landshöfðingi nefndi hvernig opinberir aðilar ættu að koma að
meðhöndlun sjúklinga í bréfi til Íslandsráðuneytisins um spítala-
hugmyndir Christians Schierbecks.56 Schierbeck gat þess reyndar
sjálfur, í bréfi sínu 10. mars 1902 þegar hann gagnrýndi frumvarp
Alþingis, að hann hefði alltaf reiknað með að opinberir embættis-
menn gerðu úttekt á starfsemi spítalans og sagði slíkt eftirlit
auðvelda sér að skapa traust og velvild úti í samfélaginu.57 Júlíus
Hafstein ræddi þetta einnig í umræðum um frumvarp fjárlaga-
nefndar Alþingis í ágúst 1901 og sagði það vera til siðs víða um lönd
að opinbert eftirlit væri haft með stofnunum sem reknar væru af
einkaaðilum.58 Á þessum tíma voru einmitt opinberir aðilar í ná -
grannalöndum að móta reglur um eftirlit með starfsemi spítala í
samvinnu við rekstraraðila.59
Þegar Schierbeck fór til Parísar í byrjun júlí 1902 hafði hann áform
um að koma aftur til Íslands að nokkrum mánuðum liðn um.60 Hann
stóð við það og kom aftur til landsins í byrjun október.61 Eftirfarandi
gæti hafa átt þátt í því: Samkvæmt þingsályktun og konungsúr-
maðurinn sem kom og fór 201
55 Jenny Björkman, Vård för samhällets bästa. Debatten um tvångsvård i svensk lag-
stiftning 1850−1870 (Stokkhólmur: Carlson 2001), bls. 96−132; Anne Lise Seip,
Sosialhjelpstaten blir til. Norsk sosialpolitik 1740−1920 (Osló: Gyldendal 1984), bls.
86−106.
56 ÞÍ. Íslenska stjórnardeildin XIX. 32. Journal 19, nr. 885. Bréf frá landshöfðingja
til Íslandsráðuneytis, dagsett 30. september 1901.
57 ÞÍ. Íslenska stjórnardeildin XIX. 32. Journal 19, nr. 885. Bréf frá Christian
Schierbeck til landshöfðingja dagsett 10. mars 1902. Þessar hugmyndir eru ekki
nýjar af nálinni. J.R. Hüberz varaði við því að ekki væri hægt að fylgja eftir
opinberu eftirliti á einkahælum, því þyrfti að breyta. Einnig ræddi hann verka-
skiptingu á milli sveitastjórna og landsstjórnarinnar þegar kom að því að
skipta opinberu rekstrarfé á milli hælanna. J. R. Hüberz, Om dårevæsenets ind-
retning i Danmark, bls. 5, 65 og 83.
58 Alþingistíðindi 1901 A, d. 404.
59 kathleen Jones, Asylums and After, bls. 60−77.
60 Þjóðólfur 11. júlí 1902, bls. 112.
61 Fjallkonan 7. október 1902, bls. 2.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 201