Saga - 2017, Blaðsíða 139
borði og sæng til konungs skyldu þau hafa sótt saman eða sitt í
hvoru lagi sáttaumleitun sem framkvæmd væri af viðkomandi yfir-
valdi. Næðust ekki sættir með hjónum skyldi samið um forsjá barna,
meðlagsgreiðslur og bú- og fjárskipti.74 Upphaflega áttu prestar ekki
að koma að skilnaðarmálum sem komu til úrlausnar í leyfisveitinga-
kerfi konungs, en vegna þrýstings frá biskupi Sjá lands stiftis var sú
regla sett árið 1811 að áður en skilnaðarleyfi fengist skyldi hafa farið
fram sáttaumleitun milli hjóna hjá sóknarpresti.75 Ef sættir næðust
ekki með hjónum um áframhaldandi sambúð skyldu þau semja um
skilnaðarkjör, þ.e.a.s. um bú- og fjárskipti, forræði barna, framfærslu
barna og framfærslu hvors um sig gagnvart hinu.76 Tilskipanir þess-
ar frá árunum 1796 og 1811 voru upphafið að því kerfi sem gilt
hefur fram til dagsins í dag um skiln að hjóna.
Hólmfríður sótti um skilnað að borði og sæng árið 1781, löngu
áður en farið var að setja reglur um meðferð skilnaða í gegnum
leyfis veitingakerfi konungs og getur það skýrt af hverju búi þeirra
hafði ekki verið skipt níu árum síðar og ekkert fjallað um forsjá
barns þeirra. Í greinargerð kansellísins vegna beiðni móður Hólm-
fríðar um eignaskipti segir að búskiptin skuli fara að lögum. Í ljósi
fyrrnefndrar vísunar Margrétar í hjónabandssamning kann að vera
að Hólmfríður og Þorsteinn hafi gert með sér samning um fjármál í
hjónabandinu. Hér koma til álita Norsku lög kristjáns V., en samn-
inga milli hjónaefna eftir þeirri fyrirmynd má sjá í kirkjubókum frá
síðari hluta átjándu aldar.77
brynja björnsdóttir138
74 Sama heimild; Lovsamling for Island VI, bls. 230−231.
75 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 72–73, 120–130;
Lovsamling for Island VII, bls. 400–402 („Forordning for Danmark og Norge,
ang. Ægtefolks Adskillelse, 18. október 1811“).
76 Magnús Stephensen og L. E. Sveinbjörnsson, Lögfræðileg formálabók eða leiðar-
vísir fyrir alþýðu til að rita samninga, arfleiðsluskrár, skiptagjörninga, sáttakærur,
stefnu, umsóknarbréf og fleiri slík skjöl, svo sem þau sjeu lögum samkvæmt (Reykja -
vík: kristján Ó. Þorgrímsson 1886), bls. 260–265.
77 Ármann Snævarr, Sifjaréttur III ( Reykjavík: Háskólaútgafan 1990), bls. 379–380.
Í kirkjubókum má sjá dæmi (t.d. árabilið 1802–1807) um að við giftingu geri
hjón það sem nefnt er „Ektaskapar skilmálar eptir NL“. ÞÍ. kirknasafn.
Ministerialbók Hvanneyrar og Bæjar í Borgarfjarðarsýslu 1784–1816.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 138