Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 1
Við heyrum það á
okkar umbjóðendum
að þeir skilja ekkert í
reglunum.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu
1 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 2
Ljósmyndir
Einars Fals
Sérblað kvenna
í atvinnulífinu
Menning ➤ 22
Gleðilegan
þorra ...
Þorir þú?
Durum ...
Hákarlinn er
kominn!
ÚRVAL AF
ÞORRAMAT
Framkvæmdastjórar SVÞ og
SF vilja að bólusetningarskír-
teini verði tekin upp til að
hægt sé að rýmka sóttvarna-
takmarkanir. Óþol atvinnu-
lífsins gagnvart takmörk-
unum er að aukast.
kristinnhaukur@frettabladid.is
COVID-19 Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, og Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, eru sammála um að
taka ætti upp bólusetningarskír-
teini til að unnt sé að rýmka tak-
markanir. Leiðin sé ekki óumdeild
en notuð víða í nágrannalöndum.
„Það eru mótmæli upp á hvern
einasta dag í Frakklandi. Stjórnvöld
þar meta það þó svo, út frá heildar-
hagsmunum samfélagsins, að rétt-
lætanlegt sé að mismuna við þessar
kringumstæður til að halda sam-
félaginu gangandi,“ segir Andrés.
„Það er eðlilegt að skoða alla
kosti. Þetta er leið sem er notuð
í mörgum löndum í kring,“ segir
Jóhannes. Fyrir sinn umbjóðenda-
hóp, til dæmis af þreyingarfyrir-
tæki, hótel og veitingastaði sem taki
við hópum, skipti það miklu að geta
rýmkað takmarkanir.
Skírteini af þessum toga séu ekki
óumdeild, þar sem þau mismuni
fólki, en það sé nú þegar gert. Til
dæmis á landamærunum.
Andrés segir óþol atvinnulífsins
orðið mikið gagnvart stefnu stjórn-
valda í sóttvarnamálum. Reglum sé
breytt, jafnvel tvisvar í viku.
„Við heyrum það á okkar umbjóð-
endum að þeir skilja ekkert í regl-
unum. Það er ekkert samræmi milli
þeirra mælikvarða sem settir eru
og þeirra aðgerða sem gripið er til,“
segir hann og vísar til spálíkananna
og að tölur um innlagnir á spítala og
gjörgæslu séu langt undir björtustu
spám.
Sem dæmi um hversu lamandi
aðgerðirnar eru þá heyri hann frá
umbjóðendum sínum sem selji
lækninga- og hjúkrunarvörur, föst-
um birgjum Landspítalans, að salan
hafi minnkað. Önnur starfsemi
spítalans líði fyrir takmarkanirnar.
Jóhannes segist ekki þora að spá
um hvort stjórnvöld taki upp bólu-
setningarskírteini. Hann bendir þó
á að skírteinin myndu skapa hvata
til að fólk léti bólusetja sig. Óbólu-
settir valdi mestum þrýstingi á
spítalann í dag. ■
Vilja innleiða bólusetningarskírteini
„Við erum í smá eldi á Framnesvegi í þaki sem er þar. Þurfum að rífa aðeins þakið til að komast að eldinum og hindra útbreiðslu og annað,“ sagði vaktmaður hjá slökkviliðinu, þegar Fréttablaðið
ræddi við hann varðandi viðbúnað við hús á Framnesvegi um miðjan dag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LÍFIÐ Þjóðargersemin óumdeilda
Laddi, er 75 ára í dag og af því tilefni
fékk Fréttablaðið nokkra vini, sam-
ferða- og jafnvel sporgöngufólk í
gríninu, til þess að leggja mat á áhrif
hans á íslenska grínmenningu.
„Allt sem hann kemur nálægt
verður fjársjóður,“ segir Edda Björg-
vinsdóttir, en leiðir þeirra hafa víða
legið saman. SJÁ SÍÐU 26.
Þjóðargersemin
Laddi á afmæli
Laddi, Þórhallur
Sigurðsson,
leikari
fylgir Fréttablaðinu í dag