Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 13
 Mjög ósennilegt er að nokkur vilji gefa eftir af ítrustu kröfum um loftslagsvernd. Á heildarbiðlista eru nú 1.680 börn og bíða flest börn eftir sál- fræðingi. Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Ríkisstjórnin hefur heitið þjóðinni og umheiminum því að Ísland verði kolefnishlutlaust og hafi náð full- um orkuskiptum árið 2040. Ísland á þá að vera óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra ríkja í heiminum. Við höfum aðeins átján ár til þess að ná þessu risastóra markmiði. Enginn teljandi pólitískur ágreiningur virðist vera um þessa skýru og afdráttarlausu stefnu. Kyrrstöðupólitíkin hefur tafið Árum saman hefur legið fyrir hvað þarf að gera í orkumálum til þess að markinu verði náð. Eigi að síður ákvað ríkisstjórnin að sitja aðgerðalaus allt síðasta kjörtímabil. Kyrrstöðupólitíkin náði líka til orkumálanna þó að þá þegar hafi legið fyrir að ekki mátti draga stundinni lengur að hefjast handa við virkjanir til að mæta tímasettum markmiðum um orku- skipti. Þegar stjórnarflokkarnir ákváðu í nóvember að framlengja sam- starfið var enn hert á markmiðum í loftslagsmálum. Á hinn bóginn veitti stjórnar- sáttmálinn lítil svör við hinu, hvort kyrrstöðupólitíkin í virkjana- málum yrði rofin. Hvað þýðir græn skýrsla? Umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra skipaði í vikunni starfshóp, sem á að taka saman þær upp- lýsingar, sem þegar liggja fyrir um þessi efni, og setja í græna bók. Verkið er einfalt enda á því að ljúka innan sex vikna með tillögum. Tilgangurinn með því að skrifa nýja skýrslu getur verið tvenns konar. Hugsanlega er þetta bara leikur til þess að geta haldið kyrrstöðupólitíkinni áfram. En skammur tímafrestur gæti bent til hins, að orkuráðherra ætli í raun að losa um þá bóndabeygju, sem VG hefur haldið flokki hans í á þessu sviði. Tíminn einn getur svarað þess- ari spurningu. En hitt er ljóst að kyrrstöðupólitíkin gildir þangað til annað verður ákveðið. Neitunarvald VG Á undanförnum árum hefur ekki einasta verið góð pólitísk sátt um að Ísland fylgdi róttækustu mark- miðum í heimi í loftslagsmálum. Það hefur líka verið einhugur um róttæka stefnu í landvernd. Fáar þjóðir hafa verndað og friðað hlut- fallslega jafn stór landsvæði og við. En nú er svo komið að róttækustu markmið í landvernd og rót- tækustu markmið í loftslagsvernd skarast. Þá þarf pólitíkin að taka erfiðar ákvarðanir. Það gat ríkis- stjórnin ekki á síðasta kjörtímabili. Pólitíska ástæðan fyrir kyrr- stöðu í virkjunarmálum allt síðasta kjörtímabil er ekki sú að meiri- hluti hafi ekki verið fyrir hendi á Alþingi til þess að koma hreyfingu á málin. Ástæðan er fyrst og fremst neitunarvald VG. Þrjár leiðir Nú þarf hins vegar að taka ákvarð- anir. Þær snúast um stór pólitísk markmið og fram hjá því verður ekki horft að þau tengjast líka ríkum tilfinningum. Þrír megin kostir blasa við í þessu mikla pólitíska uppgjöri: Í fyrsta lagi að fara strax á þessu ári af stað með virkjanir og auka orkuframleiðslu um fimmtíu pró- sent á næstu tveimur áratugum. Það þýðir að gefa þarf eftir ítrustu kröfur í landvernd. Í öðru lagi er hægt að halda ítrustu kröfum um landvernd og gefa eftir í loftslagsmálum. Í þriðja lagi er unnt að halda ítr- ustu markmiðum á báðum sviðum og gefa eftir í lífskjörum. Bent hefur verið á að takmarka mætti eða skammta ferðir til útlanda og almennt draga úr neyslu. Þá yrði heldur ekki þörf fyrir jafn há laun. Kyrrstöðupólitíkin hefur í reynd þýtt að ríkisstjórnin hefur fram til þessa stefnt á þriðja kostinn. Sex vikur í ákvörðun Flest bendir til þess að á Alþingi sé samt sem áður meirihluti fyrir fyrsta kostinum. Það merkir að við tökum ítrustu loftslagsmarkmið fram yfir ítrustu kröfur um landvernd og fylgjum öðrum þjóðum eftir í hagvexti og lífskjörum. Eigi að síður getum við státað af metnaðarfullri náttúru- verndarstefnu. Mjög ósennilegt er að nokkur vilji gefa eftir af ítrustu kröfum um loftslagsvernd. Í ljósi þessa stöðumats veltur framhaldið á vilja eða getu VG til að forgangsraða markmiðum. Stundaglasið er tómt. Tíminn til að svara þessari stóru spurningu er sannarlega ekki lengri en orkuráðherra gaf starfs- hópnum. Sex vikur til ákvarðana og átján ár til framkvæmda. n Stundaglasið er tómt AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 www.betrabak.is Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lögfestur með lögum nr. 19/2013. Sáttmálinn hefur ekki verið innleiddur í Reykjavík líkt og gert hefur verið í Kópavogi. Ég lagði fram tillögu á fundi borgar- stjórnar 18. janúar, um að skipaður yrði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að unnt sé að innleiða Barnasáttmálann í Reykjavík. Þar með væri Reykjavík komin í hóp barnvænna sveitar- félaga en hugmyndafræði þeirra byggist á alþjóðlegu verkefni. Í borgarráði liggur erindi frá UNICEF. Það erindi var sent til umsagnar skóla- og frístundasviðs. Umsögn hefur ekki borist og þess vegna hefur ekkert bólað á ákvörð- un af hálfu Reykjavíkurborgar um að taka þátt í verkefninu. Tillögu Flokks fólksins var vísað til borgarráðs. Það voru vonbrigði. Borgarráð er lægra stjórnvald og þar hefur fulltrúi Flokks fólksins ekki atkvæðisrétt. Það er undarlegt að Reykjavík skuli vera eftirbátur Kópavogs í þessu mikilvæga máli. Staðreyndin er sú að ákvæði Barnasáttmálans eru brotin víða í málefnum barna Reykjavík. Undirbúningur innleið- ingar Barnasáttmálans í Reykjavík hefur legið í láginni hjá þessum meirihluta. Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að erindi UNICEF verði svarað. Til þess þarf nauðsynlegar umsagnir frá fagsviðunum. Far- sælast hefði verið að meirihlutinn samþykkti framangreinda tillögu Flokks fólksins um skipun stýrihóps til að hægt sé að innleiða sáttmál- ann og svara í kjölfarið erindi UNI- CEF. Í þessu máli þarf meirihlutinn sannarlega að gyrða sig í brók. Brýn mál bíða úrlausnar Innleiðing Barnasáttmálans skiptir sköpum um málefni barna, sérstak- lega nú þegar fátækt fer vaxandi og kannanir sýna aukna vanlíðan barna. Brýn mál bíða úrlausnar, ýmist varðandi aðstöðu barna eða aðgengi þeirra að nauðsynlegri þjónustu. Ef litið er til síðustu missera er efst í huga mygluvandinn í Foss- vogsskóla sem valdið hefur nem- endum og foreldrum þeirra streitu og áhyggjum með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum. Í tilviki Fossvogsskóla reyndu foreldrar ítrekað að ná eyrum yfirvalda og Heilbrigðis eftirlits Reykjavíkur vegna mygluástandsins, en skellt var skollaeyrum við ákalli þeirra. Nú er hins vegar viðurkennt af borgaryfirvöldum að bregðast hefði átt við fyrr og hlusta betur. Umboðsmaður barna hefur nú kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á við- brögðum og aðgerðum skóla- og borgaryfirvalda vegna ástands hús- næðis Fossvogsskóla. Bið og meiri bið Á heildarbiðlista eru nú 1.680 börn og bíða f lest börn eftir sálfræðingi. Börn eiga rétt á sálfræðiþjónustu á vegum Skólaþjónustunnar en gengið hefur hægt að grynnka á biðlistanum. Hinn 1. nóvem- ber 2021 voru 400 börn á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings. Ábyrgð borgarinnar er mikil og byggist m.a. á samkomulagi ráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgð- ar vegna talmeinaþjónustu við börn frá árinu 2014. Reykjavíkur- borg á samkvæmt samkomulaginu að veita börnum með vægari frávik þjónustu innan leik- og grunnskóla sveitarfélaga. Því er mikilvægt að hefja þá vinnu að komast að raun um hvað þarf að bæta. Í kjölfarið þarf svo að ganga í að bæta það til að unnt sé að inn- leiða Barnasáttmálann í Reykjavík. Daglega eru ákvæði hans brotin á fjölda sviða sem snúa að börnum. Því ófremdarástandi verður að linna. n Barnasáttmálinn víða brotinn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.