Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 82
„Ég strengdi áramótaheit í fyrsta
sinn á ævinni um áramótin 2021:
ég var ákveðin í því að einfalda líf
mitt. Ég vissi samt ekki hvernig, en
svo kom þetta starf upp í hend
urnar á mér og mér tókst virkilega
að einfalda tilveruna,“ segir Helga
Margrét Friðriksdóttir sem tók við
stöðu framkvæmdastjóra Land
námsseturs Íslands í fyrrahaust.
Landnámssetrið stendur á fögrum
stað undir klettum við ströndina í
Borgarnesi.
„Ég flutti í Borgarbyggð þegar ég
hóf nám við Háskólann á Bifröst
árið 2012, eitt leiddi af öðru og
við festum kaup á húsi í Borgar
nesi. Að námi loknu vann ég við
mannauðsmál hjá Gæðabakstri
og Coca Cola á Íslandi, og keyrði
daglega á milli. Að vera nú komin
með draumastarf í Borgarnesi er
ótrúleg einföldun á lífinu, vinnan
er fjölbreytt og spennandi, og
sannkölluð forréttindi að vera
til staðar fyrir börnin og ekki í
klukkustundar fjarlægð ef eitthvað
kemur upp á,“ segir Helga Margrét
sæl. Hún segir stöðu sína á Land
námssetrinu sýna að tækifærin séu
líka úti á landi.
„Fyrst eftir útskrift taldi ég fá
atvinnutækifæri vera á lands
byggðinni miðað við fjárfesting
una sem ég setti í menntun mína,
en komst svo að raun um að það
væri ekki rétt. Það er fullt af spenn
andi atvinnutækifærum víðs vegar
um landið og auðvitað yndislegt
að búa úti á landi og ala upp börn.
Það bætast við fleiri klukkutímar
í sólarhringinn og sparar til að
mynda heila vinnuviku í mánuði
fyrir mig, sem áður fór í akstur á
milli Borgarness og Reykjavíkur.
Þann tíma nýti ég nú í staðinn
með börnunum mínum og finnst
ég standa mig betur á öllum víg
stöðvum; í vinnunni, á heimilinu
og gagnvart sjálfri mér.“
Vinnufundir og hópefli
Borgarnes er yndislegur viðkomu
staður. Bæjarstæðið er rómað
fyrir náttúrufegurð og bæjarlífið
hefur á sér heimsborgaralegan
blæ þótt þorpið sé rammíslenskt.
Þar skipar Landnámssetrið stóran
sess.
„Við erum með tvær ómótstæði
legar sögusýningar, Egilssögusýn
inguna og Landnámssýninguna,
sem heilla jafnt fullorðna sem
börn, en líka frábæra aðstöðu og
þjónustu fyrir vinnudaga, nám
skeið og vinnufundi,“ segir Helga
Margrét, sem nýtur þess að taka á
móti gestum.
„Hér er tilvalið að eiga frábæran
vinnudag sem endar á ratleik og
hópefli og dýrindis málsverði á
vinsælum veitingastað hússins,
eða sækja tónleika og sagna
skemmtanir. Allt er þetta þjónusta
sem Landnámssetrið býður upp á.
Borgarnes er undurfagur áfanga
staður í klukkustundar aksturs
fjarlægð frá borginni og bæði
endurnærandi og uppörvandi að
kúpla sig frá hefðbundnu vinnu
umhverfi og sækja fund eða önnur
störf í Borgarnesi. Á sama tíma
er hægt að læra um söguna, leika
sér og hafa það gaman saman, því
fólk fær mikið út úr því að skipta
um umhverfi og brjóta upp vinnu
daginn,“ segir Helga Margrét.
Í tilefni veganúar er boðið upp
á vegan matseðil á veitingastað
Landnámssetursins þar sem
kokkarnir matreiða krásir í tilefni
árstíða og alltaf eitthvað nýtt og
spennandi í pottunum.
„Hér er notalegt að lifa og starfa.
Í Borgarnesi er líka hægt að eiga
æðislegan fjölskyldudag með
skemmtilegum sveitabíltúr, gera
sér glaðan dag í Landnámssetrinu,
fara á Bjössaróló og í eina bestu
sundlaug landsins.“ n
Landnámssetur Íslands er á
Brákarbraut 13-15 í Borgarnesi.
Sími 437 1600. Opið alla daga frá
10 til 21. Hafið samband á land-
nam@landnam.is. Sjá landnam.is
Sparar nú heila vinnuviku í mánuði
Kristjana er þakklát fyrir það tækifæri að fá að stýra versluninni á Egils-
stöðum. Þar vinnur gott teymi að fjölbreyttum verkefnum. MYND/AÐSEND
Kristjana Jónsdóttir er
verslunarstjóri verslunar
Landstólpa á Egilsstöðum.
Eftir áratug hlakkar hún
enn til að mæta í vinnuna á
hverjum degi.
Landstólpi var stofnaður árið 2000
en Kristjana segir að himinn og haf
séu á milli starfsemi fyrirtækisins
þá og nú. Í upphafi var unnið að
hönnun og ráðgjöf við breytingar á
eldri fjósum í nútíma lausagöngu
fjós, en í dag er fyrirtækið deilda
skipt með fjármálasvið, mann
virkjasvið, þjónustusvið, vélasvið,
landbúnaðarsvið, Landstólpa á
Egilsstöðum og Joserabúðina.
Árið 2011 hóf Landstólpi inn
flutning á hágæða gæludýrafóðri
frá Josera í Þýskalandi og þá fóru
fyrstu vörurnar að koma til Egils
staða. Í verslun fyrirtækisins á
Egilsstöðum stendur Kristjana
vaktina alla daga, en hún er einnig
sölustjóri fyrir gæludýrasvið fyrir
tækisins.
„Landstólpi er innflutningsaðili
fyrir Joseragæludýrafóður og við
rekum einnig verslun í Reykjavík
sem heitir Joserabúðin. Josera er
orðið það þekkt vörumerki hér á
landi að okkur fannst tilvalið að
opna verslun tileinkaða því. Þar
er gæludýraverslun með hunda
þvottastöð, auk þess að vera
með hestavörur. Ég stýri þeirri
verslun mest í fjarvinnu. Hér á
Egilsstöðum erum við með öfluga
gæludýra og landbúnaðardeild.
Okkar stærsti viðskiptahópur eru
bændur og gæludýraeigendur,
aukning hefur þó orðið síðustu ár í
að þjónusta verktaka, fyrirtæki og
stofnanir, “ segir Kristjana.
„Við erum þrjú sem vinnum hér
á Egilsstöðum. Dagleg verkefni eru
mjög fjölbreytt og enginn dagur
er eins. Ég sé um alla stýringu á
Egilsstöðum, pantanir, daglegan
rekstur og áætlanagerð. Ég geng í
öll störf í raun og veru. Við erum
mjög gott teymi hér og vinnum
þétt saman. Mikil samvinna er
einnig á milli allra deilda og er
það mikils virði hversu flottur
hópur er starfandi hjá Landstólpa
í heild sinni. Oft eru verkefnin
krefjandi sem við erum að sinna,
en þau hafa alltaf verið leyst með
góðu skipulagi og jákvæðni og svo
er lykilatriði að hafa gaman, sem
er svo sannarlega hjá okkur. Það
sem stendur upp úr hjá mér er að
eftir öll þessi ár vakna ég ennþá á
morgnana og er spennt að mæta í
vinnuna og takast á við verkefnin.“
Kristjana segir að á litlum stað
eins og Egilsstöðum verði sam
bandið við kúnnana oft persónu
legra.
„Maður þekkir orðið flesta
þeirra, sérstaklega dýrin, sem er
ótrúlega gaman. Við erum með
nammibar hér og ég á orðið mikið
af vinum sem koma og heilsa upp
á mann og fá nammi. Þetta eru
hundar sem maður hefur oft fylgt
frá því þeir voru hvolpar og fram í
ellina,“ segir Kristjana.
„Gæludýraeign hefur aukist svo
rosalega og það er eiginlega orðið
hluti af fjölskyldumynstrinu að
eiga gæludýr. Ég er sjálf að rækta
hunda og hef gert síðan 2008.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að stýra
versluninni hér og fá að vinna við
áhugamálið mitt. Það eru forrétt
indi og alls ekki sjálfgefið.“ n
Forréttindi að vinna
við áhugamálið
Birna Dröfn Birgisdóttir
hjá Sköpunargleði.is hefur
þjálfað hundruð einstakl-
inga og fyrirtækja í að virkja
sköpunargleðina.
Sköpunargleði skiptir mjög miklu
máli í lífi fólks, bæði í vinnu og í
einkalífi, segir Birna Dröfn Birgis
dóttir, doktorsnemi við Háskólann
í Reykjavík, þar sem hún rann
sakar sköpunargleði. Hún segir
rannsakendur tala um að sköp
unargleðin sé forsenda nýsköp
unar og sé því mjög mikilvæg fyrir
starfsfólk og fyrirtæki. „Þau fyrir
tæki sem fjárfesta í sköpunargleði
þjálfun hafa til dæmis séð aukna
nýsköpun, framleiðni og meiri
ánægju viðskiptavina. Eins eru
mörg dæmi um fyrirtæki sem hafa
hagnast mikið og sparað háar upp
hæðir vegna sköpunargleðinnar.“
Sköpunargleði að minnka
Rannsóknir sýna að sköpunar
gleði er að minnka almennt hjá
fólki, sem Birna telur slæma þróun.
„Rannsakendur telja ástæðuna
vera of mikinn hraða og álag. Í
nýlegri grein í Harvard Business
Review kom fram að fólk sé að
upplifa minni tilbreytingu og enn
meira álag út af Covid, sem er lík
legt til að draga meira úr sköpunar
gleðinni.“
Sem betur fer benda rannsóknir
á að við getum gert eitthvað í þessu
og þjálfað sköpunargleðina okkar,
segir Birna. „Sköpunargleði er
skilgreind sem hugsanamynstur
sem leiðir af sér eitthvað nýtt og
nytsamlegt. Það er ótal margt
sem við getum gert til þess að efla
okkur í þessu hugsanamynstri og
þar skiptir slökun og æfing miklu
máli. Til eru alls konar æfingar sem
geta leitt þetta hugsanamynstur á
nýjar slóðir og hjálpað okkur að sjá
nýjar lausnir.“
Þurfum að æfa okkur
Birna býður upp á námskeið sem
fjallar um hvernig sköpunargleðin
virkar og hvernig við getum aukið
hana. „Til þess að sjá raunveru
legar breytingar þurfum við að æfa
okkur. Þess vegna býð ég einnig
upp á áskrift að vikulegum stutt
um myndböndum sem innihalda
æfingar og fróðleik um sköpunar
gleði. Okkar næsti yfirmaður hefur
mikil áhrif á sköpunargleði okkar í
starfi og því er ég einnig með nám
skeið fyrir fólk með mannaforráð
þar sem farið er yfir hvernig þau
geta betur stutt við starfsfólk sitt.“
Á sköpunargleði.is má lesa
nánar um þessi námskeið. „Ég
vona að enn fleiri teymi, deildir og
fyrirtæki velji að leggja áherslu á
sköpunargleðiþjálfun fyrir bæði
starfsfólk og yfirmenn, til þess að
þau geti saman náð meiri árangri
og haft jákvæð áhrif með virkri
sköpunargleði.“ n
Sköpunargleðin breytir öllu
Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við í Háskólann í Reykjavík og eigandi
sköpunargleði.is, heldur námskeið fyrir fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Krisjana ásamt
hundinum
Sófa sem er
fastakúnni á
nammibarnum
í verslun Land-
stólpa á Egils-
stöðum.
Helga er framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands. MYND/GUNNHILDUR LIND
62 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU