Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hjúkrunarfræðingurinn Þur- íður Skarphéðinsdóttir vill vera umhverfisvæn í fatakaupum og reynir að kaupa næstum öll sín föt notuð. Hún fylgist lítið með tísku en hefur gaman af því að velta klæðnaði fyrir sér og gengur ein- faldlega í fötum sem henni finnst falleg og klæða hana vel. „Ég vinn á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeildinni á Land- spítalanum í Fossvogi,“ segir hún. „Við höfum ekki verið með Covid-sjúklinga vegna sérgreinar okkar en auðvitað finnur man fyrir faraldrinum. Við höfum til dæmis stundum tekið sjúklinga frá öðrum deildum þegar það þarf f leiri pláss fyrir sjúklinga með Covid. Það finna allir fyrir því gríðarlega mikla álagi sem er á spítalanum þessa dagana.“ Lengi haft áhuga á vintage tísku Þuríður hefur verið að sækja meira í þægilegar peysur að undanförnu. „Ég veit ekki hvort það tengist álaginu út af faraldrinum beint, Þuríður segir að undanfarin ár hafi hún hallast sífellt meira að því að klæðast leggings og of stórum peysum, helst notuðum, og bætir við í léttum tón að það hljóti að vera merki um að hún sé að verða miðaldra. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is en ég er farin að nota og kaupa þær meira. Þær eru hentugar bæði heima fyrir og í daglegu amstri,“ segir hún. Þuríður segist ekki hafa mikinn áhuga á tískuheiminum í sjálfu sér, en að henni finnist mjög skemmtilegt að pæla í fötunum sem hún og aðrir klæða sig í. „Ég horfi til dæmis mikið á í hvernig skóm fólk gengur þegar ég á að vera að læra á Þjóðarbók- hlöðunni og fæ líka oft innblástur frá einhverjum sem gengur fram hjá mér á Laugaveginum,“ segir hún. „Ég var mjög fókuseruð á vin- tage tísku frekar lengi en á sama tíma keypti ég aðra hverja f lík í H&M og Primark eins og ekta kaupóður Íslendingur. En undan- farin ár er ég byrjuð að hallast frekar að of stórum peysum (helst notuðum) við leggings, eins og miðaldra konan sem ég er að verða. Ég er yfirleitt í fötum sem mér finnst falleg og klæða mig vel (að mínu mati, ekki mömmu). Ég hef alltaf sagt að ég sé „trend- setter“ þegar kemur að klæðaburði en vinkona mín vill meina að ég sé bara í ljótum fötum sem eru svo óvænt í tísku sirka tveimur árum seinna,“ segir Þuríður létt. Bara notuð og umhverfisvæn föt „Nú til dags reyni ég að kaupa öll fötin mín í hringrásarverslunum og fötin sem ég kaupi notuð eru yfirleitt ekki mjög dýr. Uppáhalds verslanirnar mínar eru Extralopp- an í Smáralindinni og Verzlana- höllin á Laugavegi. Svo er ég líka í mörgum hópum á Facebook þar sem fólk er að selja notuð föt og hef keypt mjög margar af bestu f líkunum mínum þar,“ segir Þuríður. „Það eina sem ég á erfitt með að kaupa notað eru buxur, en leggings kaupi ég oftast á ethic.is, sem selur umhverfisvænni f líkur. Í uppeldi mínu var lögð mikil áhersla á umhverfisvernd, sem er aðalástæðan fyrir áhuga mínum á notuðum flíkum. „Fast-fash ion“ bransinn er fáránlega óum- hverfisvænn og mér hefur reynst ótrúlega auðvelt að finna fal- legar f líkur á netinu og í hring- rásarverslunum,“ segir Þuríður. „Ég er reyndar heppin að vera í mjög algengri skóstærð og nota stærðir sem oftast er eitthvað til af í verslununum, en það góða við hringrásarverslanir er að þar getur fólk af öllum stærðum og gerðum selt fötin sín og keypt föt. Mér finnst það skipta miklu máli að nýta notuð föt. Ef ég kaupi eitthvað sem ég geng svo ekkert í þá gef ég það alltaf áfram í Rauða krossinn og oft hef ég keypt eitt- hvað sem er alveg ónotað í hring- rásarverslunum. Ég hætti nánast alveg að kaupa föt á vefsíðum eins og Asos og svo framvegis árið 2018 til þess að reyna að vera umhverf- isvænni og ég reyni að forðast „fast-fashion“ verslanir eins og heitan eldinn,“ útskýrir Þuríður. „Ég er líka með app í símanum sem heitir „Good on you“, þar sem fatamerkjum er gefin einkunn varðandi umhverfisvernd og annað og ég mæli með því.“ Drottningar til fyrirmyndar Þuríður segist næstum eingöngu ganga í svörtu eða hvítu en að henni finnist samt líka gaman að vera í björtum litum og geri það of sjaldan. „Ég nota eyrnalokka og er með neflokk og það eru eiginlega einu fylgihlutirnir sem ég er með. Ég er reyndar nýbyrjuð að vera með hárspangir, sem getur verið „næs“ og svo passar rauður varalitur við allt,“ segir Þuríður. Þegar Þuríður eru spurð um tískufyrirmyndir nefnir hún fyrst Ericku Hart. „Hún er drottning sem ég væri til í að taka mér meira til fyrirmyndar. Hún hikar ekki við að vera í marglitum fötum og „púllar“ þau eins og engin annar,“ segir hún. „Frida Kahlo er svo bara fyrirmynd lífs míns almennt, líka þegar kemur að tísku. Mindy Kal- ing er líka geggjuð og systir mín vill endilega að ég nefni Berglindi Festival, sem ég mótmæli ekki, þar sem hún er líka „queen“.“ Peysan frá mömmu í uppáhaldi „Flíkin sem ég hef átt lengst er gallaskyrta sem ég keypti í Spúút- nik fyrir líklega níu árum og hef notað mjög mikið alveg síðan. Því miður á ég ekkert eldra, þar sem það var allt keypt í einhverjum „fast-fashion“ verslunum þar sem endingartíminn er almennt slakur,“ segir Þuríður. „Bestu fatakaupin eru hins vegar eiginlega of mörg til að nefna eitthvað eitt sérstakt. Allt sem ég kaupi notað og fer mér vel er sigur. Sú fatasamsetning sem ég fíla mig mest í er líklega notaður samfestingur og skór sem ég fékk á fimm hundruð krónur í Verzlana- höllinni og eru frá 9. áratugnum,“ útskýrir Þuríður. „Ég elska líka Ivy Park úlpuna sem ég keypti af einhverri gellu á Facebook á sex þúsund krónur og ég er mjög mikið í henni. Verstu fatakaupin eru aftur á móti líklega gallastuttbuxur af Etsy sem ég keypti árið 2012 og pabbi endaði á að eignast. Hepp- inn hann,“ segir Þuríður kímin. Áttu eina uppáhaldsflík? „Það er líklega lopapeysan sem mamma prjónaði fyrir mig og ég svo óvart, mjög óvart, setti sót í uppi á hálendi eitt kalt septem- berkvöld,“ segir Þuríður. „Ég sýndi henni bara einhverja mynd sem ég fann og hún prjónaði peysuna. Talandi um „queens“!“ Að lokum vill Þuríður senda einföld en mikilvæg skilaboð til lesenda: „Hugsið betur um umhverfið, elskurnar.“ n Ég hætti nánast alveg að kaupa föt á vefsíðum eins og Asos og svo fram- vegis árið 2018 til þess að reyna að vera umhverfis- vænni. 2 kynningarblað A L LT 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.