Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 10
Hækkun stýrivaxta og aðrar aðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til eru líklegar til að hafa kælandi áhrif þegar fram líða stundir. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum Það er alvarlegt þegar grunnþörf fólks fyrir íbúðir er ekki mætt. Afleiðingin hefur verið mikil hækkun á verði íbúða, aukin verðbólga og hærri vextir. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins Á árinu 2021 urðu þau tíðindi að fimm vísi- sjóðir voru stofnaðir með myndarlegt fjármagn til þess að styðja við fyrirtæki sem byggja á hugviti. Það er mikið umbreytingarskeið fram undan í íslensku efnahagslífi. Fjórða stoðin sem byggir á hug- viti er loks að vaxa úr grasi og mun taka meira til sín ár frá ári. Hingað til hefur áhættufjármagn skort til þess að hugverkageirinn hafi náð að skjóta almennilegum rótum. Á árinu 2021 urðu þau tíðindi að fimm vísisjóðir voru stofnaðir með myndarlegt fjármagn til þess að styðja við fyrirtæki sem byggja á hugviti. Samtals söfnuðu sjóðirnir yfir 40 milljörðum, mestur pening- urinn kemur frá íslenskum lífeyris- sjóðum en þess má geta að Evrópski fjárfestingasjóðurinn, sem er stærsti sjóður í Evrópu, fjárfesti í íslenskum sjóði í fyrsta skipti. Þetta mikla fjármagn sem er ey rnamerkt f y rirtækjum sem byggja á hugverkum eru tímamót. Það eru nánast vikulegar fréttir af fyrirtækjum sem hafa safnað fjár- magni. Að jafnaði hafa fyrirtækin safnað myndarlegum fjármunum sem gerir þeim kleift að keppa á alþjóðlegum markaði. Fyrirtæki sem byggja á hugviti geta vaxið hratt á skömmum tíma, nýleg dæmi eru til dæmis Control- ant og Kerecis. Mikil samkeppni hefur myndast um sérhæft starfsfólk og það mun myndast þörf fyrir nýja sérfræði- þekkingu. Það eiga eftir að myndast nýjar hliðargreinar og afleidd tæki- færi. Íslenska hagkerfið hefur verið auðlindadrifið, byggst á gjöfulum miðum, orkuríkri náttúru og nátt- úrufegurð. Það er áríðandi að inn- viðir séu þannig að þessi fyrir- tæki nái að blómstra. Byggja upp þekkingu, tengingar við alþjóðlegt umhverfi og skilning á þessum nýja veruleika í íslensku atvinnulífi. n Fjárfestingar í íslensku hugviti Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Brum Funding magdalena@frettabladid.is Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jakobsson Capital, segir það fyrst og fremst vera húsnæðismarkaðinn sem keyri verðbólguna áfram. „Það er erfitt að átta sig á því af hverju menn kveina yfir því að vextir séu að hækka því það er fyrst og fremst húsnæðismarkaðurinn sem hefur áhrif á verðbólguna um þessar mundir og hærra vaxtastig kælir fasteignamarkaðinn,“ segir Snorri og bætir við að þar sem greiðslubyrðin sé yfirleitt léttust á verðtryggðu lánunum bitni há verð- bólga helst á umbjóðendum verka- lýðsfélaganna. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar hafa lýst því yfir að þeir muni sækja hverja einustu krónu sem heimilin hafa greitt í kjöl- far vaxtahækkana Seðlabankans. Snorri segir að sú þróun lofi ekki góðu. „Seðlabankinn á að vera sjálfstæður og það gagnast engum í raun og veru svo mikil hækkun á fasteignaverði. Því er eðlilegt að Seðlabankinn kæli markaðinn. Það þjónar heldur ekki umbjóðendum verkalýðsfélaganna að fasteignaverð hækki. En þetta er einnig spurning um gengisstöðugleika. Ef vaxtastig er lágt þá er líklegra að krónan veik- ist og verðbólgan verði há. Land sem er með háa verðbólgu er með gjald- miðla sem veikjast, getum tekið Tyrkland sem dæmi. Það þjónar ekki hagsmunum umbjóðenda verkalýðsfélaganna að við séum með veika krónu og lága stýrivexti. Viljum við að íslenska krónan tapi 40% af verðgildi sínu eins og tyrk- neska líran þar sem vöxtum hefur verið haldið niðri með handafli?“ n Þróun sem lofar bara alls ekki góðu Snorri Jakobs- son, greinandi hjá Jakobsson Capital Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ljóst sé að byggja þurfi töluvert meira en nú sé gert. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir gögn benda til að fasteigna- markaðurinn sé að róast. magdalena@frettabladid.is Árshækkun íbúðaverðs mældist 15,2 prósent á landinu öllu í nóv- ember og í þeim mánuði seldust 43,6 prósent allra íbúða yfir ásettu verði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út á dögunum. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, segir að skortur á íbúðum í sölu sé alvarlegt vandamál. „Hillurnar eru nánast tómar. Það hefur dregið verulega úr íbúðum í sölu á sama tíma og eftir- spurn hefur verið mikil. Íbúðaupp- bygging snýst um fólk og þarfir þess. Það er alvarlegt þegar grunn- þörf fólks fyrir íbúðir er ekki mætt. Afleiðingin hefur verið mikil hækk- un á verði íbúða, aukin verðbólga og hærri vextir,“ segir Ingólfur og bætir við að afleiðingar þess muni sjást í hækkandi kaupverði íbúða þar sem fjöldi seljist á yfirverði. „Fram kemur einnig í skýrslunni að greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað umtalsvert sem er afleiðing af hækkandi vöxtum en Seðlabankinn hefur hækkað vexti talsvert hratt undanfarið samhliða þrálátri verðbólgu yfir markmiði bankans sem að stórum hluta er til komin vegna hækkunar húsnæðis- verðs.“ Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að gögn um seldar íbúðir bendi til að fast- eignamarkaðurinn sé að róast eftir miklar hækkanir á undanförnum misserum. „Hækkun stýrivaxta og aðrar aðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til eru líklegar til að hafa kælandi áhrif þegar fram líða stundir,“ segir Una og bætir við að það sem hafi helst vakið athygli hennar í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé hversu hátt hlutfall íbúða seljist enn yfir ásettu verði og það bendi til þess að enn sé mikill eftirspurnarþrýstingur. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un, segir að ástæðan fyrir þessari miklu eftirspurn sé fyrst og fremst lágt vaxtastig. „Þrátt fyrir vaxtahækkanir frá því í vor eru breytilegir óverðtryggðir vextir á íbúðalánum nokkuð lægri en verðbólga sem gerir það að verk- um að það er óvenju gott að skulda. Þótt óverðtryggðir íbúðalánsvextir hafi hækkað úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent á undanförnu ári eru þeir samt lægri en þeir höfðu nokkurn tímann verið fyrir árið 2020.“ Ingólfur bætir við að ástæður fyrir slæmri stöðu á íbúðamarkaði sé að finna bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. „Þetta er samspil þátta á framboðs- og eftir- spurnarhlið íbúðamarkaðarins. Á framboðshliðinni hefur íbúðum í byggingu fækkað umtalsvert. Þá þróun fórum við að sjá fyrir strax undir lok árs 2019 í talningu Sam- taka iðnaðarins sem framkvæmd er tvisvar á ári. Voru íbúðir í byggingu í september síðastliðnum til dæmis rétt tæplega 3.400 samanborið við tæplega 5.000 íbúðir í september 2019.“ Hann bætir við að á eftirspurnar- hliðinni hafi verið vöxtur vegna ýmissa þátta. „Á eftirspurnarhliðinni hefur verið vöxtur vegna lágra vaxta, fólksfjölgunar, kaupmáttarvaxtar og breyttra íbúðaþarfa vegna Covid- 19 faraldursins. Ljóst er að litið til framtíðar er eftirspurnin enn talsvert sterk. Hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til dæmis metið það svo að byggja þurfi 30 þúsund íbúðir á þessum áratug og það sé framhlaðið þannig að það þarf um 3.500 á ári næstu árin. Við erum að sjá mikla fólksfjölgun nú í landinu samhliða uppsveiflunni í hagkerf- inu. Aukinn fólksfjöldi krefst aukins fjölda íbúða sem mæti þörfum íbúa. Það er verkefnið litið til næstu ára.“ Una bendir þó á að það sé jákvætt hversu hátt hlutfall fyrstu kaup- enda sé. „Hlutfall fyrstu kaupenda er hærra en við höfum séð áður. En verð hefur hækkað talsvert og má rekja það til nokkurra þátta. Fyrir það fyrsta lækkuðu vextir sem við- bragð við faraldrinum. Það varð til þess að vextir á íbúðalánum lækk- uðu og ódýrara varð að fjármagna íbúðakaup. Samkomutakmarkanir höfðu það einnig í för með sér að neyslumöguleikar urðu takmarkað- ir og sparnaður margra og þar með kaupgeta jókst. Þetta varð til þess að eftirspurn jókst eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með hækkaði verð.“ Aðspurð hvort hún telji að staðan muni batna segir hún að hún búist við því. „Það er líklegt að staðan batni þegar fram líða stundir og daglegt líf kemst í sama horf og var fyrir faraldur, auk þess sem vaxta- hækkanir Seðlabankans eru lík- legar til þess að slá á eftirspurn. Svo þurfum við einnig að sjá jafna og stöðuga íbúðauppbyggingu.“ Ingólfur segir að til þess að staðan batni sé ljóst að það þurfi að byggja meira. „Það er ljóst að við þurfum að byggja meira. Við þurfum sveigjan- leika til að bregðast við svona stöðu. Skapa verður nægjanlegt framboð húsnæðis til að mæta þörfum íbúa landsins. Það þarf aukið framboð á lóðum, sem er á ábyrgð sveitarfélag- anna. Ráðast þarf í nauðsynlegar breytingar í skipulagsmálum og umhverfi byggingarmála. Tryggja verður stöðuga íbúðauppbyggingu þar sem dregið er úr sveiflum í bygg- ingariðnaði.“ Kári tekur í sama streng um að byggja þurfi meira. „Til lengri tíma þarf að tryggja að hægt sé að byggja bæði nægilegt magn og nógu ódýrt til þess að það geti dregið úr fast- eignaverðshækkunum. Ef lóðafram- boð er takmarkað þá geta annað hvort byggingaraðilar eða opinberir aðilar tekið stærri part af ágóðanum sem fæst við að byggja. Þá þarf að passa að tegund úthlutaðra lóða, regluverk og öll opinber umgjörð sé með þeim hætti að hægt sé að byggja ódýrt. Útlit er fyrir að Íslend- ingum muni fjölga hratt og á sama tíma eru fjölskyldur að minnka.“ n Segir skort á íbúðum í sölu alvarlegt vandamál Hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun segir að ástæðan fyrir mikilli eftirspurn sé fyrst og fremst lágt vaxtastig. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.