Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 27
Allt starfs-
fólkið
leggur
hjarta sitt í
vinnuna
sína og
fólk finnur
að það er
tekið tillit
til þess
sem það
leggur
fram.
Guðrún Ólafsdóttir hóf störf
hjá upplýsingatæknifyrir-
tækinu Rue de Net samhliða
námi sínu í tölvunarfræði.
Með áræðni og drifkraft
að vopni hefur hún þróast
í starfi hjá sívaxandi fyrir-
tæki.
Rue de Net er öflugt þjónustu-
fyrirtæki sem þjónustar íslensk
fyrirtæki með viðskipta- og
verslunarkerfi frá Microsoft og LS
Retail ásamt sérlausnum. „Ég hóf
störf hjá Rue de Net árið 2012 sem
hlutastarfsmaður á sama tíma og
ég var í námi í tölvunarfræði. Strax
eftir útskrift 2014 fór ég svo í fullt
starf og hef verið hér síðan,“ segir
Guðrún sem er í dag meðeigandi
í fyrirtækinu, situr í stjórn og er
staðgengill framkvæmdastjóra,
ásamt því að gegna starfi sölu- og
markaðsstjóra.
„Á þeim tíma vorum við ekki
nema sjö, en stækkuðum ört og
tveimur árum síðar unnu rúmlega
20 manns hjá fyrirtækinu og í dag
eru yfir 30 starfsmenn í starfi hjá
Rue de Net. Það hefur alltaf verið
markmið okkar að ráða til starfa
ungt og öflugt fólk og við leggjum
gríðarlega áherslu á að hlúa vel
að fólkinu okkar og skapa góða
vinnustaðamenningu.“
Óx innan fyrirtækisins
„Starf mitt hefur breyst mikið
í takt við þróun fyrirtækisins á
síðustu árum. Ég hef vaxið með
fyrirtækinu og gegnt mörgum
stöðum innanhúss. Þegar ég hóf
störf sem forritari fékk ég strax
mjög krefjandi verkefni og mikla
ábyrgð samhliða. Þekking mín
jókst því hratt og tók ég fljótlega
að mér stjórnunarhlutverk hjá
fyrirtækinu, fyrst hópstjórastöðu,
því næst var ég viðskiptastjóri og
síðast þjónustustjóri í fjögur ár.
Þessi þróun er tvímælalaust ein
birtingarmynd af kostum þess
að vera hluti af fyrirtæki í vexti,
tækifærin sem fylgja því að leggja
hart að sér eru hreinlega út um allt.
Árangur minn í starfi leiddi til þess
að árið 2017 bauðst mér að gerast
eigandi og kaupa hlut í félaginu, og
í framhaldinu að setjast í stjórn,
sem og ég gerði,“ segir Guðrún.
Tölvunarfræðin góður grunnur
„Í fyrra haust, árið 2021, tók ég svo
að mér að vera sölu- og markaðs-
stjóri, en sem þjónustustjóri hafði
ég oft stutt við söluhluta starfsem-
innar og verið þannig viðloðandi
starfið á einn og annan hátt. En
þarna urðu tímamót og ég tók það
alfarið að mér. Á þeim tíma tók
annar starfsmaður fyrirtækisins,
sem hefur átt svipaða vegferð og
ég, við þjónustustjórastöðunni.
Hann byrjaði líka sem forritari
og hefur nú unnið sig upp í stöðu
þjónustustjóra.“
Guðrún, sem býr ekki yfir form-
legri menntun í sölu, viðskiptum
eða markaðsmálum segir að þekk-
ing og reynsla af tölvukerfum og
umsjón þeirra sé ekki síðra verkfæri
þegar kemur að sölunni. „Ég segi
ekki að ég hafi enga þörf á menntun
í þessum fögum, þá sérstaklega
núna þegar ég er líka staðgengill
framkvæmdastjóra og mikið inni
í daglegum rekstri fyrirtækisins.
Ég hef mikinn áhuga á viðskiptum,
rekstri fyrirtækja og fjármálum,
svo hver veit nema ég mennti mig
því tengdu í framtíðinni. Tölvunar-
fræðigrunnurinn og sú reynsla sem
ég hef öðlast í mínu starfi hjá Rue de
Net hefur samt komið sér einstak-
lega vel í sölu- og markaðsstjóra-
hlutverkinu. Ég tel að í minni stöðu
gangi það hreinlega ekki upp að
hafa engan grunn í tölvunarfræði
og hafa aldrei unnið við að forrita
kerfin sem við bjóðum upp á. Við
erum ráðgefandi fyrir viðskiptavini
okkar í söluferlinu, sem treysta því
að við vitum allt um vörurnar sem
við erum að selja, hvernig þær eru
til komnar, settar upp, þjónustaðar
og viðhaldið.“
Áræðni leiðir til árangurs
Guðrún
segist hafa
verið heppin
að hafa komið
inn í fyrirtækið
á réttum tíma
fengið að vaxa
og dafna í starfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Heillandi vinnustaður
Rue de Net var upphaflega stofnað
árið 2003 á eyjunni Jersey í Ermar-
sundi en hefur verið starfandi í
núverandi mynd frá 2007. Rue de
Net er heillandi vinnustaður fyrir
ungt og metnaðarfullt fólk sem
vill taka á sig ábyrgð og vaxa með
vinnustaðnum. „Starfsfólk endist
að jafnaði lengi í vinnu hjá okkur
og við höfum ráðið til okkar margt
nýútskrifað fólk sem margt hvert
hefur starfað hjá fyrirtækinu í
nær áratug. Við höfum skapað
umhverfi og vinnustað þar sem
fólk vill vera, enda getur starfsfólk
sem stendur sig vel öðlast yfir-
gripsmikla reynslu og þekkingu og
samhliða vaxið í starfi.
Rue de Net er líflegur vinnustað-
ur og klárlega eins og fjölskylda
eða náinn vinahópur. Allt starfs-
fólkið leggur hjarta sitt í vinnuna
sína og fólk finnur að það er tekið
tillit til þess sem það leggur fram,
því er treyst fyrir verkefnum og
það getur haft raunveruleg áhrif.“
Persónuleg þjónusta
„Það er gaman að vinna á stað þar
sem mikið er um ungt, ferskt og
frambærilegt fólk á svipuðum aldri
og ég, rétt um þrítugt, stútfullt af
metnaði og kjarki. Við erum að
þjónusta mörg af stærstu og fram-
sæknustu fyrirtækjum landsins
og viðskiptavinir okkar finna að
við höfum fullt fram að færa og
erum góð í því sem við gerum. Eitt
af megin markmiðum Rue de Net
hefur alltaf verið að veita per-
sónulega þjónustu, og það kunna
viðskiptavinir okkar að meta.
Við erum ekki með hefðbundið
þjónustuborð, eða snjallmenni
sem svara viðskiptavinum. Hver
viðskiptavinur er sérstakur í okkar
augum og hefur sinn eigin tengilið
hjá Rue de Net. Þannig kynn-
umst við viðskiptavinum gegnum
persónuleg samskipti og lærum
að þekkja þarfir þeirra fljótt og
örugglega.“
Spennt fyrir framtíðinni
„Við hjá Rue de Net horfum til
framtíðar alla daga og erum sífellt
að skoða nýja tækni og finna
leiðir til að innleiða hana, ef hún
reynist vænleg til árangurs. Í því
efni teljum við mikinn kost að
við eigum okkur sjálf og ráðum
okkur sjálf. Við erum engum háð
og tökum okkar eigin ákvarðanir
þegar kemur að því hvort skoða
eigi nýja tækni eða aðferðir og
bjóða þær til viðskiptavina okkar.
Við erum mjög stolt af því að vera
okkar eigin herrar.
Á síðustu árum hafa átt sér stað
umskipti í viðskipta- og verslunar-
kerfum og eru þau nú öll að verða
aðgengileg án uppsetningar í
skýinu. Það hefur því verið eitt af
okkar megin verkefnum síðustu
þrjú árin að styðja viðskiptavini
okkar á vegferðinni upp í skýið, og
segjum þá gjarnan að viðskipta-
vinir okkar séu á leiðinni „úr
skápnum í skýið“. Þá erum við að
vísa til þess að fyrirtæki hýstu áður
viðskipta- og verslunarkerfi sín
innanhúss í svokölluðum tölvu-
skápum. Í dag eru skýjaþjónustur
orðnar ódýrasta, besta og þægi-
legasta lausnin, sérstaklega í sam-
félagi þar sem margir eru farnir að
sinna sínum störfum utan hinnar
hefðbundnu skrifstofu. Við hjá
Rue de Net vorum sérlega snögg að
tileinka okkur þessa nýju tækni, og
höfum öðlast mikla þekkingu þar
á, sem gerir okkur kleift að vera í
fararbroddi á þessu sviði.“
Tækifæri til að vaxa
Sögulega séð hefur tölvugeirinn
haft yfir að ráða fleiri menntuðum
körlum en konum, en sem betur fer
erum við að sjá örar breytingar þar
á og kynjahlutföllin í bransanum
hafa verið að jafnast út. „Hér hjá
Rue de Net fá allir jöfn tækifæri til
þess að sýna sig og sanna. Ef um er
að ræða frambærilegan einstak-
ling þá fær hann framgang í starfi
og hér eru, sem fyrr segir, góð tæki-
færi fyrir okkur öll til að vaxa.“ n
Með því að skanna Qr kóðann má
nálgast frekari upplýsingar um
Rue de Net.
kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU