Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 43
Það skiptir mjög miklu máli að ólíkar og fjöl- breyttar raddir komi að rekstri svona stórs fyrirtækis svo við getum tekið betri ákvarð- anir. Þessi vegferð er rétt að byrja og við sjáum fram á áframhald- andi vöxt og fram- þróun stafrænna og snerti- lausra leiða. Póstþjónusta hefur breyst mikið undanfarin ár, ekki síst frá því að faraldurinn hófst og hefur Pósturinn aðlagast miklum breytingum hratt. Netverslun hefur sem dæmi aukist mikið með þróun í stafrænum lausnum, þar sem versl un fer að enn stærri hluta en áður fram á net inu. „Pósturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á stuttum tíma, enda hefur heimsfaraldurinn undanfarin tvö ár haft mikil áhrif á dreifingu og f lutninga í heim- inum,“ segir Ósk Heiða Sveins- dóttir, forstöðumaður þjónustu- og markaða hjá Póstinum. „Við höfum séð mikinn vöxt í netversl- un og íslensk fyrirtæki hafa gefið hratt í þegar kemur að stafrænni þróun til að mæta breyttum raun- veruleika. Við þekkjum það sjálf sem við- skiptavinir, þægindin við að versla heiman frá sér og velja svo hvar og hvernig þú færð vöruna afhenta. Það er mikil aukning í notkun á sjálfvirkum lausnum hvers konar og þar hefur Póst-appið og mögu- leikinn á að sækja og senda send- ingar beint í Póstbox um allt land komið sterkt inn. Krafa neytenda er að hafa val um hvar og hvernig þeir fá pakkana sína til sín,“ segir Ósk. Þörf á að horfa til framtíðar „Þegar horft er til íslenskrar net- verslunar áttum við mikið inni þegar faraldurinn skall á. Stóra málið er að við sem neytendur viljum stýra tímanum okkar sjálf. Til dæmis með því að nýta net- verslun og heimsendingar í stað þess að nota tímann í akstur og heimsóknir í verslanir sem eru staðsettar víða. Við bara pöntum í netverslun og kíkjum svo á eina ráðstefnu á netinu, förum út í göngutúr og verjum tíma með fjölskyldunni á meðan pakkinn fer sína leið,“ segir Ósk. „Þessi vegferð er rétt að byrja og við sjáum fram á áframhaldandi vöxt og framþróun stafrænna og snertilausra leiða. Þetta fór allt á f lug með fyrstu takmörkun- unum og við fundum fyrir því að kröfurnar breyttust hratt. En þannig á það líka að vera. Fram- þróun tækni- og þjónustuleiða á að vera hröð og spennandi, umbreytingin er mjög jákvæð. Innlend netverslun er komin til að vera og mun enn aukast. Þessi hraði stafrænnar umbreyt- ingar og færin í snjallþroska fyrirtækja gerir það líka að verkum að það er mjög brýnt fyrir öll fyrir- tæki að horfa gagnrýnum augum á rekstur, tilgang og sókn til fram- tíðar,“ segir Ósk. „Við þekkjum það vel og þess vegna er mikilvægt að hafa að leiðarljósi áherslu á að eiga samtal við markaðinn, að hlusta og bregðast við hugmyndum og rýni.“ Fjölmörg tækifæri í breyttum heimi Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og markaða hjá Póstinum, segir að það séu mikil tækifæri fólgin í þeim hröðu umbreytingum sem hafa fylgt aukinni stafrænni verslun. MYND/LJÓSMYNDIR RUTAR OG SILJU Kraftur í þríhyrningi þjónustu, sölu og markaðsmála „Ég leiði svið þjónustu og markaða en það eru sölu-, þjónustu- og markaðsdeildin, sem er ótrúlegur kraftur í,“ segir Ósk. „Við vinnum mjög náið saman þvert á deildir og fyrirtækið allt, en með miklu og virku samtali verður framþróun miklu hraðari. Ég hef talað um þetta sem hinn heilaga þríhyrning og það er magnað að sjá þjónustu, sölu- og markaðsdeild vinna þétt saman, en það er undir þeim komið að rödd viðskiptavinarins heyrist við ákvarðanatöku. Við höfum til dæmis séð ábendingu frá viðskiptavinum á samfélagsmiðlum sem mögulegt er að grípa og af því að boðleiðirnar eru stuttar er ábendingunni komið beint áfram inn í rýni, þróun og framkvæmd. Nýjar vörur og þjónustuleiðir hafa orðið til eftir ábendingar á til dæmis Facebook,“ segir Ósk. Umbreyting með mjög metnaðarfullu teymi „Ég tók við þessu starfi í mars í fyrra og hef verið á þeirri vegferð að umbreyta áherslum sviðsins með mjög hugmyndaríku og metnaðarfullu teymi sem ætlar sér að hafa áhrif,“ segir Ósk. „Ég legg mikla áherslu á að það sé gaman í vinnunni, því oft reynir á þegar tekist er á við stór og flókin verk- efni. Þá þarf að vanda til verka og nýta hugvitið, ástríðuna og þekk- inguna sem er til staðar. Það hefur verið magnað að sjá nýtt, ástríðufullt fólk blandast við mikla og verðmæta reynslu sem var þegar til staðar í teyminu. Þar gerast töfrarnir, þegar við dönsum á jaðrinum á þægindahringnum okkar,“ segir Ósk. „Við eigum alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt, ögra sjálfum okkur og fagna fram- þróun og tilraunum, bæði sem einstaklingar, fagmenn og ekki síst leiðtogar. Það er kraftmikið að standa í hringiðu þess að stilla upp liði og sjá fólk þroskast í starfi og koma með ólíkar skoðanir að borðinu svo við getum öll vaxið, bæði sem einstaklingar og fagfólk,“ útskýrir Ósk. „Það skiptir mjög miklu máli að ólíkar og fjölbreyttar raddir komi að rekstri svona stórs fyrir- tækis svo við getum tekið betri ákvarðanir með því að taka tillit til ólíkra sjónarmiða.“ Viðskiptavinurinn alveg við stjórnvölinn „Við ætlum að halda áfram á þessari vegferð og halda áfram að byggja upp þétt Póstboxanet um allt land svo að fólk geti sent og sótt pakka hvar og hvenær sem það kýs,“ segir Ósk. „Viðskiptavinurinn á að hafa val um hvernig hann á viðskipti og samskipti við okkur og velja hvort hann kýs að koma á pósthús, hringja í þjónustuverið og fá ráðgjöf hjá starfsmanni, tala við spjallmennið Njál eða gera þetta allt í gegnum appið. Það fer bara eftir því hvað hentar hverjum og einum og þetta er orðið sjálfsögð krafa í dag, að stýra því hvernig við nýtum þjónustu fyrirtækja sem við skiptum við. Mörgum verkefnum er lokið en það eru líka ný að hefjast og önnur halda áfram. Með gögnum og rannsóknum sjáum við svo hvernig fólk nýtir þjónustuna okkar og getum þá haldið áfram að þróast og bregðast við í þessu síbreytilega umhverfi, þetta eru spennandi verkefni,“ segir Ósk að lokum. n kynningarblað 23FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.