Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 33
Mín framtíðarsýn er að geta haldið áfram að hafa áhrif. Ég hef metnað til að leiða áfram öflug teymi fólks, því ég tel það vera það mikilvægasta sem við getum gert – að leiða saman fjölbreytt teymi því þannig náum við að hámarka árangur. Gunnur Líf Gunnarsdóttir Ég á þá ósk að konur láti ekkert stoppa sig og haldi ótrauðar áfram; að þær nái að framfylgja öllum sínum draumum. Gunnur Líf Töfrarnir við starfið eru tví- mælalaust fólkið. Það er ekkert meira gefandi en að hafa áhrif á fólk og sjá það blómstra í starfi. Heiður Björk Á uppvaxtarárunum áttu Gunnur Líf og Heiður Björk sér báðar háleita stjórnunardrauma. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Gunnur Líf Gunnarsdóttir er 34 ára Garðbæingur, eiginkona og móðir tveggja barna, en bráðum þriggja. Hún er menntaður kenn- ari, hefur einnig lokið MBA-gráðu og er með óbilandi metnað fyrir vexti fólks og fyrirtækja. Gunn- ur Líf hefur gaman af hvers kyns breytingum og fær um 1.000 frábærar hugmyndir á dag. Hún er framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs Samkaupa. Hverjir voru æskudraumarnir, Gunnur Líf? Sástu fyrir þér að þú ynnir við mannauð stórfyrirtækis? „Já og nei. Æskudraumurinn var að verða bankastjóri, bæjarstjóri eða bara forseti – í raun að stjórna einhverju, svo ætli það sé ekki aðeins tengt. Ég hef frá upphafi tekið að mér leiðtogahlutverkið, hvort sem það var í skátunum hér áður fyrr eða í vinahópnum. Ég hef alltaf haft gaman af samskiptum við fólk, svo það að vinna við mannauð í stórfyrirtæki sameinar þetta tvennt sem ég brenn fyrir.“ Hvenær hófstu störf hjá Sam- kaupum? Er starfið þitt skemmti- legt? Krefjandi? Gefandi? „Ég hef starfað hjá Samkaupum síðan 2018. Starfið er að mínu mati eitt það skemmtilegasta og hefur stundum verið gert grín að því í mínum innsta hring að starfið sé svo miklu meira en bara starf, heldur mitt helsta áhugamál. Það sem gerir vinnuna svo skemmti- lega er að starfið er krefjandi en um leið gefandi. Ég er í sam- skiptum við fjölbreyttan hóp fólks allan daginn, fæ tækifæri til að þróa hugmyndir áfram og leiða verkefni sem ég veit að hafa áhrif; ekki bara á mitt fyrirtæki, heldur samfélagið allt.“ Í hverju felast þín daglegu störf hjá Samkaupum? „Dagarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það eru ávallt spennandi verkefni sem þarf að vinna að, hvort sem það eru umbótaverkefni eða þróunar- verkefni. Ég er mikið á ferðinni að hitta fólkið okkar, heyra hvað það hefur að segja, setjast niður með því og vinna með því í áskorunum sem það fæst við alla daga. Ég tel mig vera stuðning við aðra stjórn- endur og því fer mikið af tíma mínum í að hvetja og styðja við hin ýmsu verkefni. Þessa dagana er ég að undirbúa vinnustofur með verslunum, þar sem farið er og sest niður með starfsfólki, rætt við það um tækifærin fram undan, hvað sé vel gert og hvað það vill sjá verða betra. Þetta er frábær vettvangur til að hlusta á starfsmenn og mörg verkefni sem koma út úr þessum samtölum sem við stjórnendur setjum svo í farveg.“ Ertu meðvituð um að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar konur í atvinnurekstri? Leyfi fólki að vaxa til framtíðar  Dreymdi um að verða bankastjóri Heiður Björk Friðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Hún ólst upp suður í Garði en hefur síðastliðin níu ár búið í Hafnarfirði. Hún er við- skiptafræðingur að mennt, með próf í verðbréfaviðskiptum og með MBA-gráðu. Heiður hefur gaman af því að læra og á örugglega eftir að bæta við sig einni háskólagráðu enn, þegar börnin verða orðin eldri. Hún hefur ástríðu fyrir því að gera góða hluti betri, búa til góð teymi úr hópi fólks og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór, Heiður Björk? „Áhugi minn á stjórnun kviknaði snemma í barnæsku. Þá vann amma mín í banka og mér þótti fátt skemmtilegra en að kíkja í heimsókn til hennar í vinnuna og fylgjast með starfseminni. Þar vaknaði draumur um að verða bankastjóri þegar ég yrði stór, sem síðar varð drifkraftur í öllu námi og störfum sem ég hef sótt í, alveg síðan ég hóf nám í Verzló og ferðaðist daglega með rútu á milli Garðs og Reykjavíkur. Því þarf ekki „Já, það skiptir mig máli að geta verið góð fyrirmynd fyrir aðrar konur.“ Hvernig stjórnandi ertu? „Ég tel mig vera sanngjarnan stjórnanda sem er virkilega annt um fólkið sitt. Ég treysti fólki vel fyrir verkefnum og leyfi því að leiða þau áfram. Ég er jákvæð og bjartsýn að eðlisfari, sem ég vona að smitist áfram. Ég reyni að styðja vel við fólk og leyfa því að vaxa til framtíðar.“ Hver er þín framtíðarsýn í starfi og hvaða ósk áttu konum til handa? „Mín framtíðarsýn er að geta haldið áfram að hafa áhrif, hvort sem það er innan Samkaupa eða annars staðar. Ég hef metnað til að leiða áfram öflug teymi fólks, því ég tel það vera það mikilvægasta sem við getum gert – að leiða saman fjöl- breytt teymi því þannig náum við að hámarka árangur. Minn metn- aður liggur í að vera í efstu stöðu innan fyrirtækis – þegar sá tími kemur í framtíðinni. Ég á þá ósk að konur láti ekkert stoppa sig og haldi ótrauðar áfram; að þær nái að fram- fylgja öllum sínum draumum.“ n að koma neinum á óvart að fyrsta alvöru starfið mitt var í banka og vann ég um áratug í Arion banka. Það eru því engar tilviljanir, þegar ég hugsa til baka. Ég var alltaf á þessari leið.“ Hvenær hófstu störf hjá Sam- kaupum og uppfyllir starfið vonir þínar og þrár? „Ég hóf störf hjá Samkaupum snemma árs 2020. Ég er í drauma- starfinu sem er í senn mjög krefjandi og fjölbreytt. Við skil- greinum fjármálasviðið sem stoð- þjónustu fyrir önnur svið félagsins og því er ég í miklum samskiptum og verkefnum með fjölbreyttum hópi starfsfólks, sem er alltaf mjög skemmtilegt.“ Í hverju felast þín daglegu störf og hverjir eru töfrarnir við starfið? „Ég ber ábyrgð á fjármálum og upplýsingatækni félagsins, sem er viðamikið verkefni. Við rekum 65 verslanir og veltan er um 40 millj- arðar á ári, svo það er í mörg horn að líta. Síðan ég hóf störf hefur fjármálasviðið verið á mikilli veg- ferð nútímavæðingar og við höfum byggt hægt og rólega ofan á þann góða grunn sem var til staðar. Að mínu mati ber fjármálasvið framtíðarinnar ekki eingöngu ábyrgð á bókhaldi, gagnavörslu og fjárreiðum, heldur er hlutverk þess líka stefnumiðaður stuðningur við aðra stjórnendur og því náum við til dæmis með því að vera með gott innsæi í reksturinn ásamt kvikri áætlanagerð og eftirliti. Þannig höfum við einmitt verið að innleiða gagnadrifinn rekstur til að tryggja öllu starfsfólki aðgengi að upp- lýsingum sem styðja við daglegar ákvarðanir. Alla daga er því líf og fjör, en töfrarnir við starfið eru tvímælalaust fólkið. Það er ekkert meira gefandi en að hafa áhrif á fólk og sjá það blómstra í starfi.“ Ertu meðvituð um að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar konur í atvinnurekstri? „Já, reyni mitt besta í þeim efnum. Ég vonast til að mín veg- ferð sé öðrum konum hvatning og er alltaf tilbúin að miðla minni reynslu. Á sama hátt er ég dugleg að sækja í reynslubanka annarra kvenna og þar kemur tengslanet FKA sterkt inn. Að mínu mati eru ekki nógu margar konur í forsvari fyrir fyrirtækin sem þjónusta fjármála- svið Samkaupa, enda eru bæði fjármála- og tæknigeirarnir oft frekar karllægir. Ég átta mig á að ég hef ákveðna ábyrgð hér og er farin að spyrja meira út í samsetningu teyma þegar við kaupum þjónustu af nýjum aðilum. Ég hef jafnvel lagt fram kröfu um að fá konur inn í teymi og það hefur virkað. Ég geri því allt sem ég get gert til að aðrar konur fái framgang, en auðvitað ætti ekki að þurfa að fara þessa leið.“ Hvernig stjórnandi ertu? „Styrkleikar mínir sem stjórn- anda liggja meðal annars í því að ég hef góða yfirsýn og er lausna- miðuð. Ég veiti starfsfólki umboð til athafna og stuðning til að ná árangri í starfi. Ég hvet til umbóta- hugsunar og því eru oft margar hugmyndir og verkefni í gangi í kringum mig. Ég reyni að laða að mér fólk sem deilir minni fram- tíðarsýn fyrir fjármálasviðið og tengi hana við dagleg verkefni þannig að allir séu þátttakendur í vegferðinni.“ Hver er þín framtíðarsýn og hvaða ósk áttu konum til handa? „Framtíðin er óráðin en auðvitað er stefnan tekin áfram og upp á við. Mín persónulega vegferð er vonandi rétt að byrja og ég hef metnað til að ná enn lengra. Ósk mín konum til handa er að við séum óhræddar við að nýta rödd okkar og höfum trú á krafti okkar og getu til að hafa áhrif.“ n kynningarblað 13FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINUFIMMTUDAGUR 20. janúar 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.