Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 23
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði verkfræði og tengdra greina með það að hlut- verki að koma með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla sam- félagið. EFLA er með starfsemi á Íslandi og í Noregi og hefur að auki byggt upp starfsemi í Póllandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Skotlandi auk þess að koma að fyrirtækjum í Frakk- landi og Tyrklandi. Hjá EFLU starfa um 370 starfs- menn. Á Íslandi eru starfsstöðvar EFLU á Ísafirði, Akureyri, Egils- stöðum, Reyðarfirði og Seyðis- firði, Hellu, Selfossi, Hvanneyri og Reykjanesbæ, en höfuðstöðv- arnar eru að Lynghálsi í Reykjavík. „Okkar markmið er að efla sam- félagið og með því að hafa starfs- stöðvar um allt land erum við í nálægð við nærsamfélagið. Okkur finnst mikilvægt að vera nálægt okkar viðskiptavinum og veita þeim nærþjónustu,“ segir Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, sviðsstjóri markaðsþróunar hjá EFLU. Stefnumörkun og skýr framtíðarsýn „Í fyrra fórum við í gegnum stefnu- mörkun og settum okkur fram- tíðarsýn til ársins 2025,“ heldur Jónína áfram. „Í henni kemur fram að EFLA verði fyrirmynd þekk- ingarfyrirtækja og brautryðjandi við úrlausn brýnna samfélags- verkefna. Þetta er metnaðarfull framtíðarsýn og gefur til kynna að við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri okkar starfsemi. Á grundvelli þessarar framtíðarsýnar lögðum við fram fimm megináherslur. Við erum þekkingarfyrirtæki og okkar mikilvægasta auðlind er mann- auðurinn“. Í framkvæmdastjórn EFLU sitja þrjár konur, auk Jónínu eru það Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélags, og Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannauðs. Helga Jóhanna er efna- og umhverfisverkfræðingur sem starfað hefur hjá EFLU og for- verum í 20 ár og er sviðsstjóri samfélagssviðs. Meðal verkefna sviðsins eru meðal annars skipu- lags-, samgöngu- og umhverfis- mál, jarðtækni og landmælingar, landslagsarkitektúr og hönnun á samgönguinnviðum. Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, kom til starfa til EFLU fyrir rúmu ári síðan, hefur meistarapróf í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun og hefur verið í stjórnendahlutverki í meira en 20 ár, bæði í opinbera- og einkageir- anum. Hún ber ábyrgð á faglegri mannauðsstjórnun hjá EFLU og sinnir m.a. ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda, starfsþróunarmálum, ráðningum og að faglega séð staðið að ákvörðunum sem lúta að mann- auði fyrirtækisins. Jónína er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í markaðs- fræðum og alþjóðaviðskiptum. Hún ber ábyrgð á markaðsmálum, viðskiptaþróun og nýsköpun hjá EFLU. „Við þrjár erum í fram- kvæmdastjórninni og við ásamt öðrum vinnum að því að færa fyrirtækið í átt að þeirri framtíðar- sýn sem við höfum fyrir næstu fimm árin,“ segir Jónína. Að sögn Jónínu er EFLA drifin áfram af markvissri stefnumörk- un. „Við vinnum mjög mikið með stefnumörkunina, setjum okkur markmið til fimm ára og brjótum það niður í verkefni hvers árs. Framkvæmdastjórnin heldur svo utan um það. Undanfarin ár hefur okkur tekist að vaxa og dafna og við teljum þessa miklu áherslu á stefnumótunina, öfluga eftirfylgni allra stjórnenda og þátttöku allra starfsmanna eiga stóran þátt í því hversu vel hefur tekist til hjá EFLU.“ Störf án staðsetningar „Fyrir tveimur árum fórum við í gegnum skipulagsbreytingar sem við teljum hafa verið mikið gæfuspor fyrir okkur varðandi framþróun mannauðs hjá fyrir- tækinu, en hjá EFLU starfar mikill fjöldi sérfræðinga,“ segir Ingibjörg. „Hópurinn er mjög sérhæfður, margir með mikla reynslu og strúktúrinn hjá okkur er mjög flatur. Við vildum einmitt undir- strika þetta flata skipulag og dreifa ábyrgð enn frekar með þessum skipulagsbreytingum. Við vinnum í mörgum teymum og deilir fólk með sér hlutverkum í teymunum. Þar er ekki deildarstjóri sem stjórnar heldur fyrirliði sem hefur það hlutverk að tryggja virkni teymisins. Það mætti líkja þessu við íþróttalið þar sem er einn fyrirliði og svo hafa allir í liðinu sitt hlutverk. Okkur finnst þetta gagnlegt til að deila ábyrgð og auka samábyrgð hjá heildinni.“ Ingibjörg segir að EFLA hafa sett sér það markmið að skapa eftir- sóknarverðan vinnustað til að laða að afburðamannauð. „Við leggjum áherslu á að fólkinu okkar líði vel og að það sé ávallt valinn maður í hverju rúmi. Sem dæmi um það vorum við þátttakendur í tilrauna- verkefni á vegum landlæknis og VIRK um að skapa heilsueflandi vinnustað sem veitir okkur gott aðhald. Við erum með skýra mannauðsstefnu auk þess sem við leggjum áherslu á að tryggja jafnrétti og jöfn tækifæri óháð kynjum. EFLA hefur verið jafnlauna- vottað fyrirtæki frá árinu 2019 og hefur sett sér skýr markmið um að vinna gegn öllum kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Má í því samhengi nefna að í síðustu mælingu mældist launamunur hjá okkur undir einu prósenti. EFLA er jafnframt eitt af þeim fyrir- tækjum sem hafa heitið því að vinna markvisst að því að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Þá er það einnig mat okkar að með markvissri teymisnálgun teljum við okkur vera að skapa umgjörð þar sem allir geta notið sín óháð kyni. Einungis um 30 prósent okkar starfsfólks eru konur en með teymishugsun og samábyrgð, sem við leggjum mikla áherslu á, náum við að valdefla allt okkar starfs- fólk.“ Ingibjörg segir samkeppni um gott fólk vera harða og að ein afleiðing Covid sé að miklar breytingar séu að eiga sér stað á vinnumarkaði. „Eitt af því sem við höfum verið að horfa til eru störf án staðsetningar sem lið í því að stækka þann hóp sem hefur áhuga og vilja til að vinna með okkur. Hjá okkur er nokkur fjöldi starfs- manna sem vinnur víðs vegar um landið og sinnir verkefnum sem eru staðsett víða um heim. Sem dæmi má nefna starfar hjá okkur starfsmaður sem býr í Mývatns- sveit, tilheyrir starfsstöðinni á Akureyri og sinnir verkefnum sem tengjast Suðurlandi. Þá erum við einnig með starfsmann sem sinnir verkefnum í Noregi en er búsettur á Siglufirði. Við sjáum ýmis tækifæri samfara þessari þróun og erum mjög opin fyrir því að prófa okkur áfram með að auka sveigjanleikann og skapa mögu- leika fyrir fólk til að vinna þar sem því hentar hverju sinni.“ Annað atriði í framtíðarsýn EFLU til 2025 er stafræn þróun. „Við reynum að nýta tækifærin bæði í lausnum okkar og í sam- skiptum hér innanhúss og erum að innleiða nýja samskiptatækni bæði innan félagsins og í samskipt- um við viðskiptavini. Þetta á líka við um sjálfvirknivæðingu ferla til að auka þjónustu við viðskipta- vini og skilvirkni samskipta,“ segir Jónína. Tæknin opnar tækifæri Þriðja grunnatriðið varðandi stefnu EFLU snýr að því að auka virði til viðskiptavinarins. „Við viljum fara fram úr væntingum viðskiptavina, nýta þekkingu og getu sem býr í mannauði félags- ins til að sjá tækifæri og kynna þau. Stafræna tæknin nýtist vel í þeim efnum enda hefur landslagið varðandi kauphegðun þróast og breyst mikið síðustu tvö ár,“ segir Jónína. „Við finnum vel að þetta er það sem ætlast er til af okkur,“ segir Helga Jóhanna. „Við erum sér- fræðingar á mörgum sviðum og viðskiptavinurinn vill oft að við komum með hugmyndir til hans um það hvernig hægt sé að gera hlutinn betur, öðruvísi og auka virðið til hans. Til að styðja við þessa hugsun höfum við farveg hér innandyra: skýra umgjörð nýsköp- unar og þróunar.“ „Nýsköpun hefur alltaf verið í miklu fyrirrúmi hjá EFLU,“ bætir Jónína við. „Nýsköpunarhugs- unin er ekki ný hjá félaginu. Á vissan hátt má segja að nýsköpun sé kjarni EFLU. Við teljum hana vera eina grunnstoð þess hve góðum árangri við höfum náð. Við fóstrum menningu sem hvetur til forvitni og frumkvæði starfsfólks til að leita framsýnna lausna.“ Helga Jóhanna segir EFLU alltaf hafa lagt áherslu á að gefa ungu fólki tækifæri til að koma til starfa. „Við erum með 20-25 sumarstarfs- menn á hverju ári. Það tengist auð- vitað því að vera í góðum tengslum við háskólasamfélagið. Sérfræð- ingar okkur eru leiðbeinendur og kennarar í háskólum landsins, á bæði BS- og MS-stigi. Mikið af þróunarverkefnum er í gangi og fullt af sprotum og nýsköpunar- vinnu.“ Sjálfbærni ávallt í fyrirrúmi Næsta áhersla fyrirtækisins í stefnumörkun er sjálfbær EFLA. „Sjálfbærni helst gjarnan hönd í hönd við nýsköpun. Til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum hér á jörðinni þurfum við að beita nýjum aðferðum og nýrri tækni. EFLA leggur áherslu á sjálfbærni í eigin rekstri og gefur árlega út sjálfbærniskýrslu og sýnir þannig gott fordæmi auk þess að sinna ráðgjöf varðandi sjálfbærni til við- skiptavina , fyrirtækja og sveitar- félaga. Ekki síst er lögð rík áhersla á að í allri ráðgjöf EFLU sé horft í gegnum sjálfbærnigleraugun og fundnar þær lausnir sem eru hvað sjálfbærastar út frá umhverfis- sjónarmiðum sem og öðrum sam- félagslegum sjónarmiðum,“ segir Helga Jóhanna. Viðskiptavinir EFLU eru um 1.150 á ári og verkefnin yfir 3.000 talsins og getur fyrirtækið því haft umtalsverð jákvæð samfélagsleg áhrif. EFLA er í fararbroddi á þessu sviði. Starfsemin hefur verið kolefnishlutlaus síðustu fimm ár og hefur EFLA fengið ýmis verð- laun fyrir þennan þátt í starfsem- inni, meðal annars Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfis- ráðuneytisins 2020 og Loftslags- viðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu árið 2019. Upplýsingar um kolefnisspor Matarspor, hugbúnaðarlausn sem reiknar kolefnisspor á bak við máltíðir, spratt upp úr umhverfis- viku EFLU en slík vika er einu sinni á ári. „Hugmyndin var að veita okkar starfsfólki upplýsingar um kolefnisspor máltíða. Þetta hentar hins vegar mjög vel fyrir öll mötuneyti og veitingahús. Nú er önnur kynslóð hugbúnaðarins að koma út og í henni er ekki aðeins hægt að sjá kolefnissporið heldur líka næringargildi máltíða,“ bætir Jónína við. EFLA gerði líka vefreikni í sam- vinnu við Orkuveituna sem er opin öllum á slóðinni kolefnisreiknir.is en þar geta einstaklingar reiknað út sitt eigið kolefnisspor miðað við íslenskar aðstæður. Núna er verið að vinna að kolefnissporsreikni fyrir ferðamanninn í samvinnu við Íslandsstofu. Það er hugsað til að ferðamenn geti séð kolefnisspor ferðarinnar og kolefnisjafnað hana hér á landi. Vistvæn hönnun og ráðgjöf Helga Jóhanna segir EFLU hafa um nokkurt skeið unnið að vistvænni hönnun skipulags og bygginga og vottun þeirra. Í slíkri hönnun er lögð áhersla á orkunýtni, góða innivist fyrir notandann, vistvæn- ar samgöngur, efnisval og loftslags- mál. „Það má nefna að við unnum alþjóðlega hönnunarsamkeppnina Re-Inventing Cities ásamt Basalt arkitektum, Landmótun og Reginn fyrir byggingu sem rísa mun á mótum Suðurlandsbrautar og Lágmúla en tillagan gerir ráð fyrir nokkurra hæða byggingu úr kross- límdum timbureiningum með miklu lægra kolefnisspor en hefð- bundin steypt bygging. Rétt fyrir jól varð EFLA ásamt Beam architects hlutskörpust í samkeppni um brú yfir Fossvog- inn. Um er að ræða tengingu yfir voginn fyrir vistvæna samgöngu- máta, hjólandi, gangandi ásamt því að vera leið Borgarlínu yfir voginn. „Við hönnun brúarinnar var m.a. lögð áhersla á að útfæra brúna með hagkvæmni, upplifun og þægindi fyrir notandann að leiðarljósi um leið og hún félli vel að einstöku náttúrulegu umhverfi í Fossvog- inum. Við lögðum sérstaka áherslu í efnisvali á góða endingu og lítið viðhald sem og lágt kolefnisspor sem allt eru mikilvægir þættir í sjálfbærni mannvirkja,“ segir Helga Jóhanna. „Stefnumörkunin er grund- vallaratriði í okkar starfsemi. Og samofið henni hefur okkur tekist að laða til okkar frábært starfsfólk sem er kjarninn í okkar velgengni,“ segir Ingibjörg að lokum. ■ Þekkingarfyrirtæki sem byggir á mannauði Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, sviðsstjóri markaðsþróunar, Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannauðs, og Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs, sitja allar í framkvæmdastjórn Eflu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Okkar markmið er að efla sam- félagið og með því að hafa starfsstöðvar um allt land erum við í nálægð við nærsam- félagið. Okkur finnst mikilvægt að vera nálægt okkar við- skiptavinum og veita þeim nærþjónustu. Jónína Björk Vilhjálmsdóttir kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.