Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 55
Verkís leggur mikla áherslu á umhverfi og sjálfbærni í sínu starfi og hvetur fólk til að gera slíkt hið sama . Elín Greta mannauðsstjóri hjá Verkís segir fyrirtækið fjölskylduvænan vinnustað með frábæru starfsfólki sem ber virðingu og umhyggju hvert fyrir öðru. Það hafi komið vel í ljós á Covid tímum. Verkís er 330 manna verkfræði- stofa með höfuðstöðvar í Ofanleiti í Reykjavík. Fyrirtækið er einnig með 12 starfsstöðvar víðs vegar um landið. Elín Greta hefur unnið hjá Verkís eða forverum þess í 20 ár og þar af 17 ár sem mannauðsstjóri. „Ég er enn í námi þegar ég fæ tækifærið til að taka þetta starf að mér en ég var fyrst til að gegna starfi mannauðsstjóra hjá fyrir- tækinu. Ég fékk frábæran stuðning og umboð til athafna hjá stjórn- endum til að móta stefnu fyrir- tækisins í mannauðsmálum og slíkt er er ómetanlegt þegar maður er að feta sín fyrstu skref í starfi,“ segir Elín Greta. „Verkís hefur alla tíð verið umhugað um að starfsfólk hafi góðan sveigjanleika í sinni vinnu og að það ríki gott traust á milli aðila, það er ávinningur bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið að fólk geti stýrt sinni vinnu og náð góðri samræmingu við fjölskyldu- og einkalíf. Við erum með sveigjanlegan vinnutíma og bjóðum upp á fjar- vinnusamninga fyrir þau störf sem það geta. Fjarvinnan á Covid-tím- um hefur sýnt okkur enn betur að við getum stækkað okkar markað til muna við að ná í sérhæft starfs- fólk víðs vegar – tækifærin eru ekki bara til staðar ef þú býrð á höfuð- borgarsvæðinu.“ Elín Greta segir Verkís leggja mikla áherslu á umhverfi og sjálf- bærni í öllu sínu starfi og er starfs- fólk hvatt til að gera slíkt hið sama. „Við bjóðum upp á samgöngu- styrk fyrir þá sem vilja nýta sér vistvæna samgöngumáta og erum með góða búninga- og sturtuað- stöðu fyrir þá sem koma hjólandi eða gangandi - og að sjálfsögðu byggðum við glæsilegt rými úti á lóð sem við köllum því lítilláta nafni „hjólahöllin“ þar sem starfs- fólk getur geymt hjólin sín,“ segir Elín Greta og hlær. Elín Greta segir að starfsfólk geti einnig fengið lánað bæði raf- magnshjól til að prófa heima fyrir og að rafmagnsbílar séu til taks fyrir þá sem þurfa að fara á milli staða á vinnutíma. „Staðsetningin okkar er alveg frábær í Ofanleitinu en það er mjög miðsvæðis og ýtir undir að fólk komi með vistvænum hætti til vinnu.“ n Umhugað um sveigjanleika og traust í starfi Elín Greta Stef- ánsdóttir segir staðsetningu fyrirtækisins í Ofanleiti frábæra og að hún ýti undir vistvænan sam- göngumáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Erla Guðrún Hafsteinsdóttir er mengunarsérfræðingur hjá Verkís. Hennar helstu verkefni eru rannsóknir á jarðvegi til dæmis þar sem breyta á iðnaðarsvæðum í íbúðasvæði. Erla er doktor í umhverfis- og jarð- efnafræði frá Macquarie-háskóla í Sydney, Ástralíu. Í náminu skoðaði hún mengun á Suðurskautinu og vann í framhaldi af því sem ráðgjafi í Ástralíu. Hún flutti svo til Íslands árið 2019 og hóf störf hjá Verkís. „Verkís er góður staður til að vinna á og mikill stuðningur við starfsfólkið. Það er hlustað á starfsfólkið þegar það kemur með nýjar hugmyndir og leggur til nýjar aðferðir. Eins leggur fyrirtækið áherslu á að við finnum jafnvægi á milli vinnu og heimilis,“ segir hún „Helstu verkefnin mín hjá Verkís eru rannsóknir á jarðvegi. Við höfum meðal annars verið gera mengunarrannsóknir á iðnaðar- svæðum sem á að breyta í íbúða- svæði,“ segir Erla. „Núna erum við að vinna í úrbótaframkvæmdum á Hofsósi en þar varð olíuleki. Þar er enn mengun til staðar sem við erum að hreinsa,“ útskýrir hún. Auk jarðvegsrannsókna sinnir Erla meðal annars grunnvatns- vöktunum fyrir Isavia í Keflavík og kemur inn í verkefni sem tilheyra BREEAM vottun. „BREEAM er bresk vottun sem snýr að sjálfbærni og umhverfis- vottun fyrir hverfi. Ég kem inn í verkefnið að því leyti að það er skyldukrafa að meta meng- unarstöðu landsvæðis, og eiga niðurstöður matsins að hafa áhrif á hvernig skipulagi svæðisins er hátt- að. Vottunin hvetur til uppbygg- ingar á röskuðum landsvæðum en ekki að byggt sé á óröskuðum svæðum,“ upplýsir hún. Starf Erlu er fjölbreytt og mikið um ferðalög á milli landshluta. „Það eru mörg verkefni sem snúa að svæðum þar sem bandaríski herinn hefur verið og skilið eftir sig umhverfisspor. Við tökum jarð- vegs- og vatnssýni til að átta okkur á magni og útbreiðslu mengunar- innar,“ segir hún. Erla telur það vera mjög mikil- vægt að mengunarrannsóknir og öll mengunarvinna sé unnin á sem sjálfbærastan hátt, „því við viljum ekki auka mengun með okkar aðferðum.“ „Ég legg mikið upp úr því, þegar við erum að finna leiðir í hreins- unarverkefnum, að hægt sé að gera það á staðnum á sem sjálfbærastan hátt. Þegar mengun finnst er ekki endilega fýsilegast að hún sé bara mokuð upp og send í urðun. Þá fer mengunin ekki neitt heldur er hún flutt á annan stað í vörubílum með mikið kolefnisspor og mögulegri hættu á að hún dreifist á leiðinni. “ Á Íslandi er ekki mikið af meng- unarsérfræðingum miðað við það sem Erla þekkir frá öðrum löndum. „Ég hef tekið eftir því að íslenskar reglugerðir og leiðbeiningar um aðferðafræði mengunarrannsókna er ábótavant. En ég bind vonir við að þetta fari í betri farveg á næst- unni og að mengunarrannsóknir verði framkvæmdar fyrr í ferlinu í skipulagsmálunum. Ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessum breytingum.“ n Mengunarrannsóknir þurfa að vera snemma í ferlinu Erla Guðrún Hafsteinsdóttir mengunarsérfræðingur leggur mikið upp úr því að hreinsunarverkefni séu unnin á sjálfbæran hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Verkfræðistofan Verkís fagnar 90 ára afmæli sínu í ár. Þrátt fyrir langa hefð eru það aðkallandi verkefni nútímans sem halda fólki uppteknu. „Allt frá upphafi hefur Verkís tekið virkan þátt í uppbyggingu sam- félagsins og í dag gerum við það með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir bygg- ingarverkfræðingur, nýr sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs Verkís. Á sviðinu starfa yfir 80 manns með margvíslegan bakgrunn og reynslu svo sem verk- og tækni- fræðingar, náttúrufræðingar, lands- lagsarkitektar, skipulagsfræðingar og tækniteiknarar. Viðfangsefni sviðsins eru gríðarlega fjölbreytt og hafa áhrif á allt samfélagið. „Ráð- gjafar okkar starfa að ótal spenn- andi verkefnum“ segir Guðrún og nefnir sem dæmi stórar samgöngu- framkvæmdir sem til stendur að fara í á næstu árum á höfuðborgar- svæðinu þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttan ferðamáta. Hún nefnir einnig ýmis önnur stór verkefni svo sem endurnýjun veitukerfa, framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar ferðamanna, orku- skipti framtíðarinnar, blágrænar ofanvatnslausnir, vistvottanir framkvæmda og lífsferilsgreiningar fyrir ýmiss konar starfsemi. Guðrún hóf störf hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen, forvera Verkís, í ársbyrjun 2000 og hafa verkefni hennar alltaf verið mjög fjölbreytt þó að í byrjun hafi þau að mestu tengst samgöngumálum. „Verkís er verkefnadrifið fyrir- tæki sem veitir ráðgjöf sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila frá fyrstu hugmynd til loka fjárfesting- arverkefna. Fjölbreyttir möguleikar eru á að þróast í starfi eftir áhuga hvers og eins. Til að byrja með sérhæfði ég mig sem ráðgjafi í sam- gönguverkefnum en smátt og smátt varð stjórnun verkefna stærri hluti af starfinu. Árið 2013 fór ég í starf rekstrarstjóra á Byggingasviði og í sumar tók ég við sem sviðsstjóri á Samgöngu- og umhverfissviði.“ Guðrún segir loftslagsvandann vera stærstu áskorun samtímans og að stjórnendum fyrirtækja beri skylda til að leggja áherslu á sjálfbærni í allri sinni starfsemi. Mikilvægt sé að stjórnendur skapi umhverfi og frjóan jarðveg þar sem fólk er hvatt til að koma með hugmyndir og ögra viðteknum aðferðum „því einungis þannig getum við vænst þess að þróa þær lausnir sem við þörfnumst til að leysa vandamálin sem við stöndum frammi fyrir.“ n Með sjálfbærni að leiðarljósi Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir segir mikilvægt að stjórnendur skapi umhverfi sem hvetur starfsfólk til að koma með nýjar hugmyndir. FRÉTTABLADID/VALLI kynningarblað 35FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.