Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022
Það stenst enginn fallegan súpudisk.
starri@frettabladid.is
Hér er uppskrift að matarmikilli
súpu með sætum kartöflu.
Matarmikil grænmetissúpa
fyrir 6
1 msk. kókosolía (eða önnur olía)
1 miðlungs laukur, skorinn smátt
½-1 tsk. chilli-flögur
½ tsk. kóríanderduft
½ tsk. cumin
½ tsk. túrmerik
5 cm fersk engiferrót, maukuð
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
Salt og svartur pipar
700 g sætar kartöflur, skornar í
litla munnbita
½ bolli brúnar linsur
4 bollar grænmetissoð
400 ml kókosmjólk
1 lítið búnt af grænkáli, skerið
stilkinn af og saxið smátt
Hitið olíu í stórum potti. Bætið lauk
út í og látið að malla rólega. Bætið
út í chili, kóríander, cumin og túr-
merik. Steikið rólega í 1 mínútu.
Næst fer engifer og hvítlaukur út í
ásamt salti og pipar. Steikið rólega.
Sætu kartöflurnar fara næst út
í ásamt linsum og grænmetissoði.
Setjið lokið á og sjóðið við vægan
hita þar til linsurnar eru mjúkar.
Þá fer kókosmjólkin út í og
grænkálið. Látið suðu koma upp
og smakkið til með salti, pipar og
chilli. Sjóðið þar til kálið er mjúkt.
Berið súpuna fram heita. n
Bragðsprengja
í skammdeginu
Hjúkrunarfræðingurinn Þuríður Skarphéðinsdóttir kaupir næstum öll föt notuð, nema buxur. Sú fatasamsetning sem hún fílar sig mest í er þessi notaði sam-
festingur og skór sem hún fékk á 500 krónur í Verzlanahöllinni og eru frá 9. áratugnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Auðvelt að
finna fallegar
notaðar flíkur
Þuríður Skarphéðinsdóttir
forðast verslanir sem selja
ódýran og fjöldaframleidd-
an tískufatnað eins og heit-
an eldinn og kaupir næstum
öll sín föt notuð. Hringrásar-
verslanir eru í uppáhaldi hjá
henni og hún segir ótrúlega
auðvelt að finna falleg föt
þar, oft ónotuð. 2
T A R A M A R
Tuttugu alþ jóðleg verðlaun
Endurmótaðu húðina með lífvirkum
efnum úr náttúru Íslands