Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 74
 Upphaflega fór ég út í þessa fram- leiðslu því ég sá tæki- færi á markaði að nýta íslensk hráefni í vörur sem hefur ekki verið gert áður. Ólöf Rún Tryggvadóttir stofnaði vörulínuna Eylíf og kom fyrstu tveimur vörum sínum á markað árið 2020. Eylíf framleiðir fæðubótar- efni úr hágæða íslenskum hráefnum frá sjálfbærum auðlindum. Vörur hennar hafa fengið frábærar við- tökur. Ólöf Rún starfar ein hjá Eylíf, sem er staðsett í Sjávarklasanum á Granda. Hún segir frábært að vera staðsett þar vegna þess hversu góð samvinna sé meðal fólksins. „Það er góður andi í húsinu og góðar tengingar. Mörg frábær tækifæri hafa skapast og ég hef tekið þátt í ýmsum verkefnum og kynn- ingum, hér opnast mörg tækifæri. Sömuleiðis er gott tengslanet og ég er sannarlega á réttum stað. Þá segir hún frábært fyrir einyrkja á vinnumarkaðnum að geta keypt alla þjónustu frá sérfræðingum,“ segir hún. Áhuginn drífur mann áfram Upphaflega fór ég út í þessa framleiðslu því ég sá tækifæri á markaði að nýta íslensk hráefni í vörur sem hefur ekki verið gert áður. Það eru til sérstakar vörur úr þessum íslensku hráefnum, en þeim hefur ekki verið blandað saman fyrr,“ segir Ólöf, sem alltaf hefur haft mikinn áhuga á heilsu og betri líðan. Hún rak lengi fyrirtækið Icecare áður en hún fór að framleiða fæðubótarefni úr íslenskum auðlindum. „Áhuginn er það sem drífur mann áfram,“ segir hún. „Það hefur gengið vel að fá fyrirtæki til samstarfs. Hráefnis- framleiðendur um allt land skaffa hráefnið,“ bætir hún við. „Vissu- lega tók ferlið að þróa vörurnar tíma, en þá var mikilvægt að vera í samstarfi með sérfræðingunum hjá Matís. Ég kaupi sérfræði- þjónustu hjá Matís, sem tekur þátt í vöruþróun á heilsuvörunum, vali á hráefnum, stýrir innihalds- lýsingum og sér um að stilla upp næringarinnihaldi,“ segir hún. Ánægðir viðskiptavinir Í fyrstu var Ólöf með tvær fæðu- bótartegundir frá Eylíf. Þeim fjölgaði síðan í fimm og á þessu ári koma tvær til þrjár nýjar. „Vör- unum hefur verið sérlega vel tekið og þá sérstaklega Active Joints. Fólk er mjög ánægt með þá vöru og margir hringja í mig og segja mér hversu vel varan virkar. Active Joints er bólguhamlandi, en það eru einmitt bólgur sem hrjá oft fólk. Það er ekki til fæðubótarefni sem byggir upp brjósk, en Active Joints hefur hjálpað fólki varðandi liðavandamál. Það er gaman að segja frá því að viðskiptavinir Eylífar nota margir fleiri en eina vöru. Það eru bæði kynin sem láta vel af Active Joints frá Eylíf,“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fengið nokkurn styrk til fram- leiðslunnar. „Ég hef fjármagnað allt sjálf og spara mikið í yfirbyggingu með því að kaupa sérfræðiþjónustu eftir þörfum, úthýsa verkefnum s.s. dreifingu, en það gerir mér kleift að láta dæmið ganga upp,“ segir hún. Frábær íslensk hráefni „Ég kaupi hráefnin víða að um allt land, en læt síðan framleiða vör- urnar og þeim er blandað saman hjá framleiðanda á Grenivík sem er með GMP gæðastaðal, sem mér finnst afar mikilvægt. Ég hef átt einstaklega gott samstarf við þau á Grenivík. Sérfræðingar þar taka líka þátt í vöruþróun, sjá um að gera prufulotur og formúleringar þegar við erum að þróa vöru. Hráefnið kemur jafnt frá sjó og landi. Þangað sæki ég líka nafnið á fyrirtækinu, það táknar lífið á eyjunni til eilífðar. Ég auðvelda almenningi aðgengi að þessum frábæru hráefnum sem til eru hér heima. Ég kem með aðeins aðra nálgun að hráefnunum en margir aðrir. Ég blanda til dæmis saman efnum sem aðrir hafa ekki verið að blanda saman, eins og kalkþör- ungum, smáþörungum, íslenskum jurtum og kísli sem kemur frá heitavatnsaffallinu á Hellisheiði, og geri með því virkni þeirra jafn- vel enn þá öflugri,“ útskýrir Ólöf. „Auk náttúrulegra hráefna sem vaxa hér á landi styrki ég blönd- una með til dæmis C- og D-víta- míni. En hugsunin er að nota þessi hreinu, íslensku, frábæru hráefni frá sjálf bærum auðlindum til að bæta heilsu fólks. Að geta boðið upp á vöru sem fólki líður vel af er mjög gefandi starf. Öll hráefnin hafa staðfesta verkun. Þess vegna vel ég þau.“ Gott tengslanet í FKA Þegar Ólöf er spurð hvort hún sé virk í FKA, svarar hún: „Ég er frekar áhorfandi. Mér finnst gagnlegt að vera í félaginu og ég vil fylgjast með hvað er að gerast. FKA hefur nýst mér sem tengslanet. Það er hægt að setja inn fyrirspurn á síðuna hjá þeim og spyrja til dæmis hvort þær þekki einhverjar sem taka hin og þessi verkefni að sér. Ég hef nýtt mér það svolítið. Tengingar eru öflugt tól hjá þeim,“ segir hún. „Ég er búin að skrá vörumerkið í 30 löndum en ég stefni á að fara með vörurnar til annarra landa í framtíðinni. Það verður gert með því að fara á markað úti í gegnum dreifingaraðila. Mig langar að selja hugmyndafræðina um að Ísland sé gott og hreint land og að efnin sem þaðan koma séu góð og kröftug. Jurtirnar hér á landi hafa bara um 3-4 mánuði til að vaxa og blómstra, þær þurfa að lifa af harðan vetur og þegar þær blómstra þá eru þær mjög kröft- ugar. Það er svolítið sérstakt fyrir Ísland,“ segir hún. „Grunnstoðir heilsu; svefn, næring, hreyfing og hugarfar, er eitthvað sem skiptir mig miklu máli. Ég vil leggja áherslu á þetta og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Það er frábært að geta hjálpað fólki að finna lausn á sínum málum.“ Vörurnar frá Eylíf eru unnar úr hreinum íslenskum hráefnum og er framleiðslan á Íslandi. Margra ára staðfestar rannsóknir eru að baki öllum hráefnunum. „Við hjá Eylíf vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Við notum hreinar íslenskar náttúruafurðir, náttúruleg og hrein hráefni sem ekki eru erfða- breytt og eru vörurnar án allra aukaefna,“ segir Ólöf. n Eylíf vörurnar fast í öllum apó­ tekum, Fjarðarkaupum, Hagkaup, Heilsuhúsinu, Krónunni, Mela­ búðinni og Nettó. Ókeypis heim­ sending af eylif.is. Íslensk náttúra og auðlind til betri heilsu Ólöf Rún Tryggvadóttir er frumkvöðull þegar kemur að framleiðslu á ís­ lenskum fæðu­ bótarefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Bætiefnalína frá Eylíf Stronger LIVER Nýjasta varan frá Eylíf. Inniheldur fjögur grunnhrá­ efni frá móður náttúru. Innihaldsefnin eru kítósan sem bindur fituefni í meltingavegi, ætihvönn sem hefur verið notuð frá örófi alda við meltingartrufl­ unum, kísil og kalkþörunga úr hafinu, sem inni­ halda 74 stein­ og snefilefni frá náttúrunnar hendi og við styrkjum blönduna með C­vítamíni, kólíni og mjólkurþistli, sem eru þekkt fyrir að hafa góð áhrif á meltinguna og starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum, sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðli­ legum efnaskiptum að því er varðar hómósystem (hómósystem er áhættuþáttur æðasjúkdóma). Active JOINTS Inniheldur fjögur íslensk næringarefni og margra ára rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif þeirra á beinin, liðina, meltingu og húðina. Inniheldur kalkþörunga, smáþörunga (Astaxanthin), GeoSilica kísil, birkilauf, C­ og D3­vítamín. Stronger BONES Inniheldur tvö íslensk næringarefni og margra ára rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif þeirra á beinin, meltinguna og liðina. Inniheldur kalkþörunga, GeoSilica kísil, C­ og D3­vítamín, sink og mangan. Smoother SKIN & HAIR Inniheldur þrjú íslensk næringarefni með margra ára rannsóknir að baki og sýna nið­ urstöður fram á virkni fyrir húð, neglur og hár. Hefur einnig jákvæð áhrif á meltinguna og liðina. Inniheldur kollagen, smáþörunga (As­ taxanthin), GeoSilica kísil, vítamín A­, B2­, B6­, C­, D3­, bíótín, níasín, kopar, sink, joð, selen og magnesíum. Happier GUTS Inniheldur fjögur grunnefni frá móður náttúru. Kítósan, (ensím úr rækjuskel) sem binda fitu í meltingarvegi þannig að hún fari ekki út í blóð­ rásina. Kalkþörunga, hinn náttúrulega kalk­ og steinefnagjafa úr hafinu með um 74 stein– og snefilefnum sem vernda beinin og styrkja bandvef og er ætlað öllum sem ekki fá nægilegt kalk og steinefni úr fæðunni. Kísil frá GeoSilica, náttúrulegt steinefni sem gegnir lykilhlutverki í myndun og viðhaldi beina og bandvefs. Íslensk fjallagrös, sem hafa verið í matarmenningu Íslendinga frá örófi alda og er talið hafa góð og styrkjandi áhrif á meltinguna. Við styrkjum blönduna með meltingarensímum, sem stuðla að heilbrigðum meltingarvegi og hjálpa til við upptöku næringarefna úr fæðunni. 54 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.