Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 67
Það að fá
tækifæri til
að draga úr
starfshlut-
falli og
sækja
starfs-
endur-
hæfingu
samhliða
vinnu
getur
reynst
mjög
árangurs-
ríkt fyrir
marga.
Rann-
sóknir
sýna að
áhugahvöt
hefur-
mikið
forspár-
gildi hvað
varðar
endur-
komu til
vinnu eftir
starfs-
endur-
hæfingu.
VIRK Starfsendurhæfingar-
sjóður er sjálfseignarstofnun
stofnuð árið 2008 af helstu
samtökum stéttarfélaga og
atvinnurekenda á vinnu-
markaði sem hefur það
hlutverk að efla starfsgetu
einstaklinga með heilsu-
brest sem stefna að aukinni
þátttöku á vinnumarkaði.
Rétt á þjónustu VIRK eiga þeir
einstaklingar sem ekki geta sinnt
starfi sínu að hluta eða öllu leyti
eða tekið þátt á vinnumarkaði
vegna hindrana af völdum heilsu-
brests. Einstaklingar þurfa beiðni
eða vottorð frá lækni til að koma
í þjónustu og einnig að hafa það
að markmiði að vilja verða virkur
þátttakandi á vinnumarkaði eða
að auka þátttöku sína á vinnu-
markaði.
Undanfarin misseri hefur aukin
áhersla verið lögð á starfsendur-
hæfingu samhliða vinnu hjá VIRK.
Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri
ráðgjafar og atvinnutengingar hjá
VIRK, segir starfsendurhæfingu
samhliða vinnu hafi alltaf staðið
til boða hjá VIRK og margir hafi
nýtt sér þann möguleika. Vinnan
sjálf getur oft verið besta úrræðið
í starfsendurhæfingunni en rann-
sóknir hafa einmitt sýnt að úrræði
sem tengjast vinnustaðnum eru
oft árangursríkari. „Það að fá
tækifæri til að draga úr starfshlut-
falli og sækja starfsendurhæfingu
samhliða vinnu getur reynst mjög
árangursríkt fyrir marga. Þá stígur
fólk aldrei alveg frá vinnustaðnum
heldur er reynt að aðlaga starfið að
getu einstaklingsins, yfir ákveðinn
tíma.
Í byrjun starfsendurhæfingar
þarf oft að draga enn frekar úr
starfshlutfalli en eftir því sem
líður á tímann getur starfshlut-
fallið orðið stærra og þá fækkar oft
úrræðum sem einstaklingurinn
sækir. Markmiðið er að ná aftur
upp í fyrra starfshlutfall.
Þjónustuþegar VIRK sem nýta
sér starfsendurhæfingu samhliða
vinnu þurfa að hafa tíma til að
sækja viðeigandi úrræði auk þess
sem mikilvægt er að geta hvílt sig
og safnað kröftum. Þess vegna
geta þeir ekki verið í fullri vinnu
eða námi samhliða starfsendur-
hæfingunni. Að taka virkan þátt í
starfsendurhæfingu þarf sinn tíma
og það er erfitt ef viðkomandi er í
fullu starfi eða námi,“ segir Jónína.
Ferlið er sérstaklega sniðið að
þörfum einstaklingsins
Jónína segir starfsendurhæfingu
samhliða vinnu geti komið til
greina fyrir starfsmenn sem eiga
erfitt með að skila vinnu sinni á
fullnægjandi hátt vegna heilsu-
brests. „Oft er vinnustaðurinn
þegar búinn að koma til móts við
starfsmanninn með aðlögunum
á vinnustað, vinnutíma og/eða
verkefnum sem hefur ekki náð að
breyta starfsgetu starfsmannsins.
Þá væri kannski gott að skoða
starfsendurhæfingu samhliða
vinnu.
Mögulega þarf að draga enn
frekar úr starfshlutfalli í byrjun en
síðan er hægt að auka það á stig-
vaxandi máta eftir því sem starfs-
manninum fer að líða betur. Lengd
starfsendurhæfingar er hugsuð að
jafnaði í 6–8 mánuði en ferlið er
sniðið að þörfum einstaklingsins
og því getur það verið styttra eða
eitthvað lengra en lagt er upp með
í byrjun.“
Stefnt sé að sama mark-
miði hvort sem fólk er að sækja
starfsendurhæfingu með vinnu
eða hefur farið alveg af vinnu-
markaðinum – að ná heilsu aftur
til að verða virkur þátttakandi á
vinnumarkaði. „Þannig að starfs-
endurhæfingin og þau úrræði sem
standa einstaklingnum til boða
eru þau sömu. Það sem er frá-
brugðið í þeim tilfellum þar sem
vinnustaðurinn tekur þátt í ferlinu
að möguleiki er á aðlögun á vinnu-
stað, vinnutíma og/eða verkefnum
og vinnustaðurinn styður starfs-
manninn í gegnum allt ferlið.“
Skipulagið þarf að virka fyrir
starfsmann og vinnustað
Sérfræðingur frá VIRK, starfs-
maðurinn og yfirmaður hans á
vinnustaðnum komi að því að
skipuleggja ferlið hvað varðar
stigvaxandi endurkomu í fyrra
starfshlutfall. „Skipulagið þarf að
virka fyrir bæði starfsmanninn
og vinnustaðinn og saman verður
til stigvaxandi virkniáætlun sem
allir viðkomandi telja að muni geta
gengið upp. Sérfræðingur frá VIRK
fylgir síðan þjónustuþeganum eftir
á vinnustaðnum.
Endurmat á virkniáætlun á
vinnustað á sér stað reglulega í
gegnum starfsendurhæfingar-
ferlið. Auðvitað koma stundum
upp aðstæður sem kalla á endur-
mat á áætlun og þá er bókaður tími
til að fara yfir hlutina. Niðurstaða
þessara funda getur verið að halda
áætlun eins og sett var upp í byrjun
eða gefa í eða draga úr allt eftir því
hvernig gengur hjá starfsmann-
inum í starfsendurhæfingunni.“
Áhugahvöt og virk þátttaka ein-
staklingsins skiptir miklu máli
Eins og í allri starfsendurhæfingu
þá skiptir áhugahvöt einstaklings-
ins miklu máli og segir oft mest
til um hvernig muni ganga þ.e.
hvort einstaklingnum takist að
snúa aftur í sitt fyrra starfshlutfall.
„Rannsóknir sýna að áhugahvöt
hefur mikið forspárgildi hvað
varðar endurkomu til vinnu eftir
starfsendurhæfingu. Því er virk
þátttaka þjónustuþega í öllum
úrræðum mjög mikilvæg, hvort
sem það er hjá hinum ýmsu fagað-
ilum (t.d. sálfræðingum, sjúkra-
þjálfurum, hópúrræðum) eða hjá
ráðgjafa VIRK.
Þátttaka starfsmanns á vinnu-
staðnum eftir því sem hann getur
er líka mjög mikilvæg til þess að
starfsendurhæfingin skili til-
hlýðilegum árangri. Þar sem
vinnustaðurinn er með í ferlinu,
þá skiptir það öllu máli að stjórn-
endur hafi samþykkt að vera með
og séu tilbúnir að koma til móts
við starfsmanninn með vinnuað-
lögun að getu hans sem stundum
þýðir að það þarf að fara tvö skref
aftur til þess að taka þrjú skref
áfram. Rannsóknir hafa sýnt fram
á mikilvægi þess að gefa kost á
vinnuaðlögun til að auðvelda
starfsmönnum að snúa aftur til
vinnu og skila vinnu sinni á full-
nægjandi hátt.“
Skilyrði starfsendurhæfingar
Allir sem telja sig þurfa starfs-
endurhæfingu hjá VIRK þurfa að
skila vottorði frá lækni þar sem
fram kemur staðfesting á heilsu-
bresti sem hindri fulla þátttöku á
vinnumarkaði. „Eins og fyrr segir
þá geta þjónustuþegar ekki verið
í fullri vinnu eða námi samhliða
starfsendurhæfingu og erum við
meira að horfa til starfshlutfalls
í kringum 60–70%, eða lægra, ef
einstaklingar stefna á starfsendur-
hæfingu samhliða vinnu. Í sumum
tilfellum þarf að byrja í enn lægra
starfshlutfalli sem síðan er aukið í
ferlinu upp í fullt starfshlutfall eða
fyrra starfshlutfall ef einstaklingur
var í hlutastarfi.
Allar upplýsingar um starfs-
endurhæfingu hjá VIRK má finna á
vefsíðu VIRK (virk.is). Ef einstakl-
ingar vilja og hafa fengið samþykki
á sínum vinnustað til að taka þátt
í starfsendurhæfingu samhliða
vinnu þá er mikilvægt að þeir láti
starfsendurhæfingarráðgjafa sinn
vita en einnig getur þetta komið
fram í beiðninni um starfsendur-
hæfingu frá lækni viðkomandi.
Þá geta stjórnendur eða ein-
staklingar sem vilja leita frekari
upplýsinga um hvernig koma megi
þessu ferli af stað haft samband
við sérfræðing í atvinnuteymi
VIRK með því að senda tölvupóst á
atvinnutenging@virk.is eða hringt
í okkur“, segir Jónína að lokum. n
Starfsendurhæfing
samhliða vinnu
Jónína Waag-
fjörð, sviðsstjóri
ráðgjafar og at-
vinnutengingar
hjá VIRK segir
marga nýta sér
starfsendur-
hæfingu sam-
hliða vinnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
kynningarblað 47FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU