Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 45
 Það eru ekki einungis fjölbreytt viðfangs- efni held- ur er ég stöðugt í sambandi við nýtt fólk. Maður þarf því að vera góður í mann- legum samskipt- um. Ég er alin upp á mjög menn- ingarlegu heimili og það hefur nýst mér vel í vinnunni. Salóme Þorkelsdóttir, upp- töku- og útsendingastjóri hjá RÚV, hefur starfað hjá stofnuninni frá því hún var tvítug, með einu hléi þegar hún fluttist til London í tvö ár. Hún segist ekki geta hugsað sér skemmtilegri vinnu. „Það er kannski mýta að segja að hjarta RÚV slái fast, en starfsfólkið er bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Salóme. „Flestir starfsmanna verða góðir vinir til frambúðar enda vinnum við náið saman. Það getur auðvitað ýmislegt komið upp á eins og hjá mörgum fjölskyldum, en í langflestum tilvikum er þetta mjög farsælt og gott samstarf. Mitt starf felst í vinnu við dagskrár- gerð og er mjög fjölbreytt. Enginn dagur eins, kannski er ég að vinna við tónlist í dag og spurningaþátt á morgun, jafnvel taka upp kosn- ingasjónvarp eða viðtalsþátt. Þetta er ótrúlega skapandi vinna og forréttindi að vera í þessu starfi,“ segir hún. „Það eru ekki einungis fjölbreytt viðfangsefni heldur er ég stöðugt í sambandi við nýtt fólk. Maður þarf því að vera góður í mannlegum samskiptum.“ Salóme segir að oft komi hún inn í þær aðstæður að þurfa að hugsa hratt, taka ákvarðanir og meta aðstæður. „Við erum tvær sem erum fastráðnar í þessu starfi hjá dagskrárdeild, ég og Ragn- heiður Thorsteinsson sem er mikill kvenskörungur. Síðan eru nokkrar konur aðstoðarpródúsentar en þær eru ómissandi partur af keðjunni. Ég myndi alveg vilja sjá fleiri konur í þessum geira. Þetta er karllægt starf og stundum er ég eina konan á staðnum,“ segir Salóme. „Það er samt yndislegt að vinna með þessum dúllurössum,“ bætir hún við og hlær. „Margir þeirra eru mjög góðir vinir mínir. Meistari minn og mentor er Egill Eðvarðsson sem er algjör RÚV-kempa og reynslu- bolti. Það er frábært að vinna með honum og öðrum körlum, þótt maður sakni þess stundum að sjá ekki fleiri konur.“ Situr í jafnréttisnefnd Þegar Salóme er spurð hvort RÚV sé aðlaðandi vinnustaður fyrir konur, svarar hún því játandi. „Konur eru upp til hópa mjög samviskusamar þótt við flækjum stundum hlutina aðeins of mikið fyrir okkur. Það dettur alveg í mig einstaka sinnum við erfiðar aðstæður, til dæmis á fundi, að hugsa hvernig karl myndi tækla þetta. Þeir eru oft djarfari í ákvarð- anatöku. Við konurnar erum samt algjörir töffarar inn við beinið og getum allt. Þurfum bara stundum að hafa meiri trú á okkur. Það er jafnréttis- og jafnlaunastefna á RÚV. Við þurfum auðvitað alltaf að vera vakandi og nýlega var stofnuð jafnréttisnefnd sem ég á sæti í. Við þurfum að vera sýnileg á öllum sviðum stofnunarinnar. Þar sem RÚV er opinbert fyrirtæki þurfum við líka að vera fyrirmyndir fyrir aðra. Nefndin tekur sig alvarlega, heldur reglulega fundi um jafnrétti inn á við í fyrirtækinu og út á við.“ Tíðarandinn hefur breyst mikið á undanförnum árum. Eitt sinn var talað um að vinna væri dyggð, núna kemur fjölskyldan fyrst og miklu meiri sveigjanleiki og umburðarlyndi gagnvart því. Hér áður fyrr spurði fólk á förnum vegi hvort það væri ekki brjálað að gera í vinnunni? Nú spyr fólk hvernig manni líður. Hér hefur orðið við- horfsbreyting. Henti sér í djúpu laugina Til að starfa sem pródúsent á sjón- varpsstöð er ekki endilega krafist sérstakrar menntunar, enda segir Salóme að fólk læri mest á því að starfa við fagið. „Það er hægt að taka kúrsa hjá Kvikmyndaskóla Íslands eða í erlendum kvik- myndaskólum. Hins vegar er bara ágætt að henda sér í djúpu laugina og láta vaða. Þannig lærir maður mest. Í starfinu tekst maður á við alls kyns vandamál sem ekki eru kennd í skóla. Vinnan skapar meistarann. Tæknin breytist hratt, sem einnig er áskorun fyrir okkur. Ég kem að allri framleiðslu á sjónvarpsþætti og vinn náið með umsjónarmanni hans og dagskrárstjóra auk tæknifólks. Mitt hlutverk er að stýra allri framleiðslunni til enda. Ég er eins og vélstjóri sem þarf að hafa vel smurða vél svo hún gangi sem best. Maður er mjög mikið að skipuleggja og sem betur fer elska ég excel-skjöl þannig að þetta á mjög vel við mig. Ég er í eðli mínu bæði skipulögð og stundvís,“ segir hún. Ólst upp í tónleikahúsum Salóme á þekkta foreldra, móðir hennar er söngkonan Diddú og faðirinn, Þorkell Jóelsson, var hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í áraraðir. Amma hennar og nafna er Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi alþingismaður. Salóme á tvíburasystur, Valdísi, sem starfar sem viðburða- og skipu- lagsstjóri hjá Sinfó, og yngri systur, Melkorku, sem er að klára hljóð- blöndunar- og upptökustjóranám, auk þess að vera myndlistarmaður. Unnusti Salóme er Smári Hallmar Ragnarsson tæknifræðingur. Þau keyptu hús í Mosó og eru að gera það upp áður en brúðkaup verður haldið sumarið 2023. „Það var yndislegt að alast upp í Mosfellsdal enda er ég algjör sveitatútta. Smári kemur úr Skagafirðinum og á þetta sameiginlegt með mér.“ Salóme segist hafa alist upp við mikla tónlistarupplifun. „Ég er alin upp á mjög menningarlegu heimili og það hefur nýst mér vel í vinnunni. Ég ólst upp í Háskóla- bíói, Íslensku óperunni, kirkjum og tónleikasölum víðs vegar um landið. Foreldrar mínir vildu að við yrðum hluti af þeirra lífi en ekki öfugt. Við vorum því mikið með þeim í vinnunni og sem betur fer voru þau í skemmti- legum störfum. Heimilið var opið öllum og alltaf matarboð, þannig að þetta var allt mjög lif- andi í Mosfellsdalnum. Foreldrar mínir stunduðu nám á Ítalíu og við systurnar fórum alltaf með á sumrin þegar þau fóru í endur- menntun.“ Söngvakeppnin næsta verkefni Salóme segist vera spennt fyrir komandi verkefnum sem eru meðal annars Söngvakeppni Sjónvarpsins. Salóme fór með til Rotterdam á síðasta ári þegar Eurovision fór fram þar og var svo óheppin að smitast af Covid í ferðinni. „Við skiljum ekki hvernig veiran komst í hópinn því við vorum mjög út af fyrir okkur,“ segir hún. „Ég hef farið með í Eurovision til að fylgja atriðinu eftir. Núna er einmitt allt að fara í gang með Söngvakeppnina þegar sóttvarnir leyfa. Hún stækkar ár frá ári og verður afar glæsileg í ár. Reiknað er með að úrslitakeppnin fari fram 12. mars en tíu lög munu keppa til úrslita.“ n Forréttindi að vera í draumastarfinu Salóme Þorkelsdóttir hefur starfað hjá RÚV frá tvítugu og finnst starfið bæði spennandi og skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kynningarblað 25FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.