Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 72
Við viljum nýta
þekkingu okkar og
reynslu til þess að hjálpa
öðrum á þessu sviði og
ýta undir notkun jarð-
hita í heiminum á ábyrg-
an hátt.
Orka náttúrunnar, sem
hefur verið leiðandi í orku-
skiptunum í samgöngum
á Íslandi, boðar nýjar og
byltingarkenndar lausnir.
Markaðsstjóri félagsins segir
þær þróaðar með hagsmuni
og þægindi viðskiptavina að
leiðarljósi.
„Eitt af markmiðum Orku náttúr
unnar er að vera leiðandi í orku
skiptunum í samgöngum sem er
eins og við vitum afar stór þáttur
í baráttunni fyrir bættum heimi.
Við höfum verið að byggja upp og
þróa lausnir svo fólk eigi auðveldara
með að taka þetta skref,“ segir Silja
Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri
Orku náttúrunnar.
Þar á Silja við skrefið að skipta
úr brunabíl yfir í hreinorkubíl og
þá aðallega í rafmagn en lang
flestir hreinorkubílar hér á landi
eru knúnir áfram af rafmagni. Silja
nefnir uppbyggingu ON á hleðsl
uneti fyrirtækisins sem er það
stærsta og þéttasta á landinu. „Við
hófum þá uppbyggingu árið 2014
þegar það voru færri en 100 rafbílar
á landinu. Það hefur farið mikill
tími og fjármunir í þessa uppbygg
ingu en nú er líka hægt að keyra
hringinn í kringum landið og njóta
þess sem það hefur upp á að bjóða
án þess að vera þjakaður af drægni
kvíða,“ segir Silja og brosir.
Silja nefnir einnig uppbyggingu
Hverfahleðslna ON í Reykjavík og
Garðabæ sem eru lausnir hugs
aðar fyrir fólk sem á erfitt með
að koma upp hleðslustöð heima
hjá sér. Þar er þá hægt að hlaða
bílinn yfir lengri tíma í sínu hverfi
yfir nótt – eða bara á meðan
fólk skellir sér í sund eða fær sér
göngutúr.
Þægindin heim með
Heimahleðslu ON
„Núna erum við síðan að leggja
Auðveldum fólki að taka skref í átt að betri heimi
„Við erum
auðvitað afar
stolt af þessari
vegferð okkar í
að vera í farar-
broddi þegar
kemur að orku-
skiptunum í
samgöngum,“
segir Silja Mist
Sigurkarlsdóttir,
markaðsstjóri
Orku náttúr-
unnar.
MYND/AÐSEND
áherslu á að færa þægindin heim
til fólks með því sem við köllum
Heimahleðslu ON. Þar erum
við að hugsa um hagsmuni og
þægindi viðskiptavinarins fyrst
og fremst en eins og allir vita sem
eiga raf bíl þá er alltaf þægilegast
að hlaða heima. Þetta virkar í
grófum dráttum þannig að þú
greiðir bara fast mánaðargjald og
leigir stöðina af okkur. Við setjum
stöðina upp og veitum góða
þjónustu og eftirfylgni í kjölfarið.
Þannig er fólk að sleppa við að
fara út í kostnaðarsamar lausnir
við að koma sér upp hleðslustöð
heima.“
Silja nefnir einnig að þetta geti
nýst húsfélögum afar vel þar sem
fleiri en einn aðili geti nýtt sér
hverja stöð.
„Við erum auðvitað afar stolt
af þessari vegferð okkar í að vera
í fararbroddi þegar kemur að
orkuskiptunum í samgöngum.
Viðskiptavinir okkar eru það
líka enda hafa þeir verið í hópi
ánægðustu viðskiptavina raforku
sala undanfarin ár. Það er mikil
samkeppni á þessum markaði
sem er frábært fyrir neytendur
og þetta er eitt af því sem keyrir
okkur áfram. Í vor munum við
síðan kynna fyrir fólki nýjar
lausnir þegar við tökum í notkun
nýtt ONapp.“ n
Kolbrún Ragna Ragnars-
dóttir, nýsköpunarstjóri ON,
brennur fyrir nýsköpun og
tækni. Hún segir framþróun í
grænum orkugjöfum vera lið
í því að gera jörðina að betri
stað – „fyrir komandi kyn-
slóðir“ eins og hún orðar það.
Kolbrún vill að Íslendingar séu
í fararbroddi og aðstoði aðrar
þjóðir við að „nýta auðlindir sínar
betur og draga úr kostnaði við
rekstur“.
„Orka náttúrunnar er með
skýrt markmið þegar kemur að
nýsköpun í orkumálum og nýt
ingu auðlinda. Við ætlum okkur
að hámarka nýtingu auðlindar
okkar og vera framúrskarandi á
heimsvísu, ekki síst þegar horft er
til viðskiptaþróunar. Við viljum
nýta þekkingu okkar og reynslu
til þess að hjálpa öðrum á þessu
sviði og ýta undir notkun jarðhita
í heiminum á ábyrgan hátt,“ segir
Kolbrún.
Í því samhengi nefnir hún verk
efnið Silfurberg sem er samstarfs
verkefni ON og Carbfix en það
verkefni hlaut 600 milljóna króna
styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópu
sambandsins á síðasta ári. Þar
verður byggð ný lofthreinsistöð
sem mun fanga allt að 34 þúsund
tonnum af CO2 árlega frá virkjun
ON á Hellisheiði sem annars færi
út í andrúmsloftið.
„Við erum nú að hanna og þróa
en stefnt er á gangsetningu árið
2025. Markmiðið er síðan að árið
2030 muni ON fanga 95% af kol
efnisútblæstri Hellisheiðarvirkj
unar og dæla niður með Carb
fixtækninni. Þetta er auðvitað
einstakt á heimsvísu.“
Auðlindastraumar fullnýttir
í Jarðhitagarðinum
ON rekur einnig Jarðhitagarðinn á
Hellisheiði sem er vettvangur fyrir
fjölbreytt fyrirtæki til að byggja
upp sína starfsemi í nágrenni við
virkjunina. „Þannig reynum við að
fullnýta alla auðlindastraumana
sem renna frá virkjuninni. Nú
þegar eru þarna fyrirtæki eins og
Vaxa og Climeworks sem eru að
nýta sér strauma frá virkjuninni.
Eftirspurn eftir að komast þarna
að er að aukast töluvert sem mun
leiða til þess að Jarðhitagarðurinn
mun stækka jafnt og þétt á næstu
árum,“ segir Kolbrún.
ON er ekki bara í verkefnum hér
heima heldur er fyrirtækið virkur
þátttakandi í ýmsum jarðvarma
tengdum rannsóknum á alþjóða
vísu.
„Markmiðið með þátttöku í
þessum fjölbreyttu verkefnum er
að hámarka nýtingu auðlindanna
og draga úr kostnaði. Á Íslandi
erum við heppin þar sem það er
hagstæðara að nálgast jarðvarma
hér en á flestum öðrum stöðum í
heiminum. Með rannsóknum og
frekari tækniþróun gerum við það
fýsilegra fyrir önnur lönd að njóta
sömu gæða og Íslendingar þegar
kemur að umhverfisvænni orku,
ásamt því að auka virði okkar.“
Í þessu samhengi nefnir Kolbrún
H2020 verkefnið GeoSmart sem
gengur út á að hanna aðferðir til að
auka arðsemi jarðvarmanýtingar
og gera hana sveigjanlegri með til
dæmis orkugeymslum. n
Einstakt verkefni ON og Carbfix á heimsvísu
„Með rannsóknum og frekari tækniþróun gerum við það fýsilegra fyrir önnur lönd að njóta sömu gæða og Íslending-
ar þegar kemur að umhverfisvænni orku, ásamt því að auka virði okkar,“ segir Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, nýsköp-
unarstjóri ON, sem brennur fyrir nýsköpun og tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
52 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU