Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 76
Í skugga heimsfaraldurs
hefur þörf fólks til að hitt-
ast í raunheimum leitt af
sér vitundarvakningu um
mikilvægi heilbrigðs vinnu-
umhverfis og samkomu-
staða.
Dagar eru leiðandi fyrirtæki á sviði
fasteignaumsjónar og bjóða upp
á fjölbreytta þjónustu á því sviði.
Hjá Dögum starfa um 750 manns
á starfsstöðvum víðs vegar um
landið. Sigrún Þormóðsdóttir er
sviðsstjóri ræstingasviðs Daga og
situr í framkvæmdaráði fyrirtæk-
isins. Hún kom nýverið til starfa
hjá fyrirtækinu og ber ábyrgð á
stærsta tekjusviði fyrirtækisins og
segir heimsfaraldurinn hafa opnað
á ýmis tækifæri fyrir framsækin
fyrirtæki.
„Heimsfaraldurinn hefur reynst
krefjandi fyrir fyrirtæki í landinu
og við höfum orðið vör við að
þjónustuframboð okkar hefur
fengið byr undir báða vængi á því
tímabili. Það hefur orðið ákveðin
vitundarvakning um mikilvægi
þess að skapa og viðhalda heil-
brigðu og aðlaðandi vinnuum-
hverfi,“ segir Sigrún.
Þarfir fyrirtækja og stofnana
hafa tekið miklum breytingum á
síðastliðnum árum, meðal annars
með aukinni fjarvinnu og net-
verslun. Samhliða erum við sem
starfsfólk og neytendur líka að
meta upp á nýtt mikilvægi þess að
eiga öruggan og aðlaðandi vett-
vang til að hitta annað fólk, upplifa
og eiga í samskiptum augliti til
auglitis. Í framtíðinni skiptir æ
meira máli að vinnustaðurinn sé
aðlaðandi og gefandi og að öryggi
starfsmanna og viðskiptavina sé
tryggt. Dagar mæta þessari þróun
með því að bjóða upp á hentugar
lausnir fyrir fyrirtæki sem hækkar
þjónustustig þeirra til starfsfólks
og viðskiptavina.
Rétt samsett teymi og fræðslu-
mál lykillinn að árangri
Sigríður Héðinsdóttir, starfs-
mannastjóri fyrirtækisins, bætir
hér við: „Við trúum því að lykillinn
að árangri liggi í fjölbreytileika
starfsfólks okkar og reynslu í að
mæta þörfum viðskiptavina með
rétt samsettu teymi. Þar hefur
áhersla okkar á fræðslumál spilað
stórt hlutverk. Við erum þar að
auki meðvituð um mikilvægi þess
að ólíkur bakgrunnur, viðhorf og
fjölþætt reynsla endurspeglist í
stjórnun fyrirtækisins.“
Áherslur Daga síðastliðin ár hafa
þróast með breyttu starfsumhverfi
og endurspeglast þær í samsetn-
ingu starfsmannahópsins. Fyrir-
tækið hefur mótað sér skýra stefnu
í fræðslumálum og er á spennandi
vegferð í stafrænum fræðslumál-
um. „Með markvissum skrefum í
stafrænum fræðslumálum erum
við að byggja ofan á reynslu okkar
af staðbundinni þjálfun og sjáum
fyrir okkur að gera fræðsluna
persónulegri og haga að þörfum
starfsmanna í enn frekari mæli,“
segir Sigríður.
Afstaða með umhverfinu
Agata T. Siek er gæðastjóri Daga
og situr í framkvæmdaráði fyrir-
tækisins. Hún hefur það hlutverk
að tryggja að gæðaferlum fyrirtæk-
isins sé fylgt eftir og að starfsmenn
fyrirtækisins fái rétta þjálfun frá
fyrsta degi. „Við lítum svo á að það
sé á ábyrgð fyrirtækja að tryggja
viðeigandi fræðslu starfsmanna
og þar af leiðandi öryggi þeirra og
framþróun.
Við trúum því líka að til þess
að tryggja árangursríkar aðgerðir
þegar kemur að umhverfismálum
og samfélagslegri ábyrgð þá sé
mikilvægast að vera einlæg og láta
verkin tala.“
Dagar hafa síðan 2013 verið með-
limir að Festu, miðstöð um sam-
félagsábyrgð og sjálfbærni, og hefur
ræstingarþjónusta fyrirtækisins
verið vottuð með umhverfisvottun
Svansins síðan 2009. Síðastliðin
ár hefur mikil áhersla verið lögð
á umhverfisvæna efnisnotkun og
fræðslumál í þessum málaflokki en
fyrirtækið hefur sett sér markmið
um að ganga enn lengra í umhverf-
ismálum. „Kolefnisspor ökutækja
er stórt hlutfall af vistspori okkar
þar sem að starfsfólk okkar þarf
að komast á milli staða um land
allt. Við höfum séð að ef ekkert
er að gert þá muni kolefnissporið
vaxa umtalsvert á næstu árum og
teljum við það ekki ásættanlegan
valkost. Þess vegna höfum við sett
okkur það markmið að héðan í frá
munum við einungis fjárfesta í raf-
drifnum bílum þegar endurnýja á
ökutæki fyrirtækisins.“ n
Öflugur mannauður lykillinn að góðri þjónustu
Nokkrir af lykilstjórnendum Daga. Frá vinstri eru Sigrún Þormóðsdóttir, sviðsstjóri ræstingasviðs Daga, Sigríður
Héðinsdóttir, starfsmannastjóri Daga og Agata T. Siek, gæðastjóri Daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hrönn Óskarsdóttir er
framkvæmdastjóri og
eigandi auglýsingastofunnar
VORAR og Dagný Skarp-
héðinsdóttir er yfirhönn-
uður stofunnar. Sérstaða
VORAR er meðal annars sú
að helmingur starfsfólksins
eru konur og þær tvær eru
helstu stjórnendurnir. Þær
leggja mikla áherslu á per-
sónulega þjónustu.
„VORAR er alhliða auglýsingastofa
sem býður upp á alla þá þjónustu
sem fyrirtæki þurfa til þess að
kynna vöruna sína. Við aðstoðum
við stefnumótun og þarfagrein-
ingu og fylgjum svo vörunni alla
leið, allt frá hugmynd að fullunn-
inni vöru,“ segir Hrönn.
„Í teyminu okkar er að finna
auglýsingaljósmyndara með
mikla reynslu og við útvegum
fyrsta f lokks vörumyndir til notk-
unar á heimasíðu og í bæklinga og
f leira, ásamt fallega uppsettum
myndum af vörum í viðeigandi
umhverfi. Við erum með framúr-
skarandi hönnuði og teiknara
innanborðs með mikla reynslu í
umbúðahönnun, en það má segja
að hún sé algjört sérsvið okkar,“
segir Hrönn og Dagný skýtur
inn: „Allar umbúðir Nóa Síríus
síðustu árin hafa til dæmis verið
hannaðar hjá VORAR, en það er
ekkert lítið verk, því að skemmti-
legar nýjungar streyma frá fyrir-
tækinu.“
„Við veitum einnig ráðleggingar
og höfum umsjón með prenti
á umbúðum og bjóðum einnig
upp á umsjón með samfélags-
miðlum, birtingum á vef, prenti
og umhverfismiðlum. Sérstaða
VORAR er meðal annars persónu-
leg þjónusta og við leggjum mikið
upp úr því að kynnast viðskipta-
vinum okkar og þeirra vöru-
merkjum vel og veita persónulega
þjónustu, sérsniðna að hverjum
og einum,“ heldur Hrönn áfram
og bætir við að það sé ekki mark-
mið þeirra að vera stór stofa með
Gera hugmynd að veruleika
Hrönn Óskarsdóttir og Dagný Skarphéðinsdóttir eru helstu stjórnendur auglýsingastofunnar VORAR sem veitir per-
sónulega þjónustu, sérsniðna að viðskiptavinum. MYND/AÐSEND
marga viðskiptavini, heldur að
vera með færri góða viðskiptavini
og veita þeim frábæra þjónustu.
Nýtt nafn eftir mikla þróun
„Ef við förum aðeins yfir sögu
fyrirtækisins þá var VORAR
stofnuð árið 2011 undir nafninu
Árnasynir. Stofan hefur þróast
mikið í gegnum árin og árið 2019
urðu ákveðin vatnaskil þegar
ég tók við rekstri fyrirtækisins,“
útskýrir Hrönn. „Dagný er yfir-
hönnuður og við tvær erum helstu
stjórnendur fyrirtækisins, ásamt
því að helmingur starfsfólksins
eru konur. Okkur þótti þess vegna
viðeigandi að fara í endurmörkun
á stofunni á þessum tímapunkti
og láta ásýndina út á við ríma við
innri þætti stofunnar.
Úr varð að stofan fékk nafnið
VORAR, sem meðal annars vísar
í kraftinn sem fylgir vorinu þegar
það er loks farið að birta, gróðurinn
byrjar að springa út og ákveðinn
kraftur er í loftinu,“ segir Hrönn og
Dagný bætir við: „Það er líka önnur
skírskotun í nafninu en það getur
náttúrulega líka þýtt „okkar“ sem
mér finnst svolítið fallegt, við erum
að gera þetta saman.“
Fylgja hugmyndum alla leið
„Stundum gengur fólk um með
hugmynd að vöru í maganum
en veit svo ekki hvernig það á að
koma henni á markað. Við getum
stigið þar inn í og boðið upp á
heildrænar lausnir. Við getum
gefið ráðleggingar varðandi hvern-
ig umbúðir henta vörunni best,
hvernig best sé að markaðssetja
vöruna og hvar sé best að fram-
leiða hana, ásamt því að hanna
vörumerki og útlit vörunnar og
framleiða markaðsefni,“ segir
Dagný. „Við aðstoðum þannig fólk
við að breyta hugmynd í veruleika
og fylgjum henni eftir alla leið.“
„Allir sem við getum mögulega
aðstoðað eru velkomnir til okkar.
Stórir sem smáir,“ bætir Hrönn við.
„Við erum lausnamiðuð, höfum
gaman af alls konar verkefnum og
tökum öllum áskorunum fegins
hendi.“
FKA veitir styrkjandi bakland
Hrönn og Dagný eru sammála um
að það sé gríðarlega mikilvægt að
til séu samtök eins og FKA, þar sem
konur í atvinnurekstri styðja hver
aðra og eru alltaf tilbúnar til þess
að deila reynslu sinni og veita ráð.
„Við finnum mikinn styrk í því
að hafa slíkt bakland að leita í,
sérstaklega þegar á móti blæs. Það
sem einkennir konur innan FKA er
að þær vilja lyfta hver annarri upp
og versla við hverja aðra og það er
dýrmætt,“ segir Hrönn og Dagný
tekur undir. n
Við aðstoðum við
stefnumótun og
þarfagreiningu og fylgj-
um svo vörunni alla leið,
allt frá hugmynd að
fullunninni vöru.
Hrönn Óskarsdóttir
56 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU