Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 53
Undanfarin ár hefur Ölgerð Egils Skallagrímssonar notið mikillar velgengni og hefur vart annað eftirspurn eftir vinsælustu vörum fyrir- tækisins. „Við erum að gangsetja glænýja verksmiðju, sem hefur risið frá grunni á einungis tíu mánuðum. Þetta er hátæknihús, sem mun koma okkur inn í framtíðina. Á sama tíma höfum við slegið öll fyrri framleiðslumet í eldri fram- leiðslusölunum, þrátt fyrir allt raskið sem fylgir nýframkvæmd- unum. Ég er mjög stolt af mínu fólki,“ segir Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar. Hún talar nánast á hlaupum, enda starfa um hundrað manns á sviðinu og í mörg horn að líta. „Við erum ótrúlega heppin með fólk, sem hefur svo sannarlega lagst á árarnar til að mæta gríðar- legri eftirspurn eftir okkar vörum. Það þarf mikla færni til að keyra eldri framleiðslulínurnar eins og þau hafa gert, og afköstin eru langt umfram uppgefna getu tækjanna. Lengra verður þó ekki komist og við hlökkum mikið til að setja nýju verksmiðjuna á fulla ferð,“ segir Margrét. Nýja framleiðslu- línan hefur fengið nafnið Brák, eftir ambáttinni Þorgerði Brák sem bjó að Borg á Mýrum og var fóstra Egils Skallagrímssonar – þeim sem Ölgerðin er nefnd eftir. Lifir fyrir starfið Margrét er með meistaragráðu í vélaverkfræði, MBA og býr að fjölbreyttri reynslu. Hún kenndi við Háskólann í Álaborg áður en hún flutti heim til Íslands. Hún stýrði rekstri kersmiðju álversins í Straumsvík um árabil og vind- orkumálum Landsvirkjunar áður en hún tók við núverandi starfi sínu árið 2016. „Ég hef ávallt tekið starf mitt mjög alvarlega og nánast lifað fyrir það. Ég hef fengið tækifæri til að breyta miklu og hef mætt áskor- unum með mikilli ástríðu – hvort sem ég gerði tæknilegar breytingar í kersmiðju álversins, málaði veggina bleika og setti upp kvennaklósett, eða reisti vindmyllur Landsvirkj- unar í 15 stiga frosti á hálendinu með öflugum flokki uppsetningar- manna. Ég var hálfgerður vind- orku-trúboði á þeim tíma, barðist mjög fyrir málaflokknum og hélt hundruð fyrirlestra um allt land um vindorkumál. Hjá Ölgerðinni hefur teymið mitt innleitt miklar breytingar í framleiðslunni, þar sem ferlar og gæðamál hafa verið endurbætt og nýjar vörur settar í framleiðslu. Við höfum ráðist í miklar endurbætur á húsakosti, bætt eldra húsnæði og byggt nýtt. Þá höfum við þurft að mæta eftirspurnarsprengingu í öllum vöruflokkum; gosdrykkjum, bjór og vatni sem við seljum í skipsförmum til Bandaríkjanna. Við höfum því haft í nógu að snúast,“ segir Margrét. Kröfuhörð en vinaleg Aðspurð um sinn stjórnunarstíl segist Margrét leggja ríka áherslu á að þekkja samstarfsfólkið, skilja þarfir þess, verklag og eðli starfanna. Slíkt sé nauðsynlegt, bæði til að tryggja góðan rekstur og koma auga á tækifærin. „Ég er kröfuharður en vinalegur framkvæmdastjóri með einlægan áhuga á fólkinu mínu, líðan þess og starfsþróun. Mér er umhugað um að búa til sterka liðsheild, hvort sem fólk starfar beint í framleiðslu- deildunum, í viðhaldsmálum, við áætlanagerð, vöruþróun eða í stoðdeildum. Við erum fjölbreyttur hópur, með ólíkan bakgrunn og vinnu- tilhögun og því er stundum erfitt að stilla saman strengina. Frábær árangur Ölgerðarinnar á hörðum samkeppnismarkaði er samt vís- bending um að okkur hafi tekist það. Ölgerðin hefur náð afgerandi forskoti á keppinauta sína, bæði með rótgrónar vörur og nýjar á borð við Collab sem er rifið úr hillum verslana,“ segir Margrét. Hún hlakkar mikið til þess að koma nýju verksmiðjunni í fullan rekstur, enda muni afkastagetan aukast til muna og álag á starfs- fólkið minnka. Spennandi sé að taka í notkun glænýja og tæknilega fullkomna verksmiðju, sem reis á ógnarhraða á lóð sunnan við eldra framleiðsluhús Ölgerðarinnar. „Þetta er ríflega fjögurra milljarða króna fjárfestingarverk- efni, sem hefur staðið yfir í nokkur ár. Undirbúningur var mjög ítar- legur, en með góðu skipulagi og samstarfi við birgja og verktaka hefur sjálf framkvæmdin gengið vel. Sjálfri finnst mér hálf ótrúlegt að við skulum hafa byggt nýtt hús frá grunni og sett upp tækni- legustu framleiðslulínu landsins á aðeins 10 mánuðum, við krefjandi aðstæður á tiltölulega þröngu svæði. Nýja verksmiðjan tekur mið af þeirri gömlu, sem er eitt af elstu húsunum á svæðinu og með ein- kennandi útlit, bogadregnar línur og flöskur í yfirstærð. Við höldum tryggð við söguna, um leið og við vörðum leiðina til næstu áratuga,“ segir Margrét. Ekki sérstök karlanámskeið Á starfsferlinum hefur Margrét oftar en ekki starfað í karlægu umhverfi, þar sem hlutfall kvenna hefur verið lágt. Raunar á það sama við um námsárin því hún sótti sér menntun á öðrum sviðum en flest- ar konur gerðu þá. „Á þeim tíma var ég oft eina stelpan í hópnum. Ég fann mig ekki í hefðbundnum menntaskóla og eftir stutta við- veru í einum slíkum færði ég mig í Iðnskólann og lærði bifvélavirkjun. Hafði ómældan áhuga á vélum og tækjum, sem þótti stórskrítið í þá daga. Ég gat hins vegar ekki klárað, því ekkert verkstæði fékkst til að taka mig á samning og fyrir vikið endaði ég í vélaverkfræði – fyrst hér heima og síðar í háskólanum í Álaborg. Í báðum tilvikum var ég eina konan í bekknum, rétt eins og í bifvélavirkjuninni,“ segir hún. „Þegar ég f lutti heim tók ég boði um starf í álverinu í Straumsvík þar sem ég stýrði og vann nær eingöngu með körlum, rétt eins og hjá Landsvirkjun síðar og Ölgerðinni nú. Mér gengur vel að vinna með körlum, en líka þeim konum sem ég hef starfað með. Almennt þurfa fyrirtæki að standa sig betur og jafna kynja- hlutfallið í ábyrgðarstöðum. Ég fagna því að konur skuli sækjast eftir frama til jafns við karla og því miður hef ég oft séð karlmenn tekna fram yfir hæfar konur, þrátt fyrir fögur fyrirheit, jafnréttis- stefnur og -áætlanir. Það var t.d. raunin hjá Lands- virkjun á sínum tíma, þar sem hæfileikakonur í röðum fengu ekki framgang en voru í staðinn settar á sérstakt námskeið til að læra stjórnenda- og leiðtogafærni. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi farið á sérstakt karlanámskeið af svipuðum toga, enda hættum við flestar og réðumst í stjórnunar- störf annars staðar,“ segir Margrét. „Sem betur fer hefur Landsvirkjun tekið sig á, en missti af mörgum kjarnakonum sem önnur fyrirtæki og stofnanir njóta nú góðs af.“ Hún leggur ríka áherslu á að hver og einn einstaklingur sé metinn að verðleikum, frekar en kynferði ráði för við mannaráðn- ingar og framgang í starfi. „Konur eru misjafnir stjórnendur, rétt eins og karlar. Þær eiga ekki að njóta góðs af kynferði sínu, en þær eiga heldur ekki að líða fyrir það. Margt hefur breyst til hins betra, en fullu jafnrétti er ekki náð enn þá. Ég er sannfærð um að það mun takast og ég dáist að ungum konum í dag, sem sækja sér menntun og störf þvert á gamlar venjur og nú eru konur ekki einar í fögum á borð við verkfræði eða iðnnámi af ýmsu tagi, heldur fjölmargar. Ég held að næsta kynslóð kvenna muni brjóta niður þá múra sem við hinar náðum að höggva í, eða klöngrast yfir. Það mun nýtast öllum,“ segir Margrét Arnardóttir að lokum. n Milljarðaverksmiðja frá grunni á tíu mánuðum Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar, í nýrri verksmiðju fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sjálfri finnst mér hálf ótrúlegt að við skulum hafa byggt nýtt hús frá grunni og sett upp tæknilegustu fram- leiðslulínu landsins á aðeins tíu mánuðum kynningarblað 33FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.