Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 25
Til að lifa af, vaxa
og dafna í nútíma
heimi verslunar, þurfa
verslunarfyrirtæki af
öllum stærðum og
gerðum að setja þarfir og
væntingar viðskiptavina
í fyrsta sæti.
Doktor Edda Blumenstein er
framkvæmdastjóri nýs sviðs
hjá BYKO, sem vinnur að
því að þróa þjónustu fyrir-
tækisins á ýmsan hátt til að
bæta heildarupplifun við-
skiptavina og mæta auknum
kröfum þeirra.
„Ég bjóst aldrei við því að BYKO,
íslensk bygginga- og heimilisvöru-
verslun sem þjónustar fagmenn
og einstaklinga í framkvæmdum
og fegrun heimilisins, yrði minn
vinnustaður að loknu doktors-
námi. En sú framsækna vegferð
sem BYKO er á, undir forystu
Sigurðar Pálssonar, heillaði mig
mikið,“ segir doktor Edda Blumen-
stein, framkvæmdastjóri framþró-
un ar versl un ar og viðskipta vina
hjá BYKO.
BYKO er rótgróið íslenskt fyrir-
tæki, en það var stofnað fyrir 60
árum af þeim Guðmundi Jónssyni
og Hjalta Bjarnasyni og er enn
þann dag í dag í eigu fjölskyldu
Guðmundar.
Nýtt svið sem snýst um að
bæta upplifun viðskiptavina
„Ég útskrifaðist sem doktor frá
Leeds University Business School
í október 2020 og doktorsrann-
sóknin mín fjallaði um „Omni
channel retailing transformation“
(umbreytingu verslunar) og dýna-
míska hæfni verslunarfyrirtækja,“
segir Edda. „Í kjölfarið tók ég að
mér forstöðu Rannsóknaseturs
verslunarinnar (RSV) samhliða því
að reka beOmni ráðgjöf ehf., sem
ég stofnaði með doktorsnáminu. Í
dag sit ég í stjórn RSV og Ormsson
og kenni Heildræna verslunar-
stjórnun við Háskólann á Bifröst.
Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO,
hafði samband við mig á vetrar-
mánuðum 2020 til að kynna sér
betur „Omni channel retailing“
stefnu. Í framhaldinu tók ég svo
að mér ráðgjafarverkefni fyrir
BYKO, þar sem verkefnið var að
móta stefnu sem fæli í sér að skapa
bestu heildarupplifun viðskipta-
vinar í framkvæmdum og fegrun
heimilisins,“ segir Edda. „Þegar
vinnunni lauk á vormánuðum
2021 og stefnan og verkefnin lágu
skýrt fyrir, þurfti að tryggja inn-
leiðingu og niðurstaðan varð sú að
ég réði mig til fyrirtækisins til að
sinna henni.
Til að hafa vald til athafna innan
fyrirtækisins var nýtt svið Fram-
þróunar verslunar og viðskipta-
vina stofnað og það vinnur þvert
á hin fjögur svið fyrirtækisins:
smásölusvið, fyrirtækjasvið, vöru-
stjórnunarsvið og rekstrarsvið,“
útskýrir Edda. „Undir fram-
þróunarsvið heyrir svo vefdeild,
markaðsdeild, heildarupplifun og
sjálfbærni.“
Á fleygiferð inn í framtíðina
„Ég er í því skemmtilega hlut-
verki að stýra framþróunarveg-
ferð BYKO. Það eru ótalmörg
spennandi verkefni í gangi, en
forgangsverkefni okkar á þessu
ári hvað varðar starfræna þróun
er að borga upp stafræna „skuld“
fyrirtækisins og mæta grunn-
þörfum okkar viðskiptavina. Við
erum til dæmis búin að innleiða
sjálfsafgreiðslukassa í þremur af
fimm verslunum BYKO, og allar
fimm verslanirnar verða komnar
með sjálfsafgreiðslu á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs,“ segir Edda. „Í
sjálfsafgreiðslunni verða reikn-
ingsviðskipti fljótlega virkjuð og
þá geta fagaðilar skannað vörurnar
og sett í reikning án þess að bíða
í röð. Reikningurinn kemur svo í
tölvupósti og verður aðgengilegur
á Mínum síðum BYKO.
Við erum einmitt að setja nýjar
Mínar síður í loftið í janúar og
köllum við þá útgáfu 1.0. Í fram-
haldi af því munu fleiri útgáfur
með spennandi nýjungum líta
dagsins ljós og við munum kynna
þær jafnt og þétt,“ segir Edda. „Raf-
rænt BYKO-kort er líka skemmtileg
nýjung sem við kynnum fljótlega
og miðar að því að auka hraða og
þægindi viðskiptavina. Ný vef-
verslun, app og ýmislegt fleira mun
einnig líta dagsins ljós á árinu. Við
erum á fleygiferð inn í framtíðina,
en fyrst þarf að byggja grunninn.“
Þarfir viðskiptavina í fyrsta sæti
„Verslun og þjónusta hefur gjör-
breyst síðastliðin ár og í dag gera
viðskiptavinir, bæði einstaklingar
og fagaðilar, allt aðrar og meiri
kröfur en hefðbundin bygginga-
vöruverslun uppfyllir. Markmið
okkar á framþróunarsviði er að
mæta þessum væntingum,“ segir
Edda. „Hefðbundin verslun, staf-
ræn verslun, þjónusta og markaðs-
mál, svo eitthvað sé nefnt, hafa
runnið saman í eitt og viðskipta-
vinir ætlast til þess að fá sömu
upplifun hvar, hvenær og hvernig
sem þeim hentar. Það er því okkar
hlutverk að greina hvar við getum
bætt heildarupplifun viðskipta-
vina, hvaða snertifleti við þurfum
að leggja áherslu á og í hvaða skrefi
á kaupferlinu. Hjá BYKO er við-
skiptavinurinn miðja alls.
Til að mynda vilja viðskipta-
vinir fá upplýsingar hvar, hvenær
og hvernig sem þeim hentar, sem
og persónulega þjónustu. Þeir vilja
líka geta keypt í gegnum marga
mismunandi snertifleti án nokk-
urra hnökra, geta fengið afhent
og sótt hvar, hvenær og hvernig
sem þeim hentar og fá aðstoð og
upplýsingar sem mæta þeirra per-
sónulegu þörfum,“ segir Edda. „Það
er því mikilvægt að gera sér grein
fyrir að ekki er um átaksverkefni
að ræða heldur langtíma vegferð
og skuldbindingu. Tæknin mun
halda áfram að þróast, þarfir við-
skiptavina halda áfram að breytast
og samkeppnisumhverfið mun
halda áfram að harðna.
Til að lifa af, vaxa og dafna í
nútíma heimi verslunar, þurfa
verslunarfyrirtæki af öllum
stærðum og gerðum að setja þarfir
og væntingar viðskiptavina í fyrsta
sæti, vera með skýra framtíðarsýn
og markvissa stefnu um heildræna
upplifun viðskiptavina,“ segir Edda.
„Við hjá BYKO náum þannig árangri
með því að mæta þörfum okkar
viðskiptavina. Öll okkar verkefni
miða að því og öll svið fyrirtækisins
vinna markvisst að því að bæta
upplifun viðskiptavina, ekki bara
við á framþróunarsviði.“
Leggja mikla áherslu á
umhverfismál og jafnrétti
„Umhverfismál og sjálfbærni
hafa skipt eigendur miklu máli frá
fyrsta degi og BYKO hefur í dag
mótað metnaðarfulla sjálfbærni-
stefnu sem snýr að umhverfis-
legri, félagslegri og efnahagslegri
sjálfbærni sem við tengjum við
innleiðingu á Heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna,“ útskýrir
Edda. „Þannig erum við sífellt
að reyna að gera betur, verða
samkeppnishæfari og verða við
kröfum samfélagsins. Við viljum
líka hafa jákvæð áhrif á byggingar-
iðnaðinn, til dæmis með því að
bjóða upp á vistvænt vöruúrval og
ráðgjöf.
Við leggjum líka mikið upp úr
því að BYKO sé vinnustaður fyrir
öll kyn, að hér ríki góður starfs-
andi, jöfn tækifæri og almenn
ánægja í starfi. Til að mynda hlaut
BYKO jafnlaunavottun árið 2020
og viðurkenningu frá FKA árið
2021 fyrir Jafnvægisvogina. Þetta
er í samræmi við Heimsmarkmið
nr. 5, Jafnrétti kynjanna, sem er
eitt af kjarnamarkmiðum BYKO,“
segir Edda. „Við leggjum áherslu
á að jöfn kynjahlutföll myndist
með náttúrulegum hætti og að við
náum að skapa vinnustað sem er
eftirsóknarverður fyrir öll kyn. Í
jafnréttisstefnu BYKO er líka skýrt
tekið fram að auglýsingar frá fyrir-
tækinu stríði ekki gegn jafnri stöðu
og rétti kynjanna á nokkurn hátt
og allar auglýsingar eru skoðaðar
með tilliti til jafnréttis áður en þær
eru birtar.“
Vilja jafna út kynjahlutföllin
í iðngreinum á Íslandi
„Konum í ábyrgðarstörfum hefur
fjölgað mikið hjá fyrirtækinu á
síðustu árum og stefnan er að
tryggja áframhaldandi aukningu
á þátttöku kvenna á sem flestum
sviðum innan fyrirtækisins. Bygg-
ingariðnaðurinn er almennt mjög
karllægur, en hjá BYKO eru hins
vegar 40% verslunarstjóra konur,
50% af framkvæmdastjórn eru
konur og þær eru 60% af stjórn
fyrirtækisins. Á framþróunarsvið-
inu er svo líka að sjálfsögðu jöfn
kynjaskipting, 54% konur og 46%
karlar,“ útskýrir Edda. „Við viljum
einnig hafa jákvæð áhrif á konur
í iðngreinum, brjóta upp staðal-
ímyndir og jafna kynjahlutföllin
þar, sem er eitt af þeim spennandi
verkefnum sem við erum að vinna
að þessa dagana.
Í því samhengi skiptir máli
að konur í atvinnulífinu efli
tengslanetið sitt, hvort sem það
er í gegnum frábær samtök eins
og FKA, á LinkedIn, með greina-
skrifum eða annars staðar,“ segir
Edda. „Rödd okkar þarf að heyrast.
Ég leyfi mér að hafa skoðun, ég
þori að tjá skoðanir mínar, ég þori
að láta vita af mér í viðskiptalífinu
og ég er óhrædd við að grípa þau
tækifæri sem mér berast. Hvað er
það versta sem getur gerst?“ n
Hjá BYKO er viðskiptavinurinn miðja alls
Doktor Edda
Blumenstein er
framkvæmda
stjóri framþró
un ar versl un ar
og viðskipta vina
hjá BYKO, en
það er nýtt svið
hjá fyrirtækinu,
sem hefur það
hlutverk að
bæta upplifun
viðskiptavina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU