Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 42
Edda Sif Pind Aradóttir
Framkvæmdastýra Carbfix
„Edda er vísindakona á heims-
mælikvarða og Carbfix stórmerki-
leg tækni sem nýtist í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum.“
„Áberandi talskona jafnréttis,
öðrum konum og einstaklingum
í orkugeiranum fyrirmynd og
fyrirmynd þvert á allt, enda að
leiða eitt framsæknasta fyrirtæki
heims á sviði loftslagsmála.“
„Edda hefur verið lykilkona í
Carbfix-hópnum frá upphafi, hef-
ur þróað aðferðina og fylgt henni
gegnum rannsókna- og tilrauna-
fasa auk innleiðingar hennar á
Íslandi. Ísland er í þeirri stöðu að
hafa þróað verðmæta tækni-
lausn í loftslagsmálum. Edda er
fyrirmynd jafnt í vísindum sem í
atvinnulífinu. Tæknilausn sem er
að virka gegn loftslagsvánni, það
er erfitt að toppa!“
Fortuna Invest
Samstarfsverkefni Anítu Rutar Hilmarsdóttur,
Kristínar Hildar Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur
„Fortuna Invest hefur sprungið
út og það hefur verið frábært
að fylgjast með þeim vaxa og
þróast. Rakel Eva Sævarsdóttir er
ekki lengur með, en er sannarlega
einn af stofnendum og er líka
flott fyrirmynd, vaxandi leiðtogi.“
„Hér hefur tekist að fá aðeins
meiri fjölbreytileika á fjár-
málamarkaði og koma af stað
umræðu og vitundarvakningu
meðal kvenna sem var nauð-
synleg.“
„Fræðsla um fjárfestingar
hefur fengið andlitslyftingu og
það verður spennandi að fylgj-
ast með þróun mála. Instagram
er frábær fræðsluvettvangur og
ánægjulegt að sjá þær taka sér
þar pláss.“
Gerður Huld Arinbjarnardóttir
Eigandi og framkvæmdastjóri Blush
„Gerður er búin að reka Blush
í áratug og hefur á þeim tíma
breytt ímynd kynlífstækja og
stjórnenda. Það er kjarkur og þor
sem einkennir hana og óhætt
að segja að hún hafi breytt við-
horfi.“
„Karakterinn og einlægnin
hefur skapað Gerði sérstöðu og
skapað Blush samkeppnisfor-
skot.“
„Einbeitt í því sem hún gerir og
það vantar ekki kraftinn í þessa
konu. Fyrirmynd sem hefur
opnað samtalið og breytt ásýnd
kynlífstækja og unaðsvara.“
Formaður dómnefndar 2022 er
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, for-
stjóri Náttúruhamfaratrygginga
Íslands, og fyrrverandi formaður
FKA. Í dómnefnd með Huldu
Ragnheiði eru, í stafrófsröð:
■ Gunnlaugur Bragi Björnsson,
samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
■ Hermann Björnsson, forstjóri
Sjóvár.
■ Jón Þorgrímur Stefánsson, for-
stjóri NetApp á Íslandi SVP &
Global CTO.
■ Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri
Alvotech.
■ Unnur Elva Arnardóttir, for-
stöðumaður hjá Skeljungi,
varaformaður FKA og fulltrúi
stjórnar FKA vegna Viðurkenn-
ingarhátíðarinnar 2022.
■ Veiga Grétarsdóttir, kajakræð-
ari, fyrirlesari, leiðsögukona og
umhverfissinni. ■
Dómnefnd FKA
Tugir trjáa voru gróðursettir í
Jafnréttislund FKA, eitt fyrir hvern
viðurkenningarhafa Jafnvægis-
vogar FKA. „Ráðstefna Jafnvægis-
vogarinnar „Jafnrétti er ákvörðun“
var haldin við hátíðlega athöfn í
beinni útsendingu á RÚV þann
14. október síðastliðinn, en þar
voru veittar viðurkenningar til
53 fyrirtækja, sveitarfélaga og
opinberra aðila, sem hafa náð
að jafna hlutfall kynja í efsta lagi
stjórnunar. „Jafnvægisvogin er
hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í
atvinnulífinu (FKA), en á ráðstefn-
unni var fjölbreytt og fræðandi
dagskrá, viðurkenningarhafar
Jafnvægisvogarinnar voru kynntir
og tilkynnt um nýja þátttakendur
í Jafnvægisvoginni,“ segir Thelma
Kristín Kvaran, verkefnastjóri
Jafnvægisvogarinnar.
„Á fyrstu ráðstefnu Jafnvægisvogar
á tímum Covid kom þessi hug-
mynd upp, þar sem við gátum ekki
hitt þátttakendur og afhent viður-
kenningar né blóm. Við ákváðum
þá að hafa samband við Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur í þeirri
von að áhugi væri fyrir samstarfi.
Það var tekið gríðarlega vel í það og
félaginu úthlutað þessum fallega
stað á besta stað í Heiðmörk,“ segir
Thelma og bætir við að þetta sé
staður sem fari jafnréttinu vel.
„Stundum er gott að hugsa
aðeins út fyrir boxið, láta gott
af sér leiða, fyrir samfélagið og
umhverfið,“ bætir Thelma Kristín
við, sem er þakklát góðu fólki og
samstarfsaðilum sem koma að
hreyfiaflsverkefninu, en auk FKA
standa forsætisráðuneytið, Sjóvá,
Deloitte, Pipar\TBWA og RÚV að
verkefninu. ■
Jafnréttislundur FKA
er staður sem fer
jafnréttinu vel
Fallegu skilti var komið upp nýverið
í Jafnréttislundi FKA sem gaman er
að heimsækja.
MYND/KATRÍN KRISTJANA HJARTARDÓTTIR
Gróðursetning í Jafnréttislundi FKA.
Frá vinstri: Thelma Kvaran, Eydís Rós
Eyglóardóttir, stjórnarkona FKA, og
Auður Daníelsdóttir, Sjóvá.
MYND/KATRÍN KRISTJANA HJARTARDÓTTIR
Stundum er gott
að hugsa aðeins út
fyrir boxið, láta gott af
sér leiða, fyrir sam-
félagið og umhverfið.
Hvatningarviðurkenning
FKA er veitt konu í atvinnu-
lífinu fyrir athyglisvert
frumkvæði eða nýjungar.
Nýsköpun er sérstaklega
mikilvæg og öll þekkjum
við þörfina á nýjum nálg-
unum í sátt við náttúru og
menn. Þess vegna birtum
við lista yfir yfir fimm
efstu, að mati dómnefndar,
í flokki Hvatningarviður-
kenningar FKA.
Í ár er einlægur vilji til að beina
kastaranum að örlítið f leiri
konum, í von um að þær fái
verðskuldaða athygli á tímum
heimsfaraldurs. Konur sem hafa
verið heiðraðar í gegnum árin
hafa fundið á eigin skinni hvernig
Viðurkenning FKA er hreyfiafl,
hefur liðkað til í leit að fjármagni
og aukið sýnileika kvenna sem eru
að taka f lugið. Félagið óskaði eftir
tilnefningum af landinu öllu, þar
sem mikilvægt er að fá fjölbreytt-
an hóp kvenna á blað. Dómnefnd
skipuð sjö aðilum fór yfir allar til-
nefningar sem bárust FKA vegna
Viðurkenningarhátíðar 2022 og
funduðu. Hér vindum við okkur
í tilraun „út úr kófinu“ en um eitt
hundrað og fimmtíu tilnefningar
bárust – Það sagði enginn að þetta
ætti að vera auðvelt. ■
Fimm efstu í flokki FKA
Hvatningarviðurkenningar 2022
Jóhanna og Ásthildur.
Inga Tinna Sigurðardóttir
Dineout
„Inga Tinna byrjaði með autt
blað, stofnaði fyrirtækið, þró-
aði hugbúnað, kom á koppinn
markaðstorgi sem tengir alla
veitingastaði við almenning,
hótelstarfsfólk og fleira.“
„Mikill frumkvöðull sem
hefur skapað störf og stuðlar
að nýsköpun. Síðast þegar ég
vissi voru tæplega 200 veit-
ingastaðir að nota hugbún-
aðarlausnir frá Dineout og
margar milljónir bókana hafa
farið í gegnum kerfið.“
„Hugbúnaðarfyrirtæki sem
stækkar svo ört. Ef þið hafið
ekki horft til hennar, mæli ég
með því! Þvílíkur kraftur og
þvílík kvenfyrirmynd.“
María Guðmundsdóttir
Stofnandi og framkvæmda-
stjóri Parity
„Fjölbreytileikinn í tölvuleikja-
gerð er mikilvægur og hér
hefur María náð þvílíku flugi
og fengið verðskuldaða athygli
með íslenska tölvuleikjafyrir-
tækið Parity, sem var stofnað
fyrir um tveimur árum.“
„María Guðmundsdóttir
starfaði hjá CCP í yfir áratug,
sem er mikill áhrifavaldur í
leikjaiðnaðinum. Þetta er afar
karllægur heimur, en María
hefur sýnt að hann þarf ekki að
vera það.“
„Íslenska tölvuleikjafyrir-
tækið Parity sem stofnað er af
Maríu hefur náð þvílíku flugi í
bransa sem er annars að kafna
í karlamenningu. Á sama tíma
er fullt af fólki, annað en karlar,
sem eru, eða hefðu gaman af
því, að vera „gamers“.
Ríkidæmi landsbyggðarinnar og
tækifærin, verða rædd áfram á
Landsbyggðarráðstefnu FKA sem
verður í apríl.
Tæknin hefur fært okkur upp
um nokkur borð á tímum Covid,
samtalið við konur um land allt
hefur aukist, jafnræðið er meira
og landsbyggðardeildir springa
út hjá FKA. Félagsstörf án stað-
setninga hafa fært félaginu mörg
tækifæri og þau nýtum við með
því að endurtaka leikinn frá því í
fyrra og vera með Landsbyggðar-
ráðstefnuna okkar sem verður
auglýst með hækkandi sól. Sýni-
leiki og þétt tengslanet FKA um
landið allt í landsbyggðardeild-
unum fjórum, FKA Norðurlandi,
FKA Suðurlandi, FKA Vesturlandi
og nýjustu landsbyggðardeild
FKA á Suðurnesjum. ■
Landsbyggðarráðstefna FKA 23. apríl 2022
22 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU