Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 102
Einar Falur Ingólfsson sýnir
ljósmyndir í Berg Contemp
orary. Sýningin hefur yfir
skriftina Um tíma – Dagbók
tuttugu mánaða. Sýningin
stendur til 26. febrúar.
kolbrunb@frettabladid.is
„Þetta er dagbók frá haustinu 2018
fram á sumarið 2020 þegar Covid
var skollið á af fullum krafti,“
segir Einar Falur. „Ég hef nokkrum
sinnum gert tímabundnar dag
bækur í ljósmyndun og ætlaði mér
upphaflega að gera dagbók í átján
mánuði en vegna Covid lengdi ég
tímann í tuttugu mánuði. Þegar ég
byrjaði á þessu verki voru merkileg
hvörf að verða í lífi fjölskyldunnar
því dætur mínar voru að f lytja að
heiman. Svo skall Covid á. Yngri
dóttir mín var send heim úr skóla í
Noregi og endaði í sóttkví í sumar
bústað og hin fékk ekki að koma
heim frá Danmörku. Ég lauk þess
ari dagbók þegar hún fékk loks að
koma heim og fjölskyldan var sam
einuð á ný.“
Verkefni Einars Fals fjallar þó
engan veginn einungis um fjöl
skyldu hans. „Í verkum mínum er
ég alltaf að vinna með tímann og
blanda saman áhugamálum sem
eru hér myndlist, bókmenntir, for
tíð og saga. Ég ákvað að gera verk
efni þar sem ég væri ekki bara að
takast á við eigið líf og fjölskyldu
minnar heldur vildi ég líka skoða
hinn íslenska menningarsögulega
bakgrunn og spegla mig um leið í
eldri menningarheimum.“
Spegill á Ísland
Dagbók Einars Fals teygir sig til Ind
lands, Rómaborgar og Egyptalands.
„Undanfarin ár hef ég verið með
vinnustofu um tíma á Indlandi í Var
anasi, sem er elsta borg á jörðinni.
Ég ákvað að nota hana sem spegil
á Ísland. Svo var ég með vinnustofu
í Róm sem er borg sem hefur mótað
kristna menningu okkar og mynd
listina og vann svo líka á Egypta
landi sem er annar menningar
sögulegur kjarni sem hefur mótað
okkur.
Ég var líka að vinna með verk
annarra listamanna. Tók til dæmis
myndir í Róm af sömu sjónarhorn
um og bandaríski ljósmyndarinn
Joel Sternfeld myndaði fyrir 40 árum
en hann er einn þeirra listamanna
sem hafa haft talsverð áhrif á mína
sýn. Í Róm vann ég til að mynda líka
út frá lífi og verkum ítalska meistar
ans Caravaggio sem lést 1610.“
Blossi í eilífðinni
Sýning Einars Fals einkennist af
alls kyns tímalínum. Sem dæmi má
nefna stórt verk sem samanstendur
af ljósmyndum af rjóðri sem hann
myndaði reglulega í tuttugu mán
uði. „Þetta rjóður er griðastaður
minn, þarna hangir hengirúmið
mitt þar sem ég ligg og les.“ Tvær
ljósmyndir frá Indlandi, teknar
með árs millibili, sýna hjól sem er
á nákvæmlega sama stað, það eina
sem hefur breyst á einu ári er að
búið er að skipta um hnakk á hjól
inu og veggurinn í bakgrunni hefur
verið málaður.
Tvö vídeó eru á sýningunni.
„Annað þeirra er eins og stór ljós
mynd og sýnir hengirúmið mitt – og
svo fer að snjóa og myndin lifnar við.
Hitt vídeóverkið má segja að sé hjart
að eða gangverkið á sýningunni. Það
sýnir fætur manns á Indlandi sem
hjólar með okkur í gegnum lífið. Við
erum inni í umferðinni og hávað
anum,“ segir Einar Falur.
Í tengslum við sýninguna kemur
út bók sem geymir verk sýningarinn
ar auk fleiri verka. Opnunarmyndin
sýnir indverskan dreng með logandi
eldspýtu. „Þar er ég að hugsa um það
hvernig líf mitt er eins og lítill blossi
í þessari eilífð,“ segir Einar Falur.
Hann bætir við: „Ekkert í uppsetn
ingu sýningarinnar og samsetningu
bókarinnar er tilviljun. Ég er mjög
konkret í minni hugsun. En svo er
það þannig að sýning eins og þessi
verður til tvisvar. Fyrst hjá lista
manninum og svo hjá fólkinu sem
gengur inn í galleríið og býr hana til
upp á nýtt.“ n
Sýning með alls kyns tímalínum
Ég er mjög
konkret í minni
hugsun, segir
Einar Falur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Myndin er tekin í borginni Varanasi á Indlandi, árið 2019. Hún sýnir umbúnað
um tímabundið hindúahof úti á götu í þessari elstu borg jarðar.
Ég ákvað að gera
verkefni þar sem ég
væri ekki bara að
takast á við eigið líf og
fjölskyldu minnar
heldur vildi ég líka
skoða hinn íslenska
menningarsögulega
bakgrunn og spegla
mig um leið í eldri
menningarheimum.
kolbrunb@frettabladid.is
Einkasýning Ragnheiðar Sigurðar
dóttur Bjarnarson, Ljósbrot, stendur
yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Sýning
unni lýkur 4. febrúar.
R ag nheiðu r Sig u rða rdót t ir
Bjarnarson (f. 1986) er alin upp í
Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands sem danshöf
undur árið 2009, með meistarapróf
í gjörningalist í almenningsrými frá
Gautaborgarháskóla árið 2014 og
með kennsluréttindi frá Listaháskóla
Íslands árið 2017.
Ragnheiður hefur haldið fjölda
sýninga, bæði hér á landi og erlendis.
Hún fæst aðallega við myndverk en
einnig gjörninga og dansverk. Ragn
heiður er í samstarfi með fjölþjóð
lega hópnum Onirism Collective og
dúettinum RebelRebel. Árið 2018
stofnaði hún galleríið Midpunkt í
Hamraborg ásamt Snæbirni Brynj
arssyni. Út frá því samstarfi varð
árið 2021 til Hamraborg Festival.
Galleríið er í pásu eins og er en stefnt
er að því að halda aðra Hamraborg
Festival á þessu ári.
Sýningin Ljósbrot er hluti af stærra
rannsóknarverkefni Ragnheiðar á
hugtakinu „hægt“. Rannsóknin á
uppruna sinn í göllum samfélagsins
og er leitað að því að skapa ró, yfir
vegun, núvitund, hægar hreyfingar
og hugsanir. Á sýningunni koma
saman verk af ýmsum toga; vídeó,
skúlptúrar, lágmyndir og málverk. n
Ljósbrot í Listasal Mosfellsbæjar
Eitt af verkunum á sýningu Ragn-
heiðar í Mosfellsbæ. MYND/AÐSEND
Á sýningunni koma
saman verk af ýmsum
toga; vídeó, skúlptúrar,
lágmyndir og málverk.
Á morgun, föstudaginn 21. janúar,
verður sýningin Snjóf lygsur og
önnur undur (Snowflakes and other
surprises) opnuð í Fotografisk Center
listamiðstöðinni í Kaupmannahöfn.
Á sýningunni eiga 16 listamenn frá 4
löndum verk. Þeirra á meðal eru fjórir
íslenskir listamenn, Einar Falur Ing
ólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir,
Katrín Elvarsdóttir og Tinna Gunn
arsdóttir. Sýningarstjóri sýningar
innar er Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Á sýningunni er unnið með ljós
myndina sem frásagnaraðferð og
sjónum beint að listamönnum sem
í verkum sínum fanga tilveruna, og
ekki síst ýmis undur náttúrunnar.
Auk ljósmynda sýnir Tinna Gunn
arsdóttir þrívíð verk og hljóðlista
maðurinn Jacob Kirkegaard er með
verk sem höfðar til allra skynfæra.
Þá eiga margir af fremstu ljós
myndurum Norðurlanda verk á
sýningunni og má þar nefna, Elinu
Brotherus, Trinu Søndergaard og
Magnus Wennman. n
Snjóflygsur í Kaupmannahöfn
Elina Brotherus,
úr seríunni
Sebaldiana.
Memento mori,
2019.
MYND/AÐSEND
22 Menning 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR