Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 16
Ef ekkert er að gert geti hætturnar orðið afdrifa- ríkar sé sjúkdómurinn til staðar. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Þóra Benediktsdóttir frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. janúar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólkinu á Skjóli fyrir umönnun og hlýju. Kristjana Jónatansdóttir Guðmundur Bjarnason Valur Benedikt Jónatansson Kristín B. Aðalsteinsdóttir Arnór Jónatansson Kristjana Ósk Hauksdóttir Þóra Jóna Jónatansdóttir Erlingur Jón Valgarðsson Rúnar Már Jónatansson María Níelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður Eygló Þórðardóttir Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 13. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kapellu, föstudaginn 21. janúar kl. 10. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir útförina. Streymt verður frá athöfninni á https://laef.is/gudridur-thordardottir/ Guðmundur Brynjar Guðnason Anna Lilja Guðmundsdóttir Guðmundur Jakobsson Guðni Þór Guðmundsson Anna Berglind Indriðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Jósteinsdóttur Núpalind 6, Kópavogi. Ingibjörg, Brynja og Svandís Björgvinsdætur og fjölskyldur. Heittelskaður eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, Einar Þór Egilsson lést á Gran Kanarí þann 10. janúar. Karen Olga Ársælsdóttir Daníel Máni Einarsson Ellen María Einarsdóttir Baldur Már Einarsson Egill Þ. Einarsson Hrefna S. Einarsdóttir Agla Egilsdóttir Björn Karlsson Alda Berglind Egilsdóttir Wannes Cappelle og systrasynir. Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og systir, Guðný Kristjánsdóttir prentsmiður, Austurhlíð 10, Reykjavík, andaðist á aðfangadagsmorgun, 24. desember. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. janúar klukkan 13.00. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd en athöfninni verður streymt á slóðinni: https: https://youtu.be/ycg3nurfFsk Lilja D. Alfreðsdóttir Magnús Ó. Hafsteinsson Linda R. Alfreðsdóttir Guðný Gerður Gunnarsd. Lindud. Eysteinn A. Magnússon Signý St. Magnúsdóttir Páll Kristjánsson Kristjana Kristjánsdóttir Bjarni Kristjánsson Gunnar Kristjánsson Anna Katrín Kristjánsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Einarsdóttir Skólavörðustíg 28, lést laugardaginn 31. desember á Hrafnistu, Laugarási, Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. janúar kl. 15. Vegna samkomutakmarkana er miðað við 50 kirkjugesti og gestir beri andlitsgrímu. Lísbet Sveinsdóttir Árni Þór Árnason Sveinn Þórir Geirsson Hjördís Árnadóttir Þórdís Hulda Árnadóttir og barnabarnabörn. Járnfólkið, verkefni sem berst gegn járnofhleðslu, gaf nýverið frá sér bækling til vitundarvakn- ingar um sjúkdóminn. arnartomas@frettabladid.is Járnfólkið er verkefni á vegum Rótarý- klúbbsins Þinghóls, sem beitir sér fyrir því að vekja athygli á hættum sem fylgja járnofhleðslu í blóði hjá fólki. Klúbbur- inn gaf nýlega frá sér upplýsingabækling þar sem gerð er grein fyrir sjúkdómnum, hvernig skuli greina hann og bregðast við einkennum. „Ég áttaði mig sjálfur fyrir algjöra til- viljun á að ég væri með járnofhleðslu, þegar bróðir minn greindist með þetta í kringum 2014,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, félagi í Þinghól og verk- efnastjóri Járnfólksins. „Sjálfur fór ég í greiningu hjá Brynjari Viðarssyni blóð- sjúkdómalækni, sem er með okkur í verkefninu sem fagaðili.“ Faðir þeirra bræðra greindist skömmu síðar og í kjölfarið fór Sveinn Óskar að gera fólki í föðurætt sinni viðvart. „Það er það sem verkefnið gengur út á í grunn- inn – að láta vita.“ Sveinn Óskar segir að ekki sé einleikið hvernig járnofhleðsla komi til, en hún sé í grunninn erfðasjúk- dómur eða stök k- breyting á geni og sé þar af leiðandi ekki smitandi, heldur fari milli fólks í gegnum ættartengsl. Já r nof h le ð sla er stundum kölluð kelt- neska bölvunin, en flestir sem greinast eru frá norðurhjara Evrópu og Norðu r-A mer ík u . „Mikið af fólkinu sem fór vestur frá Evrópu voru Írar og þaðan er heitið sennilega komið,“ útskýrir Sveinn Óskar. Einföld greining Sveinn Óskar segir einkar mikilvægt að fólk láti skoða sig, því greiningin sé afar einföld. „Þetta er einfalt blóðpróf sem hægt er að framkvæma hjá Heilsugæslunni. Það er svo heimilislæknirinn sem sendir þig síðan til nánari rannsókna ef þörf er á,“ segir hann. „Meðferðin er líka einföld, en þá þarf bara að láta tappa af sér blóði með skipulögðum hætti. Með bæklingnum erum við að upplýsa fólk um að þetta sé einfalt í greiningu og lækningu. Ef ekkert er að gert geti hætturnar orðið afdrifaríkar, sé sjúkdómurinn til staðar.“ Sjálfur greindist Sveinn Óskar með krabbamein árið 2012, óskylt járn- ofhleðslunni, sem greindist þó ekki í neinum prófunum. „Þetta greindist ekki því það var ekki verið að leita að þessu neitt sérstaklega,“ segir hann. „Þess vegna er mikilvægt að láta athuga sig sérstaklega varðandi járn í blóði.“ Þá segir Sveinn Óskar að mikil- vægt sé að fylgjast með sjúkdómn- um, sem á það til að þróast með árunum. „Sjúkdómaf lóran sem þetta getur valdið er mismunandi,“ segir hann. „Þetta getur til að mynda valdið lifrarkrabbameini hjá fólki sem hefur aldrei drukkið. Svo getur þetta farið illa með hjartað, valdið gigt og ýmsum öðrum kvillum.“ Járnfrúin Á síðasta ári hafði Sveinn Óskar sam- band við Ölmu Möller landlækni til að kynna fyrir henni verkefnið, sem upp- lýsti hann þá um að hún væri sjálf með járnofhleðslu. „Hún sagðist geta upplýst mig og heimilaði að ég myndi segja að hún væri „járnfrú“, segir hann. „Þá vorum við komin í samband við manneskju sem vissi allt um þetta og er sérfræð- ingur á þessu sviði. Hún sagðist sjálf á einum tíma hafa ætlað að búa til samtök í kringum þetta og það væri ráð að gera það á einhverjum tímapunkti.“ ■ Vitundarvakning um keltnesku bölvunina Sveinn Óskar hefur unnið sleitulaust að útbreiðslu fróðleiks um járn ofhleðslu. Sveinn Óskar afhendir Ölmu Möller landlækni eintök af bæklingnum. MYND/MARKÚS ÖRN ANTONSSON 1885 L.A. Thompson fær einkaleyfi á fyrsta rússíban- anum. 1946 Leikstjórinn David Lynch fæðist. 1956 Vilhjálmur Einarsson er kosinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem kosið er um titilinn og hlaut Vilhjálmur hann sex ár í röð. 1961 John F. Kennedy er settur í embætti sem 35. forseti Bandaríkjanna. 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brennur og er endur- reistur ári síðar. 1996 Yasser Arafat er kosinn forseti Palestínu. 2017 Donald Trump tekur við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.