Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 8
Það hefur verið sagt að
við séum þrætugjarn-
ari en aðrar þjóðir og
hér sé farið í landa-
merkjamál út af hverri
þúfu.
Benedikt Bogason,
forseti Hæstaréttar
26%
Hæsti-
réttur
samþykkir
að meðal-
tali um
fjórðung
málskots-
beiðna en
hlutfallið
er 10 til 15
prósent
á hinum
Norður-
löndunum.
50
40
30
20
10
2018 2019 2020 2021
Fjöldi dóma eftir breytingu
n Áfrýjuð einkamál n Kærð einkamál
n Áfrýjuð sakamál n Kærð sakamál
12
1
27 27 27
4
2
11
5
18
7
14
3
3
120
100
80
60
40
20
2018 2019 2020 2021
Afgreiðsla málskotsbeiðna eftir árum
n Samþykkt n Hafnað n Afturkallað n Óafgreitt
16
50
45
32
39
16
97
1 1
4
117
105
60
50
40
30
20
10
2018 2019 2020 2021
Fjöldi dóma eftir breytingu
Hæstiréttur er að ná jafn-
vægi eftir miklar breytingar
á síðustu árum. Hlutverkið
er breytt, álagið öðruvísi og
dómarahópurinn endurnýj-
aður.
Segja má að síðasta ár hafi verið
það fyrsta frá breyttri dómstóla-
skipan sem tók gildi 2018, sem gekk
áfallalaust fyrir sig í Hæstarétti.
Fyrsta starfsárið fór að mestu í
að vinna upp málahala réttarins í
einkamálum. Árið 2019 féll dómur
í Landsréttarmálinu hjá Mann-
réttindadómstól Evrópu, sem olli
töfum á málsmeðferð í Landsrétti,
þar sem fjórir af fimmtán dóm-
urum hættu að taka þátt í dóm-
störfum. Árið 2020 reið svo heims-
faraldurinn yfir sem einnig olli
töfum hjá dómstólunum.
Á síðasta ári voru kveðnir upp
55 dómar í Hæstarétti og Benedikt
segir þann fjölda nálægt því sem
gert var ráð fyrir þegar millidóm-
stigið var innleitt og Hæstiréttur
verður að þriðja dómstiginu.
Fyrsta starfsár Hæstaréttar bár-
ust réttinum 66 beiðnir, en síðustu
þrjú ár hafa þær verið að meðaltali
um 150 á ári.
Þrætugjörn þjóð
Hlutfall samþykktra málskots-
beiðna er töluvert hærra hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum. Hér
samþykkir Hæstiréttur um það bil
fjórðung málskotsbeiðna að meðal-
tali, en hlutfallið er ekki nema 10
til 15 prósent á hinum Norðurlönd-
unum.
„Það hefur verið sagt að við séum
þrætugjarnari en aðrar þjóðir og
hér sé farið í landamerkjamál út af
hverri þúfu,“ segir Benedikt.
Ólöf Finnsdóttir, skrifstofustjóri
Hæstaréttar, bendir hins vegar á að
íbúar hinna Norðurlandanna hafi
fjölbreyttari úrræði og því kunni
samanburður að vera villandi.
„Ef við til dæmis berum okkur
saman við Danmörku, þá hafa þeir
aðrar leiðir eins og til dæmis með
smærri kröfur, en slík mál eru rekin
fyrir dómstólum hér.
Þá benda þau á að málum hafi
verið að fækka hjá héraðsdómstól-
unum á undanförnum árum. Þar
kunni að hafa áhrif aukinn réttur
borgara til að bera mál sín undir
úrskurðarnefndir.
Þótt Hæstiréttur sé kominn fyrir
vind og meðferð mála í eðlilegum
farvegi, lýsir Benedikt áhyggjum
af töfum á meðferð einkamála í
Landsrétti, en í dag geta liðið allt að
átján mánuðir frá áfrýjun til Lands-
réttar, þar til dómur gengur.
Benedikt segir að uppi séu til-
lögur um hvernig Hæstiréttur geti
tekið þátt í að létta á þessu álagi.
„Við erum móttækileg fyrir því
að rýmka aðgang að Hæstarétti og
höfum tjáð okkur um ákveðnar til-
lögur í því sambandi,“ segir Bene-
dikt, en í Samráðsgátt stjórnvalda
er frumvarp sem gerir ráð fyrir að
mál geti farið beint til Hæstaréttar
frá héraðsdómi, án skilyrðis um að
niðurstaða þoli ekki bið. Skilyrði
fyrir þessari leið væri að málið
væri í eðli sínu þannig að það ætti
augljóst erindi til Hæstaréttar, en
krefðist ekki beinnar sönnunar-
færslu á áfrýjunarstigi.
Í frumvarpsdrögunum er einn-
ig lagt til að að unnt verði að leita
til Hæstaréttar varðandi ýmis
réttar farsatriði. Til að mynda
hefur verið gagnrýnt að ef máli
er vísað frá í héraði og frávísun
er staðfest í Landsrétti, komist
það mál aldrei til Hæstaréttar og
málsaðilar fái enga úrlausn fyrir
dómstólum. „Þarna væri verið að
rýmka aðganginn að Hæstarétti,“
segir Benedikt. Þó þurfi auðvitað
eftir sem áður að fá málskotsleyfi
hjá réttinum hverju sinni.
Öllu tjaldað til í endurnýjuðum Hæstarétti
Benedikt
Bogason, forseti
Hæstaréttar,
ásamt Ingveldi
Einarsdóttur
varaforseta
(t.v.) og Ólöfu
Finnsdóttur,
skrifstofustjóra
réttarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þrjár konur gegna nú stöðu Hæstaréttardómara, en kvenkyns dómarar við
réttinn hafa alls verið sjö: Björg Thorarensen, Greta Baldursdóttir, Ingibjörg
Benediktsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Hjördís Hákonardóttir, Ingveldur
Einarsdóttir og Ása Ólafsdóttir. MYND/SAGA SIGURÐARDÓTTIR
Nóg að gera
Því er stundum haldið fram að
hæstaréttardómarar geti varla haft
mikið að gera í breyttri dómstóla-
skipan. Ingveldur Einarsdóttir,
varaforseti Hæstaréttar, vísar
þessu á bug. „Ég var settur dómari
þegar álagið var sem mest hér eftir
hrunið. Álagið þá var allt öðru vísi
en í dag. Þá voru dæmd 600 mál á
ári en ekki 60, þannig að maður
hafði miklu minni tíma til að setja
sig inn í málin. Núna er álag líka
en allt öðruvísi og yfirferðin allt
önnur. Það er farið í alls kyns dóma
og fræðirit, það er legið yfir málinu
og allir endar skoðaðir, það er farið
algerlega á dýptina og svo eru dóm-
arnir náttúrulega mun ítarlegri og
lengri en áður var.“
Benedikt tekur undir með Ing-
veldi og segir mun meira lagt í hvert
mál eftir breytinguna. „Lögmenn-
irnir leggja meira í málin sem koma
til okkar, það er meira lagt í mál-
flutninginn og svo eru þau afgreidd
hér af meiri dýpt. Þannig að það er
meiru tjaldað til í dag,“ segir Bene-
dikt og bendir einnig á að áður voru
dómarar við réttinn tólf, en eru sjö
í dag.
Einnig hefur verið gagnrýnt að
hæstaréttardómarar sinni kennslu
með fram starfinu og hefur sú gagn-
rýni ekki síst beinst að Benedikt.
Hann segir að eftirlit sé haft með
aukastörfum dómara og um þau
gildi sérstakar reglur sem fara þurfi
eftir.
„Ég segi nú bara fyrir mig að það
hefur gefið mér mikið í kennara-
starfinu að hafa verið að dæma og
í dómarastarfinu að hafa verið að
kenna. Þetta styrkir mann á báðum
sviðunum,“ segir Benedikt og bætir
við: „Mér finnst gríðarlega mikil-
vægt að geta komið út í háskóla
og hitt ungt fólk og heyrt þeirra
sjónarmið og átt samræður þar. Það
gerir ekkert nema styrkja mann í
dómarastarfinu.“ Hann segir þetta
fyrirkomulag eiga sér fyrirmyndir
víða um heim.
Jafnt kynjahlutfall
Samsetning Hæstaréttar hefur
breyst töluvert á allra síðustu árum.
Lengi vel var aðeins ein kona í rétt-
inum. Nú eru konur þrjár af sjö
dómurum réttarins.
„Við erum með besta skorið að
minnsta kosti á Norðurlöndum,
ef ekki víðar,“ segir Benedikt um
kynjahlutföllin.
En hvaða áhrif hefur f jöldi
kvenna við réttinn? „Ég held það
sé fyrst og fremst fólkið sjálft sem
hefur áhrif, ekki endilega hvort
það er kona eða karl. Lífsskoðanir
fólks og lífsreynsla mótar fólk og
kannski hefur það einhver áhrif og
jafnvel meiri en kyn þess,“ svarar
Ingveldur. n
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
8 Fréttir 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR