Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 89
Það er
dýrmætt
að geta
fært þessa
þjónustu
beinustu
leið heim í
stofu með
hjálp
tækninnar.
Erna er
fyrirmynd
í að stýra
þessu
batteríi og
hefur
einstakt
lag á að
passa upp
á að hver
og einn
upplifi sig
einstakan í
þjónust-
unni.
Unnur María Þorvarðar-
dóttir, 38 ára, er deildarstjóri
Landsbyggðardeildar Ljóss-
ins. Hún kynntist starfsem-
inni fyrst í námi árið 2009.
Ljósið óx frá því að vera gras-
rótarhreyfing í endurhæf-
ingarmiðstöð, sem þjónustar
600 manns á mánuði.
Ljósið er gott dæmi um starfsemi
sem sprettur út frá litlum neista.
Með skýrri framtíðarsýn hefur
Ljósið vaxið og þróast í takti við
þarfir þeirra sem starfseminni er
ætlað að þjóna. Kraftur og seigla
Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu
Ljóssins, liggur að baki þess að
byggja upp eitt af mikilvægustu
bjargráðum þeirra sem greinast
með krabbamein. „Erna byrjaði
með tvær hendur tómar en með
þrautseigju og ómetanlegri aðstoð
fjölda fólks, starfa í Ljósinu í dag
um 34 starfsmenn auk verktaka og
sjálfboðaliða,“ segir Unnur.
Ljósið er stöðugt að leita leiða til
að bæta þjónustuna og auka ávinn-
ing þeirra sem leita til okkar. Nýleg
deild innan Ljóssins, fyrir fólk
búsett á landsbyggðinni, er dæmi
um mikilvægi þess að nýta hvert
tækifæri til framþróunar, jafnvel
þó þau spretti óvænt fram vegna
heimsfaraldurs.
Ljósið byggir á hugmyndafræði
iðjuþjálfunar, sem snýr að mun víð-
ara samhengi en líkamlegri getu.
Iðjuþjálfun er heildræn nálgun sem
tekur mið af öllu sem getur haft
áhrif á einstaklinginn og tækifæri
hans til að vera virkur þátttakandi
í eigin lífi. Það er svo margt sem
getur haft áhrif á bataferli manns-
ins og mismunandi hvað hentar
hverjum og einum, sem gerir starfið
einstaklega fjölbreytt og skemmti-
legt.
Það hefur sýnt sig að fólk er
ánægt með Ljósið, enda er það val
hvers og eins að nýta þjónustuna.
„Við metum ávallt endurhæf-
ingarþarfir einstaklingsins og með
þverfaglegri samvinnu leitum við
leiða til að hámarka árangur óháð
batahorfum.“ Ljósið hefur þurft að
aðlaga starfsemi sína ítrekað vegna
aðstæðna í samfélaginu, en hefur
kappkostað að halda uppi hámarks
þjónustu fyrir sína skjólstæðinga
þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
„Erna er alger fyrirmynd í að
stýra þessu batteríi og hefur ein-
stakt lag á að passa upp á að hver og
einn upplifi sig einstakan í þjónust-
unni. Þrátt fyrir að aðsóknin hafi
aukist ár frá ári er ótrúlegt hverju
hægt er að áorka með samvinnu,
útsjónarsemi og einstökum starfs-
mannahópi,“ segir Unnur.
Jákvæð áhrif faraldurs
Unnur útskrifaðist sem iðjuþjálfi
úr Háskólanum á Akureyri 2009.
„Árið 2012 hóf ég störf hjá Ljósinu
og starfaði þar til 2018. Ég er búsett
á Akranesi og hafði keyrt suður
til Reykjavíkur í nokkur ár til að
vinna í Ljósinu, en þegar ég var
komin með þrjú ung börn varð
eitthvað undan að láta. Ég ákvað
að fá mér vinnu í heimabyggð og
var svo heppin að starfa í Starfs-
endurhæfingu Vesturlands í tvö ár,
sem var dýrmæt reynsla.
Faraldurinn hefur haft ýmis nei-
kvæð áhrif á samfélagið, en hann
skapaði líka óvænt tækifæri. Erna
hafði lengi gengið með þá hug-
mynd að auka aðgengi að þjónustu
Ljóssins fyrir fólk búsett á lands-
byggðinni. Tæknilausnirnar
sem Ljósið nýtti til að viðhalda
þjónustu þrátt fyrir samkomu-
takmarkanir í upphafi farald-
ursins, sýndu fram á að það dró
ekki úr gæðum þjónustunnar að
sinna endurhæfingu með þessum
nýja hætti, sem varð því óvæntur
stökkpallur fyrir landsbyggðar-
deild í Ljósinu. Í ágúst 2020 gerði
Ljósið samning við samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið og
heilbrigðisráðuneytið um fjarheil-
brigðisþjónustu í endurhæfingu
krabbameinsgreindra. „Mér var
boðið þetta spennandi tækifæri að
stýra verkefninu, og geri það í fjar-
vinnu að mestu leyti. Svo verkefnið
skapaði ekki bara aukið aðgengi
fyrir þá sem þurfa á þjónustunni
að halda, heldur einnig atvinnu-
tækifæri óháð búsetu.“
Ljósið út á land
Þetta er tveggja ára þróunar-
verkefni þar sem markmiðið er að
nýta þá sérþekkingu sem hefur
safnast á starfsárum Ljóssins og
þróa aðferðir til að miðla þekk-
ingunni og yfirfæra þjónustuna í
rafrænt form. „Margir af þeim sem
greinast með krabbamein og búa
úti á landi, þurfa að dvelja í lengri
eða skemmri tíma að heiman til
að sækja sérhæfða þjónustu vegna
veikindanna, hvort sem það er
vegna aðgerða, geislameðferðar,
lyfjagjafa eða rannsókna. Þessi
ferðalög geta reynt á og mörgum
finnst nóg um. Því er dýrmætt
að geta fært þessa þjónustu
beinustu leið heim í stofu með
hjálp tækninnar, hvort sem það
eru einstaklingsviðtöl við fagaðila
eða námskeið. Síðastliðið vor
sendum við út þjónustukönnun
til skjólstæðinga okkar sem voru
í þjónustu síðastliðin tvö ár, þar
mældist áberandi mikil ánægja
með allar þær fjarlausnir sem
boðið var upp á, og enn meiri
ánægja meðal þeirra sem búsettir
voru utan höfuðborgarsvæðisins.
Við styðjumst við Kara Connect
hugbúnaðinn fyrir einstaklings-
viðtöl, en með kerfinu getum við
boðið upp á myndsímtal í öruggu
umhverfi fyrir trúnaðarsamtöl. Öll
viðtöl við fagaðila eru skjólstæð-
ingum okkar að kostnaðarlausu.
Einnig notum við ýmiss konar
fjarsamskipti til þess að bjóða upp
á fjölbreytt endurhæfingarúrræði,
auk samfélagsmiðla. Á mánu-
daginn byrjaði til dæmis nám-
skeið í fjarþjálfun. Yfir 20 manns
eru skráðir og munu koma saman
tvisvar í viku og gera æfingar undir
handleiðslu sjúkraþjálfara. Í lok
tímans setjast svo allir niður og
spjalla saman.
Einnig erum við með fræðslu-
námskeið á Zoom með fjölbreytt-
um hópi fagaðila. Nýtt námskeið
hefst 2. febrúar næstkomandi, viku-
leg fræðsla um bjargráð og þjón-
ustu, að ógleymdum umræðum
sem skapast og eru ekki síður
mikilvægur hluti af þjónustunni.
Jafningjastuðningurinn er stór
hluti af því sem gerir Ljósið einstakt
og þess vegna er svo mikilvægt að
skapa vettvang fyrir umræður milli
jafningja, það að heyra að einhver
skilji hvernig þér líður og er að upp-
lifa sambærilega hluti, jafnvel þó
fleiri hundruð kílómetrar skilji að,
getur skipt sköpum.
Næstu skref
Aðsókn og þátttaka í landsbyggð-
ardeild Ljóssins hefur verið vonum
framar. Í dag hafa 136 krabba-
meinsgreindir sem búa úti á landi
og 44 aðstandendur þeirra, nýtt
sér þjónustuúrræði frá Ljósinu. Við
erum stöðugt að vekja athygli á
þjónustunni, svo þeir sem þurfa á
aðstoð að halda viti hvert hægt er
að leita. Það hefur verið dæmigert
fyrir þróun Ljóssins að þeir sem
þiggja þjónustu frá okkur hafa
auglýst okkur allra best og hvatt
aðra til að leita til okkar. Ánægja
þeirra sem nota þjónustuna hefur
því verið okkar besta markaðs-
setning. Núna er bara að sannfæra
ráðamenn um gagnsemina og von-
andi festa þjónustuna enn frekar í
sessi. Okkar markmið að lágmarka
færniskerðingu og vanlíðan og
hámarka árangur og lífsgæði í kjöl-
far veikinda vegna krabbameins,
það hlýtur að vera samfélagslega
hagkvæmt.“ n
Langholtsvegur 43. ljosid.is.
Sími 561-3770. ljosid@ljosid.is.
Ljósið á
landsbyggðinni
Unnur segir að
faraldurinn hafi
búið til óvæntan
stökkpall fyrir
verkefnið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR ÁRNASON
kynningarblað 69FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU