Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 36
Við stuðlum einnig að eflingu mennt- unar og starfsþróunar innan fyrirtækisins og styrkjum þar með stöðu einstaklingsins. Rík áhersla er lögð á að tryggja að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, ald- urs, uppruna, trúar eða ann- arra þátta hjá ELKO, stærstu raftækjaverslun landsins. ELKO, sem er stærsta raftækja- verslun landsins, hefur verið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi um langan tíma, að sögn Berglindar R. Guðmundsdóttur innkaupastjóra. „Við bjóðum upp á landsins mesta úrval af raftækjum í öllum vöruflokkum, hvort sem það eru stærri eða minni heim- ilistæki eða önnur raftæki líkt og símar, snjallúr, heyrnartól, tölvur og skjáir, plötuspilarar, nuddtæki eða leikir og leikjatölvur. Við erum einnig með stóra deild sem tengist snjallheimilinu sem er alltaf að stækka.“ Jöfn tækifæri Hún segir ELKO leggja ríka áherslu á að jafnræðis sé gætt og tryggt sé að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. Það eigi einnig við í nýráðningum. „Við hvetjum ávallt öll kyn til þess að sækja um auglýst störf hjá okkur og reynum að hanna atvinnuauglýsingarnar þannig að þær höfði til allra. Við höfum einnig breytt vaktafyrir- komulagi í verslunum til þess að reyna að ná til f leiri og bjóðum þar með upp á sveigjanlegri vinnu- tíma.“ Um leið stuðlar jafnréttisstefna ELKO að jafnrétti og jöfnum tæki- færum fyrir einstaklinga óháð kyni, að hennar sögn. „Við stuðlum einnig að eflingu menntunar og starfsþróunar innan fyrirtækisins og styrkjum þar með stöðu ein- staklingsins sem gerir honum kleift að nýta hæfileika sína í starfi og bæta vellíðan og starfsanda.“ Öflug þjónusta Berglind segir ELKO leggja mikið upp úr þjónustu við viðskipta- vini sína og hafa aðlagað þjón- ustustefnu því markmiði að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaðnum. „Loforð ELKO til viðskiptavina er að það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli og höfum við þetta loforð að leiðarljósi í öllu sem við gerum. Við bjóðum upp á uppsetningu á sjónvörpum, símum og tölvum til að auðvelda viðskiptavinum sem eru minna tæknivæddir að njóta allrar þeirrar ótrúlegu tækni sem er í boði. Við bjóðum upp á 30 daga skilarétt á vöru, sem virkar þannig að þú mátt opna og skoða vöruna og prófa hana í allt að 30 daga.“ Í þjónustuverinu eru einnig öfl- ugir þjónusturáðgjafar, ásamt því að boðið er upp á netspjall á vefsíðu ELKO sem er opið til 21, alla daga vikunnar. „Við höfum betrumbætt vefverslunina okkar til muna með nýrri vefsíðu sem fór í loftið fyrir stuttu og þar er mjög öflug leitarvél sem aðstoðar viðskiptavini við að finna það sem þeir leita að. Á vefsíðunni okkar má einnig finna verðsögu allra vara á vöruspjaldi sem er nýjung á Íslandi.“ Aukin áhersla á umhverfismál ELKO hefur lagt aukna áherslu á umhverfismál undanfarin ár, að hennar sögn. „ELKO hefur verið að taka skref til þess að minnka kolefnisspor okkar og við erum ávallt að leita leiða til þess að gera enn betur. Við bjóðum viðskipta- vinum að sækja allar kaupnótur sínar rafrænt á vefsíðunni okkar og innanhúss höfum við dregið úr pappírsnotkun til muna. Undir lok síðasta árs tókum við stórt skref þegar við hættum að prenta út allar pantanir og reikninga í vöru- húsi okkar. Við settum upp endur- vinnsluskápa í verslunum okkar í Lindum, Granda og á Akureyri þar sem hægt er að koma með raf- hlöður, perur, síma, lyklaborð og öll minni raftæki sem við skilum áfram til endurvinnslu ásamt því að taka á móti símum og tölvum sem við kaupum af viðskipta- vinum og komum áfram í ábyrgt endurvinnsluferli. ELKO stefnir á að verða betri í endurnýtingu og endurvinnslu til þess að lengja líf- tíma á vörum.“ n Nánari upplýsingar á elko.is. ELKO stuðlar að jafnrétti og jöfnum tækifærum Sérstakir endurvinnsluskápar eru í verslunum ELKO í Lindum, Granda og á Akureyri. Berglind R. Guðmundsdóttir er innkaupastjóri ELKO. MYNDIR/ELKO Mögnum á Akureyri er þekkingar- og ráðgjafarfyrir- æki með það að leiðarljósi að magna það sem í fólki býr svo það eflist sem það sjálft. Þannig eflast og styrkjast einnig vinnustaðir og sam- félagið allt sem jú er ekkert annað en við fólkið. Sigríði Ólafsdóttur, eiganda fyrirtækisins Mögnum, þykir mikilvægt að fólk og vinnustaðir á Norðurlandi eigi kost á slíkri þjónustu og efli þannig þekk- ingarsamfélagið og auki atvinnu- möguleika á þessu sviði. Mögnum á Akureyri er eina fyrirtækið sinnar tegundar utan höfuð- borgarsvæðisins. Hún segist vera eini starfsmaður fyrirtækisins en hafa til liðs við sig öfluga samstarfsaðila – sem komi inn í verkefni þegar þess er þörf. „Þjónustan spannar fjögur svið; ráðningar, fræðslu, ráðgjöf og markþjálfun. Að baki hverju þeirra eru fjölbreyttir möguleikar og sér- sniðnar lausnir. Árið 2017, eftir um 18 ára starf hjá Capacent/Gallup, ákvað ég að kanna hvort ég gæti skapað mitt eigið starf hér á Akureyri og nýtt þekkingu mína og reynslu. Í byrjun var megináherslan á mark- þjálfun, sem svo þróaðist einnig út í námskeiðahald, stefnumótun, ráðgjöf og vinnustofur. Árið 2020 bætti ég við ráðn- ingarþjónustunni og var það kjörið tækifæri til að nýta áralanga reynslu mína á því sviði. Mögnum er fjölbreyttur hópur fyrirtækja og stofnana á Norður- landi. Einnig er sívaxandi hópur einstaklinga sem kemur til mín í markþjálfun.“ Sífelld vöruþróun „Í rauninni er sífelld vöruþróun í gangi og „Sigga í vöruþróunar- deildinni“ er alltaf á tánum. Það hefur verið mikil aukning í mannauðsráðgjöf, mörg fyrirtæki hér eru lítil og kalla eftir þessari þekkingu. Ég hef verið að koma inn á vinnustaði til að sinna sértækum og afmörkuðum verkefnum. Einn- ig er fjölgun í úttektum á vinnu- stöðum í kjölfar áskorana eða viðvarandi, hamlandi vinnustaða- menningar, en þá er dýrmætt að fá utanaðkomandi aðila, eins og mig, til að meta og greina stöðuna, og vinna svo að aðgerðum.“ Merking þess að vera með PCC-vottun „Ég markþjálfa mest stjórnendur og starfsfólk, en hugmyndafræð- ina nota ég mikið þegar ég stýri vinnustofum, stefnumótun eða hanna fræðslu. Ég fékk PCC-vottun sem markþjálfi 2019 og hef um 1.700 klukkustunda reynslu. Vottun endurspeglar að mínu mati faglegan metnað, þar er krafa um endurmenntun og aðhald, sem vonandi skilar virði til viðskipta- vina. Vottunarstig markþjálfunar eru ACC, PCC og MCC. Hvert stig endurspeglar stighækkandi reynslu og í vottunarferlinu þarf að skila inn upptökum af samtölum þar sem hæfni markþjálfans er metin. Ég hef einnig lokið sértæku námi sem mentor-markþjálfi og er í námi fyrir matsaðila í vott- unarferlinu hjá ICF. Þannig hef ég faglegan bakgrunn og get boðið handleiðslu og stuðning þegar sótt er um vottun. Sumir segja mig hafa „þekking- arþráhyggju“ í faginu – sem er sennilega satt.“ Reynsla og lærdómur er árangur Að sögn Sigríðar er sjálfstæður rekstur og markaðssetning á svæð- inu skemmtilega krefjandi. „Ég vil vera trú markþjálfa-hugarfarinu og meðtaka reynslu sem lærdóm og árangur, jafnvel þótt sá árangur sjáist ekki alltaf í rekstrartölunum. Síðasta ár var magnað og ég er sannarlega stolt af því að uppskera loks eftir allan lærdóm byrjunar- áranna. Ég er stolt af hugrekkinu, frumkvæðinu og sambandinu við mína frábæru viðskiptavini, sem kunna að meta að hafa þjónustu sem þessa á svæðinu, “ segir Sig- ríður hress að lokum. n Ráðningar, fræðsla, ráðgjöf og markþjálfun Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Mögnum, segir síðasta ár hafa verið magnað og hún er sannar- lega stolt af uppskeru byrjunaráranna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þjónustan spann- ar fjögur svið: ráðningar, fræðslu, ráðgjöf og markþjálfun. Að baki hverju þeirra eru fjölbreyttir mögu- leikar og sérsniðnar lausnir. Sigríður Ólafsdóttir 16 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.