Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 40
Við þurfum að kynna þennan iðnað fyrir ungum konum, hvetja þær til að sækja sér menntun í faginu og bjóða þeim svo upp á vinnustað þar sem þær fá að njóta sín. Ingibjörg Lilja 20 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Allir hafa tækifæri til að hasla sér völl sem rafvirkjar ef áhuginn er fyrir hendi. Á þetta jafnt við um konur og karla. Fanney Pálsdóttir er útskrifuð úr rafvirkjanámi og tekur sveinspróf í byrjun næsta mánaðar. Hún var búin að taka vélstjórann og tók rafvirkjann sem viðbót. „Ég er með sveinspróf í vélfræði og er því vélfræðingur en hef aldrei verið til sjós og þess vegna er ég ekki vélstjóri.“ Áður en Fanney fór í rafvirkja­ nám vann í hún í virkjunum á Suðurlandi. „Það byrjaði strax eftir stúdentspróf og vakti áhuga minn á vélstjóranáminu. Ég fór í það og ákvað svo að bæta við mig raf­ virkjun. Með tvö sveinspróf hefur maður möguleika á iðnfræði í HR, leiti hugur manns í þá átt, og þar af leiðandi meiri starfsmöguleika. Svo er menntun máttur og ég tel að maður sé eftirsóknarverðari starfskraftur eftir því sem maður hefur meiri menntun á sviðum sem tengjast saman. Þetta var hvort tveggja inni á mínu áhugasviði og passaði full­ komlega saman. Ég hef alltaf haft gaman af öllu sem tengist einhvers konar vélbúnaði. Verkfæri og allt vélknúið hefur alla tíð vakið mikinn áhuga hjá mér.“ Sumarið 2013 fór Fanney að vinna í virkjun, í landgræðslu, en allt í sambandi við virkjunina sjálfa vakti áhuga hennar og hún spurði starfsfólkið í þaula um það hvað hlutirnir gerðu og virkni túrbínunnar og þess háttar. „Einn sem þarna vann benti mér á að sækja um í Iðnskólanum. Þá var ég hálfnuð með menntaskólann. Ég ákvað að klára menntaskólann og varð stúdent 2016 frá MR og fór svo í Vélskóla Íslands.“ Tamningamanneskja Fanney segist hafa skemmt sér svo vel í menntaskóla að hún hafi ákveðið að fara aftur í mennta­ skóla. „Ég hef þann heiður að vera tvöfaldur stúdent í nokkrum fögum sem er nokkuð sem ekki margir geta státað sig af. Ég uppgötvaði að ég hafði engan áhuga á náminu í MR svo ég mætti en sinnti náminu ekki af mikilli elju en stundaði þess í stað þjálfun og tamningu hrossa. Svo fattaði ég mánuð í stúdents­ próf að líklega hafði ég ekkert gert í náminu í þrjú ár og þyrfti eitthvað aðeins að endurskoða hlutina. Ég hafði þetta bara þægilegt í MR og var á málabraut.“ Í desember 2019 lauk Fanney námi í Vélskólanum 2019 og kláraði rafvirkjun 2020. Þá stóð hún á krossgötum og var ekki viss um hvort hún ætti að klára sveins­ prófið eða ekki. „Samstarfsfélagi minn benti mér þá á að sækja um hjá Rafal og hvatti mig til að láta slag standa og klára þetta. Það er auðveldara að gera þetta strax en að bíða í einhver ár. Ég sé ekki eftir því í dag. Hjá Rafal vinn ég mikið úti á mörkinni, eins og sagt er, aðallega í verkefnum tengdum Veitum. Vinn talsvert í dælustöðvum og borholum núna víðs vegar á suð­ vesturhorninu. Við erum að skipta út hraðastýringum og endurnýja og uppfæra rafkerfi. Í samstarfi við Veitur erum við að uppfæra þetta til nútímans.“ Fanney hefur starfað hjá Rafal í tæpt ár. „Þetta voru skrítnir tímar. Covid var á fullu og alls kyns tak­ markanir í gildi og það er erfitt að kynnast fólki þegar maður má ekki hitta það. En auðvitað var þetta bara verkefni eins og hvert annað.“ Fanney telur áhuga kvenna á iðnnámi vera að aukast, ekki síst rafvirkjun, konur séu að átta sig á að það sé ekki óyfirstíganlegt vandamál að koma inn í umhverfi þar sem karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta. Sjálf vinnur hún í fjögurra manna teymi þar sem hún er eina konan. Hún ber sig vel og segist ekki hafa undan neinu að kvarta í samstarfi við sitt samstarfsfólk. Rafal er að sögn Fanneyjar það fyrirtæki sem er með hæsta hlutfall kvenna sem undirgengst sveinspróf í næsta mánuði. Ekki kraftafag Hún segir rafvirkjun vera sérstak­ lega hentugt fag fyrir konur. Ekki kalli öll verkefni í iðninni á sér­ staka líkamsburði og því séu konur engir eftirbátar karla. Þá bjóði rafvirkjun upp á fjöl­ breytni sem fá störf geta boðið. Rafvirkjar geti valið hvort þeir vinni úti eða inni eða þá sitt lítið af hverju. „Mér finnst til dæmis sjálfri best að vinna úti þó að ég geti auð­ vitað ekki alveg ráðið því.“ Fanney segir útivinnu vera betri hvort heldur sem vetur sé eða sumar. Aðspurð um það hvort ekki geti orðið ærið kalt að vetrarlagi vitnar í hún í föður sinn og segir að aldrei sé vont veður á Íslandi. Aðeins þurfi að klæða af sér kuldann. Sama gildi um hitann. Það góða við vinnustaðinn Rafal er, að sögn Fanneyjar, hve sveigjan­ legur hann er. Ekki sé vandamál fyrir fólk að ná í börn á leikskóla og þess háttar. Þá geti fólk nokkuð ráðið tíma sínum. Á tímum Covid notfæra margir sér tækifærið til að sitja heima og hitta engan. Því er ekki svo farið hjá Rafal. Rafvirkjun fer fram á staðnum. Það hentar Fanneyju mjög vel því að hún segist enga eirð hafa í sér til að vera bundin í sóttkví. Hún lítur hins vegar björtum augum fram á veginn og segist vona að Covid fari að renna sitt skeið á enda. ■ Náttúrubarn sem þekkir ekki vont veður Fanney Páls- dóttir fór í vél- fræði beint eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykja- vík. Eftir vél- fræðina bætti hún rafvirkjun við og tekur sveinsprófið í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Rafal er rótgróið rafmagns- verktakafyrirtæki sem starfar á breiðu sviði raf- iðnaðarins og fjarskipta, allt frá virkjun, flutningi og dreifiveitum til notenda. Rafal er með öfluga framleiðslu­ deild og deild rannsókna og þróunar sem sérhæfir sig í tækni­ lega flóknum verkefnum í raforku­ geiranum. „Vegferðin okkar hjá Rafal er skýr en með leiftrandi áhuga, framúrskarandi hæfni og ríkuleg­ um auðlindum ætlum við að verða leiðandi þekkingar­ og þjónustu­ miðstöð rafmagns og fjarskipta á heimsvísu,“ segir Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, mannauðsstjóri Rafals. „Í dag starfa hjá okkur um 120 manns í þremur fyrirtækjum, en dótturfyrirtæki Rafal eru Verkfræðistofan Afl og orka sem sérhæfir sig í rafmagnsverkfræði og Lýsir sem vinnur að lorawan­ og IoT­lausnum og sölu og sérfræði­ þekkingu á ljósleiðarastrengjum og allri þjónustu í kringum það. Við erum gríðarlega stolt yfir þessum ótrúlega hæfa hópi sem hjá okkur starfar, en margt af okkar starfsfólki hefur fylgt okkur um árabil. Fólkið okkar er klárlega hjartað í starfsemi okkar.“ Tækniheimurinn fyrirmynd Ingibjörg, sem áður starfaði í tæknigeiranum, meðal annars hjá Spotify, segist telja að tæknigeirinn hafi vaknað af værum blundi fyrir 8­10 árum þegar stjórnendur átt­ uðu sig á því að heilu tæknifyrir­ tækin sem voru nánast eingöngu skipuð karlmönnum. „Það var gríðarleg skemmtilegt að fá að taka þátt í því verkefni að breyta þessu hjá Spotify, þar sem bæði stjórn­ endur og starfsmenn tæknideildar voru nánast eingöngu karlmenn. Í dag er staðan hins vegar gjörbreytt enda fyrirtækið löngu búið að átta sig á mikilvægi þess að vera með fjölbreyttan vinnustað. Ég held það skapi fyrirtækjum gríðarlegt samkeppnisforskot og bæti vinnu­ staðamenninguna í fyrirtækinu að hafa vinnustaðinn sem fjölbreytt­ astan.“ Eftir farsæl ár í tæknigeiranum gekk Ingibjörg til liðs við Rafal um um mitt ár 2020 og það sló hana strax hve fáar konur störfuðu hjá fyrirtækinu. „Þetta voru svo sannarlega öflugar konur þar en þær voru fáar og nánast engin þeirra í stjórnunarstöðu. Mér leið stundum eins og ég væri að eiga sömu samtölin um mikilvægi fjöl­ breytileikans og ég átti fyrir um átta árum í tæknigeiranum.“ Ingibjörg segir tæknigeirann hafa tekið stór skref í átt að jafn­ rétti á undanförnum áratug og telur iðnaðinn mikið geta lært af þeirri vegferð. „Mig langaði strax að kanna hvort það væri ekki áhugi hjá stjórnendum á að breyta þessu og búa til vinnustað sem væri líka eftirsóknarverður og aðlaðandi fyrir konur. Þeir voru heldur betur til í það svo undanfarin ár höfum við markvisst unnið að því að breyta þessu með gríðarlega góðum árangri,“ segir Ingibjörg. „Í dag starfa hjá okkur 17 ótrúlega flottar konur, þar af níu sem eru rafmagnsmenntaðar. Hlutföllin eru líka að verða jafnari í stjórn­ endahópnum, en í framkvæmda­ stjórn Rafal sitja í dag þrjár konur og tveir karlar. Erla Björk Þorgeirs­ dóttir leiðir svo Verkfræðistofuna Afl og orku, en ég held að það séu afar fáar framkvæmdastýrur á verkfræðistofum á Íslandi.“ Konur sækja ekki um Ingibjörg segir hluta vandans fólginn í því að rafiðnaðurinn hafi ekki verið kynntur almennilega fyrir konum. „Ég væri ansi rík ef ég hefði fengið krónu í hvert sinn sem ein­ hver sagði við mig „það sækja ekki neinar konur um…“ Þetta er nátt­ úrulega engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Við þurfum að kynna þennan iðnað fyrir ungum konum, hvetja þær til að sækja sér menntun í faginu og bjóða þeim svo upp á vinnustað þar sem þær fá að njóta sín. Við verðum að galopna þennan heim fyrir þeim. Rafvirkjun er til dæmis starf sem hentar konum ansi vel, þar sem mikil áhersla er lögð á nákvæmnis­ vinnu og öryggi.“ Frábærar fyrirmyndir Þróun síðastliðinna ára hefur verið mjög góð í orkugeiranum. „Í dag erum við með gríðarlega flottar konur eins og Höllu Hrund orku­ málastjóra og Margréti Halldóru sem er formaður félags íslenskra rafvirkja og eru þær mikilvægar fyrirmyndir fyrir konur í þessum iðnaði. Eins hafa nokkur orku­ fyrirtæki náð mjög góðum árangri en þar langar mig sérstaklega að hrósa fyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur fyrir allt það sem þau hafa lagt á vogarskálina í þessum málaflokki. En til þess að við getum raun­ verulega farið að hreyfa nálina verðum við öll að standa saman. Við þurfum öll að taka þátt í þessari byltingu. Ég vil því hvetja alla okkar samstarfsaðila og sam­ keppnisaðila til að taka höndum saman og taka þátt í þessu sam­ félagslega mikilvæga verkefni,“ segir Ingibjörg Lilja Þórmunds­ dóttir að lokum. ■ Við viljum vera afl sem breytir þessum iðnaði Frá vinstri eru Sigrún Hrafns- dóttir, Ingibjörg Lilja Þórmunds- dóttir, Hafdís María Kristins- dóttir og Fanney Pálsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir er mannauðsstjóri hjá Rafal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.