Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 4
Miklur fleiri konur en karlar
raðast í tekjulægstu hópa
samfélagsins. Mörg dæmi um
að börn einstæðra mæðra fái
ekki æskilega næringu. Inn-
flytjendur eru í vondri stöðu.
bth@frettabladid.is
JAFNRÉTTI Ekkert jafnrétti mælist
meðal kynjanna er kemur að
tekjum lægst launuðu Íslending-
anna, samkvæmt kjarakönnun
Vörðu sem kynnt var í gær. Ein
af niðurstöðum könnunarinnar
sem byggir á 8.758 svörum meðal
aðildarfélaga ASÍ og BSRB er að ríf-
lega þrír af hverjum tíu eiga nokkuð
erfitt, erfitt eða mjög erfitt með að
ná endum saman.
Ríflega fjórar af hverjum tíu vinn-
andi konum og þrír af hverjum tíu
vinnandi körlum, gætu ekki mætt
80.000 króna óvæntum útgjöldum
án þess að stofna til skuldar. Hafa
þrír af hverjum tíu tekið yfirdrátt á
síðustu 12 mánuðum.
Staða einstæðra foreldra mælist
verst á öllum þáttum sem notaðir
voru til að meta fjárhagsstöðu. Ríf-
lega sex af hverjum tíu einstæðum
foreldrum á vinnumarkaði eiga
nokkuð erfitt, erfitt eða mjög erfitt
með að ná endum saman. Skortur
á efnislegum gæðum er mestur hjá
einstæðum mæðrum, en ríf lega
tvær af hverjum tíu búa við efnis-
legan skort.
Að sama skapi eru einstæðar
mæður sá hópur sem hvað tíðast býr
við húsnæðiskostnað sem þunga
og erfiða byrði. Einstæðir foreldrar
eru sá hópur sem algengast er að
hafi þurft að neita börnum sínum
um þátttöku í skipulögðum tóm-
stundum vegna fjárskorts á síðast-
liðnu ári. Rúmlega tvær af hverjum
Mikill kynjamunur meðal tekjulágra
Þrjár af tíu einstæðum mæðrum segjast í könnun ASÍ og BSRB ekki geta keypt
tilhlýðileg föt á börn sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Atvinnutekjur fyrir skatta
konur innfæddar innflytjendur
< 300 þús. kr. 14,9% 21,4%
301- 500 þús. kr. 38,8% 54,3%
501-700 þús. kr. 26,2% 15,8%
701-900 þús. kr. 9,5% 2,0%
901-1.100 þús. kr. 2,4% 0,3%
> 1.100 þús. kr. 1,5% 0,3%
karlar innfæddir innflytjendur
< 300 þús. kr. 5,6% 12,2%
301- 500 þús. kr. 23,8% 44,7%
501-700 þús. kr. 31,8% 25,3%
701-900 þús. kr. 18,6% 7,0%
901-1.100 þús. kr. 9,2% 3,6%
> 1.100 þús .kr. 4,7% 0,8%
tíu einstæðum mæðrum hafa ekki
getað veitt börnunum sínum eins
næringarríkan mat og þær telja þau
þurfa og tæplega þrjár af hverjum
tíu hafa ekki getað keypt nauðsyn-
legan klæðnað fyrir börnin sín.
Mjög mikill munur er á launum
kvenna og karla sem hafa menntun
á grunnskólastigi. Þannig er meira
en fimmta hver kona í þeim hópi,
21,5 prósent kvenna, með lægri en
300 þúsund króna atvinnutekjur á
mánuði. Meðal karla er þetta hlut-
fall 9,4 prósent, eða innan við einn
af hverjum tíu.
69,9 prósent kvenna með mennt-
un á grunnskólastigi eru með 500
þúsund krónur eða minna í laun
á mánuði. Hlutfallið er mun lægra
meðal karla með menntun á grunn-
skólastigi, eða 46,3 prósent.
20,6 prósent kvenna með mennt-
un á grunnskólastigi eru með 501
þúsund eða hærri atvinnutekjur
á mánuði. Meira en tvöfalt f leiri
karlar með sama menntunarstig
njóta sömu tekna, eða 48,1% karla
með sömu menntun.
Einnig skoðaði Varða tekjur fólks
með stúdentspróf. Mun hærra hlut-
fall kvenna en karla með stúdents-
próf er með 300 þúsund krónur eða
lægri atvinnutekjur á mánuði, 17,5
kvenna, á móti 7,7 prósentum karla.
Þegar kemur að tekjum á bilinu 301-
500 þúsund krónur, njóta 45,2 pró-
sent karla slíkra tekna á móti 34,3
prósentum í kvennastétt.
Einnig er hærra hlutfall karla með
stúdentspróf með atvinnutekjur á
bilinu 501-700 þúsund krónur, 30,1
prósent, á móti 24,7 prósentum
kvenna. Er kemur að mánaðarlaun-
um, hærri en 701 þúsund krónum,
nýtur um fimmtungur karla með
stúdentspróf slíkra tekna, en aðeins
6,7 prósent kvenna. n
Innflytjendur
hafa að jafnaði
mun lægri
tekjur en inn-
fæddir, sam-
kvæmt könnun
Vörðu.
ser@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Félagsmenn í Skot-
félagi Reykjavíkur og Skotreyn, sem
eru með aðstöðu til æfinga á Álfs-
nesi við Kollafjörð, þvertaka fyrir að
blýmengun af þeirra völdum ógni
þar dýraríki.
Guðmundur Lárusson, einn af
landeigendum á Álfsnesi, kvaðst í
Fréttablaðinu fyrr í vikunni ætla að
blýmengun af völdum haglaskota
næmi tugum tonna og að hún skað-
aði bæði fugla og fiska sem éti blýin
í stað lítilla steinvala til að bæta
meltinguna og drepist fyrir vikið.
„Engar rannsóknir sýna fram á
slíkt,“ segir Guðmundur Kr. Gísla-
son, formaður Skotfélags Reykja-
víkur.
„Þarna eru engar sendnar fjör-
ur og því sækja landfuglar ekki á
svæðið. Þarna eru bara klettar, urð
og grjót,“ segir hann og tekur fram
að félagið hafi bannað notkun á blý-
höglum fyrir ári.
Lúther Ólason, formaður Skot-
reynar, segir að ávallt hafi verið
farið eftir þeim reglum sem Heil-
brigðiseftirlitið hafi sett varðandi
notkun blýs, en vel að merkja, Álfs-
nesið falli ekki undir skilgreiningu á
votlendissvæði og þar með friðlandi
fyrir fugla.
„Staðsetning skotvallanna á
Álfsnesi var ekki ákveðin út af
veðursæld, fjölskrúðugu fuglalífi,
blómlegu votlendi og ómenguðum
jarðvegi. Þvert á móti eru á svæðinu
sorphaugar með útrunninni mat-
vöru sem er ekki hæf til manneldis,
bílhræ með batteríum og einhverjar
miltisbrandsgrafir ásamt öðru,“
segir Lúther.
Báðir vilja aftur á móti bæta
hljóðvarnir á skotsvæðinu með
mönum, svo nágrannar skotfélag-
anna tveggja á Kjalarnesi heyri
síður hvellina, en Álfsnesið sjálft
sé skilgreint iðnaðarsvæði til fram-
tíðar. n
Skotmenn segja blýmengun af völdum haglaskota vera litla
Skotsvæði á Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Á síðasta ári dóu að
meðaltali 44,7 einstaklingar í hverri
viku hér á landi. Það eru ívið fleiri
en árin 2017-2020 þegar 43,4 dóu að
meðaltali. Þetta kemur fram á vef
Hagstofu Íslands.
Tíðasti aldur látinna árið 2021 var
87 ár. Alls dóu 2.325 einstaklingar
hér á landi á síðasta ári. n
Fleiru dóu að
meðaltali í fyrra
Nærri 45 dóu að meðaltali í hverri
viku 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
ingunnlara@frettabladid.is
COVID-19 Eitt til þrjú sýni af um 150
þúsundum sem tekin eru á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir
PCR-próf, týnast í hverjum mánuði.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslunnar, segir ekki til tölur
um hversu mörg sýni týnast, en að
það sé afar sjaldgæft. „Talað er um
eitt til þrjú sýni á mánuði en getur
auðvitað verið meira,“ segir Óskar.
Óskar segir ástæðuna vera að
rangt strikamerki sé prentað út.
„Stundum getum við ekki rakið
vandann, því miður.“ n
Örfá sýni týnast
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
ALVÖRU BREYTTIR RAFBÍLAR
KOMDU OG REYNSLUAKTU 40” BREYTTUM PRUFUAKSTURSBÍL
JEEP WRANGLER RUBICON PLUG-IN HYBRID
ÁRA ÁBYRGÐ
8 ÁRA ÁBYRGÐ Á
DRIFRAFHLÖÐU
PLUG-IN HYBRID
35” BREYTING 40” BREYTING
4 Fréttir 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ