Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 87
Ég brenn fyrir þjónustu og upp- lifunum og vil leggja mitt af mörkum til að veita viðskiptavinum Origo óaðfinnanlegar þjón- ustuupplifanir. Sara Sigurðardóttir Við leggjum mikla áherslu á að vera með endingargóðan búnað en það hefur verið viðloðandi tækni- geirann að vera einnota og þegar það kemur ný uppfærsla þá er því gamla bara hent og nýtt keypt. Guðrún Svava Kristinsdóttir Við töluðum um fjölbreytileika og hversu mikilvægt það væri að hafa ólík sjónar- mið í starfsmannahópn- um og horfa á fjölbreyti- leikann í breiðari mynd. Dröfn Guðmundsdóttir. Dröfn Guðmundsdóttir, Guðrún Svava Kristinsdóttir og Sara Sigurðardóttir vinna hjá Origo og tala meðal annars um jafnrétti og aukin tækfæri fyrir konur til að vinna í tæknigeiranum, að tæknin geti haft jákvæð áhrif á samfélagið og að sýnin sé að litið sé á upplýs- ingatæknifyrirtækið Origo sem þjónustufyrirtæki. „Jafnrétti er mér mjög hugleikið, ekki bara konur/karlar heldur líka út frá samsetningu svo sem ungt fólk/eldra fólk og sjónarmið frá ólíkum hópum,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannauðs hjá Origo. „Upp- lýsingatæknigeirinn hefur verið karllægur í svo langan tíma og við höfum fundið að hlutirnir breytast ekki nema með markvissum aðgerðum.“ Dröfn segir að bæði hérlendis og erlendis halli mikið á konur í upplýsingatæknigeiranum. „Við vorum lengi vel með það markmið að fjölga konum og ná ákveðnu kynjahlutfalli og var markmiðið að konur yrðu um 30 prósent en lengi vel komumst við ekki yfir rétt rúm 20 prósent. Við gengum svo aðeins lengra í fyrra og fórum að einblína á ráðningar og aðgerðir til þess að fjölga konum þegar tækifæri gæfist til í ráðningunum. Við töluðum um fjölbreytileika og hversu mikil- vægt það væri að hafa ólík sjónar- mið í starfsmannahópnum og horfa á fjölbreytileikann í breiðari mynd. Við erum í auknum mæli að ráða yngra fólk og minna að fókusera eingöngu á reynslu sem er svolítið algengt í ráðningum en þá beinast spjótin alltaf að körlunum af því að þeir hafa meiri reynslu í tæknigeiranum. Og við höfum lagt okkur fram við að gefa konum tækifæri þegar kemur að því að ráða yngra fólk.“ Í dag eru konur um 30 pró- sent stjórnenda hjá Origo. „Þegar stjórnunarstöður losna horfum við bæði til kvenna innan fyrir- tækisins og kvenna á markaðn- um,“ segir Dröfn og bætir við að fyrir tveimur árum hafi konur verið um 22 prósent stjórnenda hjá fyrirtækinu. Samfélagsleg nálgun í upplýsingatækni Æ fleiri konur mennta sig í tæknigeiranum í dag miðað við áður. „Svo má ekki gleyma því að upplýsingatækni er svo þverfagleg grein og hjá okkur er starfsfólk ekki aðeins í forritun heldur líka í ýmsum ráðgjafar-, sölu- og þjónustuhlutverkum. Origo er líka þjónustufyrirtæki þannig að við getum laðað að okkur starfs- fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Svo er tæknin orðin okkur öllum miklu tamari en áður og margir sem hafa mjög gott tæknilæsi og áhuga á tækni, án þess að hafa tæknimenntun, sem eiga erindi í störf hjá okkur. Þannig að mark- hópurinn hefur líka stækkað hvað það varðar og við getum ráðið úr öðrum faggreinum eða öðrum reynsluheimi heldur en bara tæknigeiranum. Það er svo mikið af spennandi störfum í tækni- geiranum en þetta er geiri sem er á f leygiferð og í miklum vexti.“ Leið Origo að sjálfbærni og umhverfisvernd „Við erum með sterka sýn á sam- félagsleg málefni,“ segir Guðrún Svava Kristinsdóttir sérfræðingur í markaðsmálum og samfélags- legri ábyrgð hjá Origo. Guðrún er verkfræðingur að mennt og er með tvær meistaragráður í upplýsinga- tækni og gervigreind frá Cornell háskóla. „Það má kjarna starfsemi okkar með slagorðinu – betra líf með tækninni. Það er æðislegt að fá að koma heim úr námi og byrja að vinna hjá fyrirtæki sem vill hafa raunveruleg áhrif. Ég er með bakgrunn úr listum en er einnig verkfræðingur að mennt og mér finnast markaðsstörfin og samfélagsmálin ríma vel við þann bakgrunn sem ég hef. Við erum að vinna að sjálfbærari viðskipta- háttum og gagnsæi í okkar starf- semi og ég fæ að hafa yfirsýn yfir mörg metnaðarfull og spennandi verkefni er snerta á samfélagslegri ábyrgð. Við viljum til dæmis sýna fólki kolefnisspor á vörum sem það kaupir hjá okkur þannig að það geti tekið upplýstari ákvarðanir í innkaupum, hvort sem það er hugbúnaðarlausn, þjónusta eða tölvubúnaður. Við leggjum mikla áherslu á að vera með endingargóðan búnað en það hefur verið viðloðandi tækni- geirann að vera einnota og þegar það kemur ný uppfærsla þá er því gamla bara hent og nýtt keypt. Við viljum breyta þessum hugsunar- hætti; hjá okkur fæst endingar- góður og áreiðanlegur búnaður sem nýtist til framtíðar. Þá gerum við fólki einnig kleift að kaupa notaðan búnað á hagkvæmari kjörum.“ Guðrún Svava leggur áherslu á að tæknin geti haft jákvæð áhrif á samfélagið. „Það skiptir öllu máli hvernig við hugsum um hlutina og hvernig við hönnum og þróum tæknilausnir – maður þarf alltaf að passa upp á að forsendurnar séu réttar. Það þýðir ekkert að ætla að sigra heiminn með tæknilausn þar sem ekki eru teknar réttar forsend- ur inn í grunninn; til dæmis eins og fólkið sem mun koma til með að nota hana eða þær aðstæður sem það kemur til með að vera í. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafn- réttismálum, umhverfismálum og heilsu og vellíðan fólks og nefni ég í því sambandi heilbrigðislausnir Origo sem þróa hugbúnað og lausnir fyrir heilbrigðiskerfið og hafa gegnt veigamiklu hlutverki í því að bólusetningar við Covid hafa gengið eins vel og raun ber vitni en markmiðið var auðvitað að auðvelda fagfólki vinnuna í þágu lýðheilsu og betri smitvarna.“ Mikil áhersla lögð á þjónustu „Ég brenn fyrir þjónustu og upplif- unum og vil leggja mitt af mörkum til að veita viðskiptavinum Origo óaðfinnanlegar þjónustuupplifan- ir,“ segir Sara Sigurðardóttir, leið- togi þjónustuupplifunar hjá Origo. Sara er stjórnmálafræðingur að mennt og er auk þess með meist- aragráðu í alþjóðasamskiptum. Hún segir að sér finnist gaman að vera ekki tæknimenntuð en lifa samt og hrærast í heimi tækninnar og fá þannig að taka þátt í að vinna að stefnumótun og að umbreyta tækniþjónustu inn í framtíðina. „Þjónustumiðjan þar sem ég starfa er með alla samnings- bundna tæknilega notenda- þjónustu Origo. Origo er risafyrir- tæki með langa sögu, enda einn af tæknirisunum á Íslandi, og okkar sýn er að umbylta því yfir í að vera fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Þannig erum við að leggja mikla áherslu á þjónustu án þess að gefa neinn afslátt af tækninni. Mark- miðið er að setja endanotandann alltaf í fyrsta sæti, eins konar „outside-in“ stefna, með því að endurskoða öll samskipti, ferla og upplifanir í gegnum alla snerti- punkta viðskiptavina hjá okkur.“ Sara segir að sér finnist gaman að sjá hve margar konur eru farnar að vinna hjá Origo. „Það er ótrú- lega skemmtilegt að starfa hjá fyrirtæki sem tekur jafnrétti alvar- lega, sér í lagi þegar það finnst vel í verki í gegnum ráðningar, áherslur og stefnu Origo. Ég vil almennt hvetja konur til að gefa tæknigeir- anum meiri gaum. Það eru fullt af störfum í tækni sem krefjast þess ekki að fólk þurfi endilega að vera tæknimenntað og það er stútfullt af tækifærum í tæknigeiranum. Í raun má segja að flest fyrirtæki í dag séu orðin tæknifyrirtæki. En að sjálfsögðu væri frábært ef fleiri konur menntuðu sig í tækni og hefðu þannig áhrif á framtíðina.“ Sara bætir því við að hún trúir því að með meiri fjölbreyti- leika séu fyrirtæki líklegri til að blómstra. „Betur má ef duga skal í að auka fjölbreytni í efstu lögum fyrirtækja, stjórnum og forstjóra- stólum og tæknifyrirtækin eru þar engin undantekning. Það þarf að tryggja betri dreifingu aldurs, kyns, ólíkrar menntunar og upp- runa til að mæta þörfum fram- tíðarviðskiptavina með áskoranir sem við vitum ekki í dag hverjar verða.“ n Sara Sigurðardóttir. MYND/AÐSEND Guðrún Svava Kristinsdóttir. MYND/AÐSEND Dröfn Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON kynningarblað 67FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.