Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 22
Í dag heiðrum við konur. Viður- kenningar- hátíð FKA verður sýnd á Hringbraut í kvöld kl. 20. Andrea Róbertsdóttir tók við sem framkvæmdastjóri FKA haustið 2019 eftir að hafa starfað sem stjórnandi í fyrirtækjum og stofnunum. Hún hefur leitt breytingar innan fyrirtækja, aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að stíga sín fyrstu grænu skerf og starfaði um nokkurt skeið sem stjórnandaráðgjafi. Andrea segir spennandi tíma hjá FKA og vill meina að nú komumst við ekki upp með annað en að breyta menningu og girða fyrir misrétti í víðasta skilningi þess orðs. „Með því að vera félagskona í FKA ertu að fjárfesta í sjálfri þér. Ég get ekki bent á betri fjárfestingar­ kost en að setja sig á dagskrá, vaxa og gefa sér leyfi til að eiga áhuga­ mál,“ segir Andrea og bætir við að félagið hafi stækkað á tímum Covid. „Lífið er eitt stórt áhættu­ atriði um þessar mundir en við höfum náð góðu flugi í FKA með plan A, B og C í öllu sem við gerum. Æðruleysið kemur þar við sögu og hve opnar félagskonur hafa verið fyrir tilraunum. Þægindi og vöxtur fer sjaldan saman en það er mjög mikilvægt að sýna sér mildi og vera óhrædd við að gera tilraunir, við erum jú að skapa framtíð fyrir okkur öll og tækifæri hvert sem litið er til að njóta sérfræðiþekk­ ingar og reynslu kvenna, allra kynja.“ Margar landsbyggðir „Við höfum þurft að taka skyn­ samar ákvarðanir og erfiðar á köflum þegar það er búið að vera að skipuleggja hitt og þetta sem þarf svo að f lauta af með skömmum fyrirvara eða breyta vegna sóttvarnareglna og svo­ leiðis. Tæknin hefur verið nýtt í starfinu og fært félagskonur nær hver annarri og aukið samtalið á milli ólíkra hópa á landinu öllu sem mér finnst alveg frábært. Þá má í raun tala um félagsstarf án staðsetninga og deildirnar okkar eru að springa út í landsbyggð­ unum. FKA Suðurnes, sem er nýjasta landsbyggðadeild FKA, er gott dæmi um það,“ segir Andrea stolt af sínum konum. „Hér áður talaði ég um landsbyggð í eintölu en lærði í heimsókn minni norður í haust að það er réttast að fjalla um landsbyggðir í f leirtölu. Því þó svo að þetta sammannlega sé til staðar og einhver raunveru­ leiki sem tengir okkur allar þá eru svæði mjög ólík. Mér finnst mikil fegurð í því falin að tengja svo þessar ólíku raddir, vera til dæmis á FKA­viðburði á netinu með félagskonum þar sem ein er í Berlín og önnur í Þykkvabæ,“ segir Andr­ ea og bætir við að félagskonur hafi notað hvert tækifæri til að hittast í raunheimum í fyrra í takt við sótt­ varnir. „Við náðum að halda Golf­ mót FKA, á viðburði Nýsköpunar­ nefndar FKA og Icelandic Startups var frumkvöðlasenan krufin og við fórum í ferð um Suðurlandið með Atvinnurekendadeild. Það var stofnuð ný landsbyggða­ deild, við hlupum, gengum, fórum í sjósund, vorum í mentorpró­ grammi og nefndir og deildir voru með vélina í gangi. Svo eru það árleg Hreyfiaflsverkefni FKA sem gera fátt annað en að fá meiri vigt og eru í sífelldri þróun í takt við nýja tíma. Það fylgja margir verndandi þættir því að taka þátt í félagastarfi. Ég vona innilega að félagskonur finni hvað ég er þakklát fyrir þær, allan þann tíma og orku sem þær eru að leggja til félagsins,“ segir Andrea einlæg. Hvar er keppnisskapið í jafn- rétti? „Ég hef grínast með það að ég hefði stundum þurft að eiga „afsakið hlé“ skilti í starfi mínu sem framkvæmdastjóri á tímum Covid en líka vegna stöðnunar á sviði jafnréttismála og bakslagsins sem við finnum fyrir á ólíklegustu stundum,“ segir Andrea alvarleg. „Þú sérð, Félag kvenna í atvinnu­ lífinu FKA var stofnað í apríl 1999, þá einungis fyrir konur í eigin rekstri, sem hefur breyst. Og öllum þessum árum síðar skyldi maður ætla að ekki væri lengur þörf fyrir félag af þessu tagi. Sú er ekki raunin og keppnisskapið í jafnrétti hefur vantað á löngum köflum og kynin standa ekki jafnfætis. Það er mikil­ vægt að konur njóti sannmælis og fái verðskulduð tækifæri, að sam­ félagið njóti sérfræðiþekkingar og reynslu allra kynja, annars töpum við öll. Orð ná ekki yfir hve þakklát ég er þeim sem ryðja brautir og fyrir þetta ómælda hugrekki sem birtist okkur. Við komumst ekki upp með annað en að taka ákvörðun um að breyta menn­ ingu og girða fyrir misrétti. Síðustu misserin höfum við orðið vitni að jakabyltu í mannréttindamálum.“ Jólin voru í desember síðast „Hver og ein félagskona verður Þakklát þeim hugrökku sem ryðja brautir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRRYGGUR ARI Eliza Reid, félagskona, forsetafrú og rithöfundur, ásamt Andreu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar í RÚV. Eliza gaf út bókina Sprakkar en nafnið þýðir kvenskörungar. MYND/ SILLA PÁLS Alma Dóra Ríkarðsdóttir hefur verið að gera góða hluti með hlaðvarpinu Konur í nýsköpun og þarna erum við í Grósku á Nýsköpunarviku. MYND/CAT Viðskiptasambönd hjá FKA verða ekki síður til í gönguskóm. Hér í Reykja- dal frá hægri: Inga Hrönn, Birna Dröfn, Svava Björk, Hafdís Huld, Aníka Rós, Katrín, Edda Rún, Þórey og Andrea. að finna sinn takt í félaginu en þess vegna erum við með ólíkar nefndir og deildir til að ná utan um ólíka hópa. Stór verkefni eru fram undan eins og Sýnileikadagur í Arion, Fjölmiðlaverkefni, golfferð er í undirbúningi, nýliðamóttaka, heilsuefling, fundir og fræðsla til að efla andann. Við skulum samt alveg hafa það á hreinu að konur þurfa margt en þær þurfa ekki fleiri háskólagráður né að breyta sér til að komast inn í eitthvert karllægt skapalón. Við eigum allar erindi og við nýtum tímann áfram í að prófa nýja hluti á tímum heimsfaraldurs. Við höfum öll þurft að vera sveigjanleg þegar ekkert er sem áður var. Eins og í fyrra voru jólin í desember líkt og árin áður og that’s it,“ segir Andrea glöð í bragði að lokum og hvetur alla til að fylgjast með FKA viðurkenningarhöfum ársins og fyrri ára og minnir almenning og atvinnulífið á að tilnefna konur þegar félagið óskar eftir tilnefn­ ingum ár hvert, fjölbreyttan hóp kvenna af landinu öllu. „Í dag heiðrum við konur. Ætluðum að vera með framlínu í íslensku atvinnulífi, félagskonum og vinum að heiðra þessar þrjár konur í raunheimum á Viður­ kenningarhátíð FKA. Það er ekki í boði og því fáum við að kynnast þeim í þætti sem verður sýndur á Hringbraut í kvöld klukkan 20 og endursýndur klukkan 22. Ég hvet ykkur öll til að fylgjast með hver hlýtur FKA Viðurkenninguna, Þakkarviðurkenninguna og Hvatningarviðurkenninguna. Það var ekkert grín fyrir dómnefnd að velja úr hópi tilnefninga sem bárust af landinu öllu. Það sést langar leiðir.“ n Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Félag kvenna í atvinnulífinu FKA Forsíða: Við erum Félag kvenna í atvinnulífinu – myndir frá starfsárinu um land allt. 2 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.