Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 14
14 Íþróttir 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR Eftir frábæra frammistöðu í riðlinum takast Strákarnir okkar nú á við þungavigtar- kappana í handbolta í milli- riðlinum á næstu dögum. Þrjú af sterkustu handboltalands- liðum heims undanfarna ára- tugi bíða Íslendinga í næstu leikjum. HANDBOLTI Strákarnir okkar voru skiljanlega stoltir og ánægðir eftir að naumur sigur á Ungverjum á þriðjudaginn tryggði sæti Íslands í milliriðlinum, með tvö stig. Með því tókst þessu liði að gera betur en nokkru öðru liði á fyrri mótum og vinna fyrstu þrjá leikina á Evrópu- mótinu. Það var margt jákvætt og Ísland hafði betur gegn liðum sem hafa verið að saxa á okkur undan- farna áratugi, en nú kemur að stór- löxunum í alþjóðlegum handbolta. Íslendingar mæta frændum okkur, Dönum, í Búdapest í kvöld og Frökk- um á laugardaginn, sem skiptu á milli sín fimm gullverðlaunum á Evrópumótunum frá 2006 til 2014. Danir og Frakkar taka tvö stig inn í milliriðilinn, eins og Íslendingar. Næst á eftir þeim bíður Strákanna okkar einvígi gegn Króötum og Svartfjallalandi, í lok milliriðilsins. Fréttablaðið fékk Andra Snæ Stefánsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs, til að rýna í riðilinn. „Ég held að það sé mjög gott að fá Dani fyrst. Það er alltaf auðvelt fyrir okkur að trekkja okkur upp og þeir eru að mínu mati óskamótherji í fyrsta leik. Víkingaeðlið í okkur á að vera til staðar þegar við mætum Dönum og þá getur boltinn farið að rúlla. “ ■ Gæti reynst vel að byrja gegn Dönum Íslendingar mæta fullir sjálfstrausts inn í milliriðlana eftir þrjá sigra í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ísland þarf að hafa góðar gætur á Dika Mem í leiknum gegn Frökkum, en Mem er með fimmtán mörk eftir þrjá leiki. Luka Cindric þarf að stíga upp hjá Króötum í fjarveru Domagoj Duvnjak. Hansen var með níu mörk síðast þegar Ísland mætti Dönum. Branko Vujovic hefur farið mikinn í upphafi móts í liði Svart- fjallalands. Svartfjallaland ■ Unnu tvo leiki í riðlinum ■ Markatala -4 ■ Besti árangur á EM: 12. sæti „Þetta er svolítið jójó-lið, sem er annað hvort eða. Ef þeir byrja vel geta þeir verið ansi góðir, en þegar illa gengur geta þeir farið niður á lágt plan,“ segir Andri, og tekur undir að það sé meiri óvissa í tengslum við Svartfjallaland. „Þeir eru með frábæra leikmenn. Branko Vujović er búinn að vera frábær og það er alveg hægt að taka undir að þeir séu svolítill jóker (e. wildcard) í þessum riðli, eins og sást þegar Danirnir náðu að jarða þá í fyrri hálfleik og komast átta mörkum yfir.“ Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is Danmörk ■ Unnu alla leikina í riðlinum ■ Markatala +30 ■ Besti árangur á EM: Meistarar (tvisvar) „Danir mæta eflaust virkilega vel stilltir í leikinn, minnugir þess þegar þeir töpuðu fyrir okkur fyrir tveimur árum síðan. Þeir eru með eitt af bestu liðum heims í dag, mjög vel skipulagt og við erum ólíklegri aðilinn. Það eru möguleikar til staðar og ég er hæfi- lega bjartsýnn á að við getum unnið Dani, en ég held að til þess þurfum við að fá góða markvörslu og standa vörnina vel,“ segir Andri Snær, um fyrsta andstæðing Íslendinga. „Danir eru með mjög stöðuga markvörslu í Landin, hann getur haldið þeim á floti þegar sóknarleikurinn gengur illa, en fyrst og fremst er þetta heimsklassalið. Bæði liðin eru búin að vera frábær sóknarlega á mótinu og Danir eru líklegast með besta sóknar- leik heims, þannig að það verður mjög verðugt verkefni að reyna að stöðva það.“ Frakkland ■ Unnu alla leikina í riðlinum ■ Markatala +22 ■ Besti árangur á EM: Meistarar (tvisvar) „Ég er mest hræddur við Frakkana í þessum riðli. Þeir eru svakalega massífir, spila þétta og öfluga vörn sem verður erfitt að brjóta á bak aftur. Svo eru þeir með sóknar- lið með mikla þyngd og góða fótavinnu. Ég tel að þeir henti okkur ekki vel, enda með valinn mann í hverri stöðu, eru bæði líkamlega þéttir og reynslumiklir og eru eins og maskína,“ segir Andri, sem á von á því að Frakkarnir fari áfram upp úr riðlinum.  „Frakkarnir tóku riðilinn sinn mjög sannfærandi og ég held að þetta verði erfiðasti leikurinn, því ég er nokkuð viss um að þeir fari í undanúrslitin. Þeir gera fá mistök og refsa öllum mistökum andstæðingsins. Fyrir vikið finnst mér þeir henta okkur verst af öllum andstæðingunum,“ segir Andri. Króatía ■ Unnu tvo leiki í riðlinum ■ Markatala +11 ■ Besti árangur á EM: Silfur (þrisvar) „Þeir eru með mjög breytt lið frá síðustu mótum. Það er ekki sama pressa á þeim og oft áður, því þeirra helstu menn eru ýmist ekki með, eða að ná sér af Covid-19. Það var verið að vonast eftir því að Domagoj Duvnjak yrði með í milliriðlinum en það er enn óvíst. Þeir gerðu samt helvíti vel í riðlinum og náðu góðum úrslitum gegn Úkraínu og Serbíu og héldu í við Frakkana. Króatar eru alltaf hörku íþróttaþjóð, spila sinn stíl og þekkja sín takmörk, en á sama tíma með svakaleg gæði. Þeir eru hættulegir, en við erum með gæði líka og miðað við sjálfstraustið í íslenska liðinu ætla ég að vera bjart- sýnn á sigur gegn Króötum,“ segir Andri. Króatar hafa átt í stökustu vandræðum með smit innan hópsins og tekur hópurinn sífellt breytingum. „Þeir léku án Luka Cindric gegn Frökkunum og hann breytir ýmsu fyrir þetta lið. Þeir gerðu vel þar og voru tveimur mörkum undir þrátt fyrir skakkaföllin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.