Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 32
Samkaup eru útbreiddasta
verslunarkeðja landsins og
dreifa vörum til fleiri staða
en nokkurt annað fyrirtæki.
Samkaup samanstanda af
Nettó, Kjörbúðinni, Kram-
búðinni og Iceland og hjá
fyrirtækinu starfa 1.400
manns í 65 verslunum og
stoðþjónustu.
Jafnrétti á vinnustað og jafnrétti
í samfélaginu hefur verið sérstakt
áhersluverkefni hjá Samkaupum
síðustu ár. Félagið hefur sett sér
skýra stefnu í jafnréttismálum sem
er órjúfanlegur hluti af heildar-
stefnu félagsins.
„Haustið 2021 lögðum við af
stað í vegferð sem kallast Jafn-
rétti fyrir alla – Samkaup alla
leið. Við upphaf þessa átaks voru
gerðir samstarfssamningar við
þrenn samtök sem starfa í þágu
hópa fólks sem starfa hjá Sam-
kaupum og verður lögð áhersla
á þá í þessari fyrstu uppfærslu
félagsins á jafnréttisstefnu sinni,“
segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri mannauðs-
sviðs Samkaupa.
Samstarfssamningarnir sem
voru undirritaðir voru við Sam-
tökin ’78, Þroskahjálp og Mirru,
rannsókna- og fræðslusetur fyrir
erlent starfsfólk.
„Framkvæmdastjórn og stjórn
Samkaupa hefur skuldbundið sig
í allri stefnumótun til að stuðla
að auknu jafnrétti og samþykkti
jafnréttisáætlun árið 2020 sem
inniheldur aðgerðaáætlun til
ársins 2022. Hjá Samkaupum er
lögð áhersla á að allt starfsfólk
sé metið að verðleikum og njóti
jafnra tækifæra á vinnustaðnum.
Starfsfólki er ekki mismunað á
grundvelli kyns, kynþáttar eða
þjóðernis, kynhneigðar, aldurs,
trúar, fötlunar, skoðana eða ann-
arra þátta.
Gildi Samkaupa – kaupmennska,
áræðni, sveigjanleiki og samvinna
– eru hornsteinar í starfi félagsins
og leiðarljós í að gera Samkaup að
eftirsóttum vinnustað þar sem
jafnrétti og jafnræði allra er virt
og þar sem allir einstaklingar hafa
jöfn tækifæri á öllum sviðum, því
lykilatriði í velgengni Samkaupa
felst auðvitað í starfsfólki fyrir-
tækisins,“ segir Gunnur Líf.
Allir fá að njóta sín sem best
Samkaup leggja áherslu á fjöl-
menningu innan raða síns starfs-
fólks og allir hafa jafnan rétt og
tækifæri, óháð uppruna.
„Við leggjum áherslu á að nýta
styrkleika fólks, óháð þeim tak-
mörkunum sem fólki kunna að
vera sett, og þannig að hæfileikar,
kraftar og færni allra starfsmanna
fyrirtækisins njóti sín sem best.
Með jafnréttisáætlun og stefnu
Samkaupa í jafnréttismálum hafa
stjórnendur skuldbundið sig til
að leggja áherslu á málaflokkinn
þar sem hver einstaklingur er
metinn að verðleikum eftir hæfni
og frammistöðu,“ upplýsir Heiður
Björk Friðbjörnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs.
Það sé Samkaupum mikilvægt
að stefnan sé ekki einungis skjal,
unnið af stjórnendum og sem
starfsfólk tengir ekki við.
„Þess vegna hefur mikil vinna
farið fram á meðal alls starfsfólks
við mótun stefnunnar og er henni
haldið á lofti með reglulegum
hætti þegar starfsfólk kemur
saman, en einnig með óreglu-
bundnum en þó stöðugum hætti á
samskiptamiðlum eins og Work-
place,“ greinir Heiður frá.
„Ásamt því að vinna jafnrétt-
isáætlun með það að markmiði
að efla hag starfsfólks og starfs-
ánægju, er einlæg von Samkaupa
að þessi metnaðarfulla jafnréttis-
áætlun veki eftirtekt úti í sam-
félaginu og hvetji önnur fyrirtæki
til að feta sömu leið í jafnréttis-
málum. Þannig vonast Samkaup
til að verða jákvætt af l út í allt
Vonast til að breyta heiminum
Þessar tvær
eru alsælar í
störfum sínum
hjá Samkaup
um, þar sem
jafnrétti og
manngæska
eru í hávegum
höfð; Gunnur Líf
Gunnarsdóttir,
framkvæmda
stjóri mann
auðssviðs, og
Heiður Björk
Friðbjörns
dóttir, fram
kvæmdastjóri
fjármálasviðs
Samkaupa.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Brakandi ferskt
grænmeti,
ávextir og hvers
kyns nýmeti
er aðalsmerki
Samkaupa sem
reka Nettó,
Krambúðina,
Kjörbúðina og
Iceland.
Afbragðs þjón
usta og hvers
kyns þægindi
við verslun
er leiðarljós
Samkaupa fyrir
hönd viðskipta
vina sinna. Hér
má sjá sjálfs
afreiðslu í Nettó
Granda.
okkar samfélag og jafnvel breyta
heiminum í vissum skilningi.“
Hlúð að erlendu starfsfólki
Samkaup hlutu nýverið Hvatning-
arverðlaun jafnréttis, en að þeim
standa Samtök atvinnulífsins og
Háskóli Íslands. Fyrirtækið hlaut
verðlaunin í tveimur af þremur
flokkum: fjölmenningu og fötlun.
„Um 25 prósent starfsfólks Sam-
kaupa eru af erlendum uppruna og
gegna ýmiss konar störfum innan
fyrirtækisins, jafnt afgreiðslustörf-
um, vaktstjórastörfum, umsjónar-
störfum sem og verslunarstjóra-
störfum,“ upplýsir Gunnur Líf.
Þá hafa Samkaup haft milli-
göngu um að tryggja erlendu
starfsfólki sínu varanleg dvalar-
leyfi á Íslandi og veita ávallt aðstoð
við ýmiss konar opinbera ferla sem
fólk af erlendum uppruna þarf að
fara í gegnum til þess að mega búa
og starfa á Íslandi, sé þess þörf.
„Samkaup bjóða öllu erlendu
starfsfólki sínu íslenskukennslu,
á rafrænum fræðsluvettvangi
fyrirtækisins, í fjarkennslu eða
staðkennslu. Erlent starfsfólk getur
einnig fundið sér íslenskunám-
skeið sem því hentar best og Sam-
kaup endurgreiða kostnað þeirra
að fullu,“ segir Gunnur Líf.
Samstarfssamningur Samkaupa
og Mirru rannsókna- og fræðslu-
seturs hljóðar upp á fræðslu til alls
starfsfólks Samkaupa og þar er
ekki síður lögð áhersla á fræðslu til
íslensks starfsfólks.
„Þannig snýr fræðslan að því
að gera fólk betur í stakk búið til
að taka á móti erlendu starfsfólki,
bjóða það velkomið í starfsmanna-
hópinn og sjá til þess að inngilding
þess verði sem mest og best.
Fræðslan er sniðin að stjórnendum
jafnt sem almennu starfsfólki.
Haldnir eru stjórnendadagar þar
sem farið er yfir þessi málefni og
fræðslan fest í sessi hjá stjórn-
endum. Einnig eru haldnar vinnu-
stofur í öllum verslunum fyrir-
tækisins, þar sem allt starfsfólkið
tekur þátt, og þar er einnig opnað á
þessa umræðu og fræðsla veitt.“
Eftirsóknarverður vinnustaður
Hjá Samkaupum starfar fólk með
skerta starfsgetu á allmörgum
starfsstöðvum og margt hefur
starfað þar í fjölmörg ár.
„Samstarfssamningur Sam-
kaupa og Þroskahjálpar snýr að
fræðslu til alls starfsfólks Sam-
kaupa og aðallega því að gera
starfsfólk betur í stakk búið til að
taka á móti starfsfólki með skerta
starfsgetu, að aðlögun þeirra að
vinnustaðnum verði sem best og
að hver og einn fái stuðning sem
þarf til að eiga farsælan feril,“
útskýrir Heiður Björk.
Fræðslan er sniðin að stjórn-
endum fyrirtækisins jafnt sem
almennu starfsfólki.
„Einnig eru haldnar vinnustofur
í öllum verslunum fyrirtækisins,
þar sem allt starfsfólkið tekur þátt,
og þar er einnig opnað á þessa
umræðu og fræðslan veitt. Einnig
kemur Þroskahjálp að fræðslu
handa starfsfólki með skerta
starfsgetu sem hefur störf hjá
Samkaupum, veitir því aðstoð sem
þarf til að blómstra í starfi og getur
þannig betur undirbúið stjórn-
endur með stuðning og aðlögun
sem starfsmaðurinn þarfnast.
Samkaup hafa sett sér markmið
um að í hverri skipulagseiningu
innan Samkaupa séu starfsmenn
með skerta starfsgetu, þannig að á
hverjum vinnustað sé að minnsta
kosti einn starfsmaður sem
flokkast undir atvinnuþátttöku
fólks með skerta starfsgetu,“ segir
Heiður.
„Meginmarkmið Samkaupa er
að vera eftirsóknarverður vinnu-
staður þar sem lögð er áhersla
á jákvæða og heilbrigða menn-
ingu, jafnrétti og opin samskipti,
sterka liðsheild þvert á vörumerki
félagsins, tækifæri starfsfólks til
aukinnar menntunar, fræðslu og
starfsþróunar og góða upplýsinga-
miðlun. Fyrirtækjamenning Sam-
kaupa stuðlar að því að allir starfs-
menn fái tækifæri til að þroskast,
bæði persónulega og í starfi.“
Nýjar hugmyndir fæðast
Aðalmarkmið Samkaupa með
nýrri og útvíkkaðri jafnréttis-
áætlun er að opna umræðu og
fræða starfsfólk sitt til þess að
lágmarka hættu á fordómum, með
það að markmiði að menning Sam-
kaupa endurspegli fordómaleysi og
frelsi allra einstaklinga til að vera
þeir sjálfir á vinnustaðnum.
„Samkaup senda út mannauðs-
mælingar annan hvern mánuð til
alls starfsfólks. Í mælingu sem fór
fram í september 2021 var starfs-
fólk beðið um að taka afstöðu til
eftirfarandi fullyrðingar: „Hjá
Samkaupum eru allir starfsmenn
jafnir án tillits til stéttar, trúar,
kynferðis, kynhneigðar, þjóðernis,
fötlunar eða aldurs.“
Niðurstöður sýndu að 48 pró-
sent þeirra sem svöruðu voru mjög
sammála, 38 prósent sammála en
10 prósent svarenda voru hlutlaus,
3 prósent ósammála og eitt prósent
mjög ósammála. Þá mælir Sam-
kaup jafnrétti með mismunandi
spurningum þrisvar til fjórum
sinnum á ári,“ upplýsir Gunnur Líf.
Fyrir utan ávinning sem fæst
af fjölmenningu fyrir starfsfólkið
og samfélagið í heild, sé stefnan
mikilvæg þegar litið er til rekstrar-
legs ávinnings Samkaupa.
„Það að vera með hóp af fólki
með ólíkan bakgrunn og af ólíkum
uppruna ýtir undir nýsköpun
og þegar raddir ólíkra aðila fá að
heyrast innan fyrirtækisins koma
fram fjölbreyttari sjónarmið.
Þegar fjölbreytni í starfsmanna-
hópi er markmið, eru Samkaup
þess fullviss að ávinningurinn er
langtímaárangur þar sem ólíkt
starfsfólk kemur með nýjar hug-
myndir, ferla og stefnur. Með þessu
eykst skilvirkni innan starfa fyrir-
tækisins, sem skilar sér í auknum
hagnaði til lengri tíma litið, og
ánægja starfsfólks eykst, sem skilar
sér í betri upplifun viðskipta-
vina af þjónustu, sem aftur skilar
aukinni sölu,“ segir Gunnur Líf.
Hamingjan í fyrirrúmi
Gunnur Líf er spurð hvort ham-
ingjan búi í Samkaupum og svarar:
„Hamingja, gleði og vinátta
eiga heima á öllum vígstöðvum
samfélagsins og ég tel það vera
forsendu þess að fólki líði vel.
Ef við hjá Samkaupum sköpum
menningu þar sem ríkir jafnrétti
og fordómaleysi, þá stígum við
skref í rétta átt að því að skapa gott
samfélag þar sem hamingja fólks
er í fyrirrúmi.“
Hún segir margt áhugavert hafa
komið fram í vegferð Samkaupa.
„Við erum alltaf að læra, hvernig
við getum bætt okkur á öllum
sviðum og það að setja athyglina á
jafnréttismálin aðstoðar okkur í að
gera betur. Ég get með sanni sagt
að liðsheild, orka og þrautseigja
einkenni starfsfólk Samkaupa.
Fólkið í Samkaupaliðinu stendur
saman og er ávallt tilbúið að leggja
sitt af mörkum til að mæta við-
skiptavinum á sem bestan máta.
Samkaup eru eitt öflugasta fyrir-
tækið á Íslandi, með einstakan hóp
starfsmanna sem í sameiningu
getur allt. Þetta er einstakt fyrir-
tæki sem býr yfir fjölbreyttum
hópi af framúrskarandi fólki.
Mannauðurinn er svo sannarlega
stærsta auðlind fyrirtækisins.“ n
12 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU