Editiones Arnamagnæanæ. Series A - 01.06.2000, Qupperneq 442
88
jatadi þui giarnan og för med hónum til Jslandþ, og greiddist þeirra
ferd vel. Kodran tok vel vid syne sinum og voru þeir Biskup þar
þann vetur med 13a mann. Tok Þorvalldur ad boda tru fódur sinum
og frændum og vinum ollum sem komu ad finna hann, þui Biskupe
var okunnug tunga landzmanna, og snerust nockrir menn til rettrar
truar fyrir ord Þorv(alldz) a þeim vetri. So bar til a eirne Störhatid,
er Biskup med sinum klerkum framdi tidagiórd, var Kodran nær
staddur mejr sakir forvitni, enn hann ætladi sier ad sam þyckiast
þeirra sidferdi, enn er hann heirdi kluckna hliod og fagran sóng, og
kendi sætann Reikelsiz ilm, enn sa Biskup veglegum skruda skriddan,
og alla þa er honum þionudu vera klædda huitum klædum, og þar
birti mikla umm allt husid af fógru vaxkierta liose, þa þocknudust
honum allir þepir hlutir helldur vel, enn a þeim sama deigi kom
Kodran ad Þorv(alldi) syne sinum og m(ællti). Nu hefe eg sied og
heyrt, huórþu alvórusama þionustu, þier vejtid Gudi ydar, enn þo
effter þui sem mier skilst eru mikid sundurleitir sidir vorir, þui mjer
synist ad Gud ydar mune glediast af ljose þui er vorir gudir hrædast,
enn ef so er sem eg ætla, þa er þeþi madur er þier kallid Biskup ydar,
spamadur þinn, enn eg a mier annann spamann þann er mier veitir
mikla nitsemd, hann seigir mier fyrer marga oordna hluti, hann
vardveitir kuikfie mitt og minnir mig a, huóriu eg skal framm fara,
eda hvad eg skal varast, og fyrir þad a eg mikid traust undir honum;
og hefi eg hann dirkad langa æfe, enn misþocknast þu hónum mióg
og so spamadur þinn, og afletur hann mig ad veita yckur nockra
vidsæming og eima mest ad taka yckar sid, Þorvalldur spir, hvar
biggir spamadur þinn. Kodran sv(arar): hier byr hann skamt fra
Bænum i einum miklum steini og þo veglegum, Þorv(alldur) sp(yr):
huórþu leinge hann hafi þar buid, Kodran s(egir) hann hafi bigt þar
langa æfe, þa mun eg s(egir) Þorv(alldur) setia hier til maldaga med
ockur fadir, ad þar þu kallar þinn spamann mióg stirkvann og seigir
2 v þig a honum hafa mikid traust, enn Biskup, er þu kallar spamann
minn er audgiætlegur og ecki afl mikill, enn ef hann ma fyrer krafft
himna Gudz þeþ er vier truum a reka burtu spamann þinn af sinu
stirkva herberge, þa er riett ad þu fyrirlatir hann, og snuist til þeþ
enz stirkva Gudz skapara þinz, sem er sa sanne Gud og einginn
sterkleiki ma sigra hann, hann byggir i eylifu liose þangad er hann
leidir alla a sig truandi, og sier trulega þionandi, ad þeir liffe þar
med hónum i oummrædilegri sælu allt fyrir utann enda, og ef þu
3
6
9
12
15
18
21
24
27
30
33
36