Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2014, Side 8

Andvari - 01.01.2014, Side 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI fráleit og augljóslega röng. Tilvera þjóðkirkju í landinu hindrar ekki trúar- iðkun fólks sem aðhyllist önnur trúarbrögð og þar með ekki heldur að því fólki leyfist að byggja sín tilbeiðsluhús. Þetta er það sem kallast trúfrelsi, er áskilið í stjórnarskránni og nær til allra trúfélaga og trúarbragða sem halda sig innan marka „góðs siðferðis og allsherjarreglu", eins og þar segir. A þetta var strax bent, meðal annars af talsmönnum þjóðkirkjunnar. En í framhaldi af því gaus upp heiftarleg umræða sem beindist gegn Framsóknarflokknum með alls kyns rangtúlkunum og tilhæfulausum áburði. Sagt var að flokkurinn væri að marka sér svið sem rasískur flokkur sem geri út á útlendingaandúð og hatur á innflytjendum. Þetta gekk svo langt að farið var að líkja framgöngu flokksins við gyðingaofsóknir nasista! Umræðan fór þannig gjörsamlega úr böndunum, sem því miður er of algengt hér um slóðir. Ef reynt er að greina æsingalaust hvað þarna er á ferðinni, hljótum við að viðurkenna að það er réttmætt að hafa vara á sér gagnvart vaxandi innflutn- ingi fólks af öðrum menningarheimum hingað til lands. Ég tel að þau ummæli sem leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavík lét falla og ollu svo miklu upp- þoti hafi verið af því sprottin, þótt illa tækist til í framsetningunni í byrjun, alls ekki af einhverju útlendingahatri. Önnur hlið á þessu máli varðar borgar- skipulag, hvar moskan ætti að standa, og hvort yfirvöld eigi að taka gjald fyrir lóðina fremur en kirkjulóðir, en slíkt er vitanlega aukaatriði í þessu samhengi. En þetta moskumál var blásið upp úr öllu hófi og sameinuðust aðrir stjórn- málaflokkar í vandlætingu gagnvart Framsóknarflokknum. Minntu viðbrögð þeirra mest á bæn faríseans sem þakkaði Guði fyrir að vera ekki eins og aðrir menn. Hins vegar varð þessi hvellur til að efla gengi flokksins í kosning- unum. Eftir kosningar hefur svo verið reynt að halda lifandi þeirri skoðun að Framsóknarflokkurinn beri sérstaka ábyrgð á „hatursorðræðu" og „rasisma“ í þjóðfélaginu. Eins og fólk hafi ekki vitað af slíkum tilhneigingum hér fyrr en „moskumálið“ kom upp. Auðvitað er það svo þegar viðkvæm mál komast á dagskrá að ýmislegt vanhugsað er látið fjúka. Þannig heyrði ég konu nokkra segja þegar um þetta var rætt, að hún ætlaði ekki að afhenda þessu fólki eldspýturnar! Þarna er skírskotað til hins fræga leikrits, Biedermann og brennuvargarnir eftir Max Frisch. Það er ofstækisfullur hugsunarháttur að ætla útlendingum sem hingað flytjast að þeir hyggist gerast brennuvargar í þjóðfélaginu, eins og þeir sem fluttu inn á Biedermann, fylltu hús hans af bensíni og fengu hann loks til að gefa sér eldspýtur. Við eigum ekki að ætla öðru fólki slíkt að óreyndu. Með því að fallast á fjölmenningarsamfélagið, og annað er ekki í boði nú á dögum, verðum við að virða siði og menningu annarra að vissu marki, en krefjast þess undanbragðalaust af öllum að þeir hlíti grundvallarreglum mannúðlegs þjóð- skipulags. Umfram allt verðum við að þola umræðu um þessi mál og leitast við að halda henni í skaplegum farvegi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.