Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 19

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 19
ANDVARI LÚÐVÍK JÓSEPSSON 17 og fram kom í textanum aftan á umslaginu. Rétt er að taka fram að heimildarmenn mínir í Neskaupstað hafa aldrei heyrt sögu Soffíu um vetrarferðina yfir Oddsskarð. Þórstína (reyndar stundum skrifuð Þorstína) Elísa Þorsteinsdóttir lést 1944. Hún átti fyrst þrjú börn með Jóni, svo kom Jósep við sögu hennar, síðan átti hún tvö börn með Einari og átti því Lúðvík hálfsystkini, eldri Jónsbörn og yngri Einarsbörn. Stefán Þorleifsson sagði mér frá Þórstínu: - Lúðvík sagði mér að Þórstína hefði verið einstaklega góð móðir. Hún hafði verið gift Jóni Hávarðssyni og hann fór að segja Lúðvík til í stærðfræði. Hann var þá orðinn blindur og Lúðvík kynntist honum ekki sem sjáandi manni. Lúðvík vildi aldrei tala um föður sinn Jósep. Þegar hann var orðinn lasburða hafði Lúðvík samt milligöngu um að hann komst hér á sjúkrahúsið og dó þar. Jósep var mjög hlédrægur, eiginlega mjög þögull maður. Einar Brynjólfsson fóstri Lúðvíks, seinni maður Þórstínu, var ágætur maður. Þau voru saman í að hirða skólann, hann og Þórstína.8 Jósep Gestsson lést 1969. Hann vildi framan af ekkert kannast við Lúðvík. Það fannst Fjólu konu Lúðvíks leiðinlegt. Elín Steinarsdóttir, sonardóttir Lúðvíks, segir svona frá: „Eins munum við pabbi bæði eftir því að amma var alltaf örg út í Jósep því hann gekkst ekki við afa fyrr en hann var orðinn þingmaður, afi var að sinna karli í laumi til að styggja ekki ömmu. Könnumst ekki við sögu Soffíu um sýslumanns- heimsóknina.“9 Jósep virðist lengst af hafa verið sjómaður á Austurlandi. Var í Austur-Skaftafellssýslu samkvæmt manntalinu 1910. Hann var sonur Gests Guðmundssonar sjómanns á Hrútseyri við Fáskrúðsfjörð og Katrínar Þorsteinsdóttur.10 Hrafn Magnússon man eftir Jósep á Eski- firði 1965. „Hann var svona rytjulegur kall, síðhærður og bítlalegur, eflaust fullur þegar ég sá hann“, segir Hrafn.11 Lúðvík hafði lítið samband við Jósep eins og fram hefur komið og nefndi hann aldrei við sonardóttur sína, en þau voru góðir vinir afinn og eina barna- barnið. Lúðvík sást þó stundum skjótast til pabba síns á Eskifirði eftir að hann komst á fullorðinsár, en Lúðvík var orðinn 55 ára þegar Jósep lést.12 Lúðvík sinnti semsé Jósep þó hann teldi Jón Hávarðsson föður sinn, eins og hann sagði Elínu sonardóttur sinni og Smára Geirssyni.13 Afa þótti vænt um Jón, segir Elín.14 í Þjóðviljanum 4. júní 1985 birtust fallegar minningargreinar um bróður Jóseps, Lúðvík Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.