Andvari - 01.01.2014, Page 75
andvari
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
73
Oftast
Þegar ferill Lúðvíks er skoðaður vekur það athygli að síðustu ár sín í
pólitíkinni var hann beinlínis á móti þeirri stefnu sem flokkurinn hafði
samþykkt ítrekað gagnvart Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Um
það ætla ég að ræða að lokum; því þetta er undantekningin sem sannar
regluna. Að öðru leyti réð Lúðvík oftast ferðinni.
Því það var svo með söguhetju okkar í þessum línum að hann hafði
orðið málefnalega forystu fyrir Alþýðubandalaginu og hafði haft frá
stofnun þess sem stjórnmálaflokks 1968. Sú forysta var vissulega ekki
altæk; til dæmis réð hann litlu um framboðsmál nema í sínu kjöræmi
og þó. Þannig var ég leiddur fyrir hann á þrettándanum 1978 þegar
þeir Guðmundur Hjartarson, seðlabankastjóri og Kjartan Olafsson rit-
stjóri fóru með mig til Lúðvíks, heim til hans og Fjólu í Stóragerði. Þar
náði jólatréð upp í loft á bak við hurð. Þá samþykkti Lúðvík framboð
mitt á sinn hátt, reyndar löngu áður en það varð að veruleika og löngu
áður en ég vissi að það stæði til, hvað þá að ég hefði samþykkt það.
Lúðvík var þá formaður flokksins. Pólitískir meginþræðir voru í hans
höndum.
Þegar Sovétríkin og fylgiríki þeirra gerðu innrás í Tékkóslóvakíu
1968 var því mótmælt um allan heim, ekki síst í félögum og flokkum
vinstri manna. Einn þessara flokka var Alþýðubandalagið og þar var
ákveðið að slíta öll flokksleg tengsl við valdaflokkana í innrásar-
ríkjunum. Fyrst var innrásin harðlega fordæmd í framkvæmdastjórn
Sósíalistaflokksins en síðan í stofnunum Alþýðubandalagsins. Frá
þessu er sagt rækilega í bók minni Hreint út sagt.134 Þessi afstaða varð
í raun fæðingarvottorð Alþýðubandalagsins; þarna var það á hreinu að
við áttum ekkert sameiginlegt með valdaflokkunum í Austur-Evrópu
og vildum ekki eiga það. Flokkurinn fylgdi þessari stefnu skýrt og
hiklaust alltaf eftir að samþykktin var gerð. En við vissum allan tímann
að það voru til einstaklingar sem voru óánægðir með þessa afstöðu
okkar. Einn þeirra var Lúðvík Jósepsson. Þeir sem einarðast stóðu
vörð um stefnu flokksins voru hins vegar Kjartan Olafsson, Hjörleifur
Guttormsson, Árni Bergmann og Hjalti Kristgeirsson, allir áhrifamenn
í Alþýðubandalaginu á fyrstu árum þess sem stjórnmálaflokks. Höfðu
allir nema Kjartan stundað háskólanám í Austur-Evrópu.
Þegar samþykktin var gerð í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins í
ágúst 1968 voru þar staddir Kjartan Olafsson, Guðmundur Hjartarson,