Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 75
andvari LÚÐVÍK JÓSEPSSON 73 Oftast Þegar ferill Lúðvíks er skoðaður vekur það athygli að síðustu ár sín í pólitíkinni var hann beinlínis á móti þeirri stefnu sem flokkurinn hafði samþykkt ítrekað gagnvart Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Um það ætla ég að ræða að lokum; því þetta er undantekningin sem sannar regluna. Að öðru leyti réð Lúðvík oftast ferðinni. Því það var svo með söguhetju okkar í þessum línum að hann hafði orðið málefnalega forystu fyrir Alþýðubandalaginu og hafði haft frá stofnun þess sem stjórnmálaflokks 1968. Sú forysta var vissulega ekki altæk; til dæmis réð hann litlu um framboðsmál nema í sínu kjöræmi og þó. Þannig var ég leiddur fyrir hann á þrettándanum 1978 þegar þeir Guðmundur Hjartarson, seðlabankastjóri og Kjartan Olafsson rit- stjóri fóru með mig til Lúðvíks, heim til hans og Fjólu í Stóragerði. Þar náði jólatréð upp í loft á bak við hurð. Þá samþykkti Lúðvík framboð mitt á sinn hátt, reyndar löngu áður en það varð að veruleika og löngu áður en ég vissi að það stæði til, hvað þá að ég hefði samþykkt það. Lúðvík var þá formaður flokksins. Pólitískir meginþræðir voru í hans höndum. Þegar Sovétríkin og fylgiríki þeirra gerðu innrás í Tékkóslóvakíu 1968 var því mótmælt um allan heim, ekki síst í félögum og flokkum vinstri manna. Einn þessara flokka var Alþýðubandalagið og þar var ákveðið að slíta öll flokksleg tengsl við valdaflokkana í innrásar- ríkjunum. Fyrst var innrásin harðlega fordæmd í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins en síðan í stofnunum Alþýðubandalagsins. Frá þessu er sagt rækilega í bók minni Hreint út sagt.134 Þessi afstaða varð í raun fæðingarvottorð Alþýðubandalagsins; þarna var það á hreinu að við áttum ekkert sameiginlegt með valdaflokkunum í Austur-Evrópu og vildum ekki eiga það. Flokkurinn fylgdi þessari stefnu skýrt og hiklaust alltaf eftir að samþykktin var gerð. En við vissum allan tímann að það voru til einstaklingar sem voru óánægðir með þessa afstöðu okkar. Einn þeirra var Lúðvík Jósepsson. Þeir sem einarðast stóðu vörð um stefnu flokksins voru hins vegar Kjartan Olafsson, Hjörleifur Guttormsson, Árni Bergmann og Hjalti Kristgeirsson, allir áhrifamenn í Alþýðubandalaginu á fyrstu árum þess sem stjórnmálaflokks. Höfðu allir nema Kjartan stundað háskólanám í Austur-Evrópu. Þegar samþykktin var gerð í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins í ágúst 1968 voru þar staddir Kjartan Olafsson, Guðmundur Hjartarson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.