Andvari - 01.01.2014, Síða 148
146
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
hvort Þorsteinn sé hér öðrum þræði að endurvekja Inguló nokkra sem birtist
í kvæðinu „Sumar í Köldukinn" í ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum, Eilífðar
smáblóm. Ekki síst vegna þess að hið sama ljóð Poes endurómar í þessu ljóði
Jóhannesar - bæði í hljómfallinu og í krökkunum, en konungsríki þeirra er
hér að vísu norður í Köldukinn í Þingeyjarsýslu, þar sem amma hennar og afi
hans kysstust líka eitt sinn á æskutíð.34
Ertu svona Ingaló?
- Amma þín í koti bjó,
tók af sauðum, tók upp mó,
tók í nef úr kylli,
fór til grasa, sótti sjó,
- svo var hún góð á milli.
Það er mjög hæpið að kalla þetta ljóð Jóhannesar úr Kötlum þýðingu á ljóði
Poes, en ætli sé of mikið sagt að Poe annist hér vissan undirleik en Jóhannes
sveigi frá frumljóðinu efnislega sem og í lífsafstöðu, rétt eins og Stephan G.
gerir á annan hátt í ljóðinu „Bæjargöngin".
Slódir, gryfjur, mord
Þessi dæmi sýna hve spennandi en flókið það getur verið að rekja slóðir er-
lendra höfunda í íslenskum bókmenntaheimi; maður verður að gæta sín að
sjá ekki drauga í hverju horni. En víða fer Poe um ljóslifandi, eins og sést í
þeim textum Matthíasar Johannessens og Gyrðis Elíassonar sem vikið hefur
verið að, þar sem hrafnar kenndir við Poe eru á kreiki á íslenskum vett-
vangi. Það mega teljast ummerki og viss vitnisburður um að sköpunarverk
Poes hafi nokkurt vægi í íslenskum bókmenntaheimi; semsé dæmi um það
hvernig erlendir höfundar og verk þeirra mynda ekki aðeins efnislegan þátt -
til dæmis í útgefnum þýðingum - heldur huglægan og hugmyndalegan þátt í
bókmenntalífinu. Nærveran birtist stundum í einhverskonar textatengslum við
erlend verk, sem nýtast ef til vill einnig sem efniviður í sköpunarferli höfunda,
jafnvel þótt þeir semji verk sín á öðru tungumáli.35 Mikilvægi Hómerskviða
eða leikrita Shakespeares (að ógleymdri Biblíunni) felst að nokkru leyti í því
að finna má vísanir til eða brot og stundum heilu mynstrin úr verkunum í
frumsömdum bókmenntum á ýmsum málum. Eitthvert verk eða verkþáttur er
„endurtekinn" með tilbrigðum í nýju samhengi.
Þetta er eitt af því sem gerir verk klassísk (eða „sígild“, eins og stundum er
sagt með fulldjörfu íslensku orði). Slík tengsl eru í raun ákveðið afbrigði þýð-
inga - flutningur erlends efnis yfir í annan menningarheim - og þau hafa oftar
en ekki stuðning af birtum þýðingum hinna klassísku verka. Textatengsl við