Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2014, Page 152

Andvari - 01.01.2014, Page 152
150 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Edgar Poe í ýmsum midlum Það er semsé sitthvað óvenjulegt við hlut Poes í íslenskum bókmenntaheimi. Og ekki úr vegi að fara frá Benedikt Gröndal til Þórbergs Þórðarsonar, ann- ars meistara sem einnig átti gróteska strengi í skáldhörpu sinni. í janúar árið 1917 birti Þórbergur þýðingu sína á áðurnefndri sögu, „The Oblong Box“, sem hann nefndi „Langa kistan“ og kom hún í blaðinu Höfuðstaðurinn. Tveimur árum áður hafði Þórbergur hins vegar birt lítið kver með þýðingum sínum á tveimur morð- og geðveikisögum eftir Poe, „Svarta kettinum" fyrrnefnda og „Hjartslættinum" (sem nefnist á frummálinu „The Tell-Tale Heart“). Þórbergur gaf kverinu heitið Kynlegar ástríður og á titilsíðu eru eftirfarandi skilaboð: „Til varúðar! Sögur þessar geta verið of áhrifamiklar fyrir taugaveiklað fólk.“ Af þeim þremur sögum sem Þórbergur þýddi eftir Poe höfðu tvær verið þýdd- ar áður, en hann varð fyrstur til að þýða „Hjartsláttinn“, sem eins og „Svarti kötturinn“ fjallar um morðingja er felur lík í eigin húsakynnum. Fórnarlambið er gamall maður sem býr í sama húsi; hann hefur ekki gert sögumanni neitt en eitthvað verður til þess að hann - þótt hann sverji auðvitað af sér allt brjálæði - fyllist löngun til að taka þennan gamla samferðamann af lífi. Mér er ekki unt að skýra, hvernig hugmyndin varð til í höfðinu á mér, en frá því, að eg varð hennar fyrst var, hefir hún lagt mig í einelti nótt og dag. Hún vakti ekki hjá mér neinn ákveðinn tilgang. Hún var alveg ástríðulaus. Mér þótti vænt um gamla góðmennið. Hann hafði aldrei gert mér neitt til meins. Hann hafði aldrei móðgað mig. Eg þráði ekki auðæfi hans. Eg held, að það hafi verið augað í honum! Já, það var það! Það líktist gammsauga. Það var fölleitt auga, blátt, og var sem grá móða lægi yfir því. I hvert skifti, sem hann leit til mín auganu, fór um mig ískaldur hrollur [,..]39 í bók sinni Bréfi til Láru, sem birtist tæpum áratug síðar (1924), segir Þór- bergur um þær skelfingar sem ásækja hann og greint er frá í bókinni að hann hafi sjálfur lifað sérhvert atvik sem frá er greint. Þessari yfirlýsingu fylgja athyglisverð orð um tengsl hann við aðra rithöfunda: „Þess vegna á svipuð reynsla annarra rithöfunda sér rík ítök í mér. Fyrir því þýddi ég þrjár smá- sögur af líku tæi eftir Edgar Allan Poe fyrir níu árum. Þær eru hver um sig frumlegt meistaraverk. Einn af snjöllustu rithöfundum Frakka þýddi allar sögur Poes á móðurmál sitt. Hann varð frægur fyrir. Ég þýddi að eins þrjár. Og ég var skammaður fyrir. Að þýðingum mínum mátti margt finna. Enginn fann þeim það til foráttu. En mér var úthúðað fyrir að vera að þýða annan eins „óþverra og vitleysu“ á íslenzku.“ Það er ekki víst að mikill vitnisburður finnist um að Þórbergi hafi verið út- húðað fyrir að koma Poe yfir á íslensku, en ljóst er að hann stillir sjálfum sér upp við hlið Poes á jaðri hins íslenska bókmennta- og listheims, eins og hann skynjar hann og skilur. „Sögur Poes“, segir hann, „stinga í stúf við gömlu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.