Andvari - 01.01.2014, Síða 182
180
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
reynir er viður og það er askur líka. Trjákenningarnar eiga sér miklu senni-
legri upptök í myndinni sjálfri (maðurinn uppréttur og lifandi sem tré). í öðru
lagi er ekki í samræmi við kenningasafnið að segja að nota megi öll ása heiti
í kenningum manna. Nöfn Oðins og Þórs koma ekki fyrir í mannkenningum,
ekki heldur birtast þar þeir Heimdallur, Bragi, Víðar (Viðar) o.fl. Stöku dul-
nefni Oðins má nota, t.d. Viðrir eða Þundur: Þundur hjarar er hermaður í
vísu eftir Kormák. Þeir guðir sem hins vegar koma alloft fyrir í mannkenn-
ingum eru Baldur, Njörður, Freyr, Týr, Höður og Ullur. Þetta á sér máski
náttúrlegar skýringar. Oðinn og Þór eru vafalítið of stór nöfn til að nota á
heiðnum tíma, og eftir kristnitöku fá þeir, að minnsta kosti Óðinn, á sig svip
djöfullegra persóna og það væri þá svipað og að kenna menn til jötna, ef nöfn
þeirra væru notuð.
Kvenkenningar eru mjög sambærilegar karlkenningunum:
Konu skal kenna til alls kvenbúnaðar, gulls og gimsteina, öls og víns eða annars
drykkjar þess er hún gefur eða selur, svo og til ölgagna og allra þeirra hluta er henni
samir að veita eða gefa. Rétt er og að kenna hana svo að kalla hana selju eða lág
þess er hún miðlar. En selja og lág það eru tré. Fyrir því er kona kennd til kenningar
öllum viðar heitum. - En fyrir því er kona kennd til gimsteina eða glersteina: það
var í forneskju kvenna búnaður er kallað er steinasörvi er þær höfðu á hálsi sér. Nú
er svo fært til kenningar að konan er kennd við stein og við öll steins heiti. Kona er
og kennd við öll ásynja heiti eða valkyrjur, nornir eða dísir. Konu er rétt að kenna
við alla athöfn sína eða við eign eða við ætt. (U-Edda 2013, 253).
Hér eru nógar hliðstæður við það sem sagði um karlana. Höfundur heldur sig
við skýringuna á að trjá-kenningarnar eigi rætur sínar í gerendaheitum (selja,
lág (fallið tré)). Ekki er frekar en áður horft eftir myndinni, hið upprétta tré -
hinn upprétti karl eða kona. Það er nógu gaman að taka eftir að tískan hefur
breyst, fornleifarannsóknir segja okkur að einmitt á dögum Snorra hafi verið
lítið um að konur eða karlar gengju með skart um hálsinn. Hins vegar er það
eins með ásynjur og áður með æsi: Þær geta allar orðið stofn í kvenkenn-
ingum samkvæmt því sem hér segir.
Leit í dæmasafni Skáldskaparmála mundi ekki skila miklum árangri enda
fátt um ástarvísur þar. En nú er fróðlegt að líta útundan sér til ástaskáldsins
Kormáks Ögmundarsonar. Hann myndar í vísum, sem honum eru eignaðar,
sem næst 60 kvenkenningar. Þar af hafa 6 kenningar stofn úr náttúrunni: lind,
þella (x2), þöll, eldreið, lýsigrund. Fimmtíu og fjórar hafa að stofni gyðjuheiti
eða valkyrju. Alls nefnir Kormákur 20 nöfn: Bil, Eir (x5), Fylla, Freyja (3),
Frigg (2),Fríður, Gefn (4), Gerður (2), Gná (3), Gunnur (4), Hlín (x6), Hrist,
Hörn (2), Ilmur (x2), Nanna (x2), Njörun, Rindur (x3), Sága (x4, þar af tvisvar
hálfkenning), Sif (x2) Skögul.
Niðurstaðan hlýtur samkvæmt þessu að vera sú að skilgreiningin um kven-