Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 185

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 185
ANDVARI AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM 183 Skíðblaðnir og fleiri gersemar), tilkomu Rínargullsins (með miklu styttri kafla úr Völsungasögu en bætt hefur verið í Konungsbókargerð), Vögg og Hrólfi kraka, kvörninni Grotta (í mjög stuttu máli) og gröf Hölga, föður Þorgerðar Hölgabrúður. Þessar sögur ljúka Skáldskaparmálum í DG 11 og eiga ekkert afskaplega vel heima þar, en í öllum er nokkur fróðleikur um skáldamál og þess vegna af og frá að sleppa þeim, þótt færðar hafi verið úr stað. Að loknum þessum sögum er enn eftir pláss á blaði (45 r) og er notað til að árétta heitafróðleik með tveim dróttkvæðum vísum sem kenna skáldspírum ein 30 kvennaheiti32 og loks er klykkt út með harmatölum skálds sem þykir hann ekki njóta kvennaástar sem skyldi. Vísan á litla samleið með öðru efni handritsins en er ekki alveg ófyndin í tvíræðni sinni. Háttalykillinn - Önnur málfrœðiritgerðin Lengi er von á einum og enn eru eftir viðbætur sem skera sig úr í DG 11. Fyrst er það ritgerð sem kölluð er að jafnaði Önnur málfræðiritgerðin vegna þess að það sæti skipar hún í Wormsbókarhandritinu, þar sem ritgerðirnar eru fjórar talsins. Textinn í DG 11 er nógu frábrugðinn textanum í Wormsbók til þess að sá sem mest hefur rannsakað málið, Fabrizio D. Raschellá, telur sig geta fullyrt að DG 11 hafi upprunalegri og sumpart betri texta en hitt handritið, en víðar er ritgerðin ekki varðveitt, svo vitað sé.33 Ritgerðin er stutt og fyllir ekki fimm heilar síður (tvö og hálft blað) í handritinu en þó eru í henni tvær allstórar skematískar teikningar. í DG 11 hefur ritgerðin fengið heiti í fyrirsögn sem sett er neðst á blaðsíð- unni á undan ritgerðinni og heitir þar Háttalykillinn. Þessi fyrirsögn hefur sætt ýmislegri umræðu, en greinilegt sýnist að skrifarinn sem bjó hana til hefur gert það með hliðsjón af orðum ritgerðarinnar um „lykla“ í lírukass- anum sem þar er nefndur symphónn. Háttalykillinn á ekkert augljóst erindi í Eddu annað en það að þar er fjallað um málhljóð tungunnar og hvernig eðlilegt sé að tákna þau, og vel má einhver bjartsýnn kennari hafa trúað að það mætti verða til gagns fyrir nemandann, þótt vandséð sé hvernig það hefur átt að vera. Þó er til dæmis ljóst að gagn mætti verða að því sem í ritgerðinni er orðað þannig: Hljóðstafir hafa og tvenna grein að þeir sé styttir eða dregnir. En ef skýrt skal rita þá skal draga yfir þann stafinn er seint skal leiða, sem hér: Á því ári sem Ari var fæddur, það er í mínu minni (JJ-Edda 2013, 323). Hvergi annars staðar í handritinu er minnst á stutt og löng sérhljóð og gæti það þess vegna orðið skáldnema að notum, eða þannig mætti ritstjóri hand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.