Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 42
0 ákvæðum VI. kafla vxl. né í lögskýringargögnum er að finna ótví- ræðar vísbendingar um til hvaða atriða beri helst að líta þegar vafi leikur á um hvort tiltekin skuldbinding teljist vera í íslenskum krón- um eða í erlendum gjaldmiðli, einum eða fleirum. Við blasir þó að við þetta mat verður fyrst og fremst að túlka efni viðkomandi samn- ings auk þess sem líta verður til þeirra gagna og upplýsinga, sem fyrir hendi eru, um tilurð og framkvæmd samningsins. Í þessum kafla verður leitast við að veita heildstætt yfirlit yfir þá dóma Hæsta- réttar sem horfa til skýringar á álitaefninu. Í kafla 5 verður að lokum gerð grein fyrir þeim grundvallarreglum og leiðbeiningum sem greinarhöfundur telur að felist í dómunum. 4.3.1 Einstaklingar 4.3.1.1 Stefnumarkandi dómar 16. júní 2010 Með títtnefndum dómum Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010 var skorið úr ágreiningi lánveitanda og lántaka þar sem deiluefnið var um höfuðstól skulda svonefndra bílalána. Í þessum málum er að finna mikilvægar leiðbeiningar um það til hvaða atriða beri að líta við mat á því hvort skuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Hrd. 92/2010 (SP Fjármögnun). Í forsendum dóms Hæstaréttar kemur m.a. fram að lán í erlendri mynt falli ekki undir reglur um heimildir til verð- tryggingar lánsfjár í íslenskum krónum í VI. kafla laga nr. 38/2001. Til þess verði á hinn bóginn að líta að samningur aðilanna beri skýrlega með sér að hann sé um lán í íslenskum krónum, en fjárhæðin, sem ákveðin hafi verið í þeirri mynt, sé bundin við gengi tveggja erlendra mynta í þar greindum hlutföllum. Kaupverð bifreiðarinnar, sem samningurinn snerist um, var jafnframt tilgreint í íslenskum krónum og mánaðarlegar greiðslur í 84 mánuði ákveðnar í sama gjaldmiðli. Berum orðum kom fram í skilmálum með samningnum að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar ætti að breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum, sem mið var tekið af, og sagði að auki í texta samningsins að hann væri „100% gengistryggður“. Af þessum sök- um taldi rétturinn ótvírætt að samningur aðilanna væri um skuldbindingu í íslenskum krónum og félli hann því undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001. Sama niðurstaða varð í máli nr. 153/2010 (Lýsing) þar sem sömu rökum var beitt að breyttu breytanda.62 Líkt og ráða má af reifuninni hér að framan lítur Hæstiréttur einkum til eftirfarandi atriða við mat á því hvort skuldbindingin sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt: Í fyrsta lagi að lánsfjárhæðin (höfuðstóllinn) hafi verið til- 62 Í hvorugu málanna var fallist á þá málsástæðu fjármálafyrirtækjanna að skuldbinding- arnar hefðu verið í erlendri mynt með vísan til þess að þau hefðu sjálf tekið samsvarandi lán í erlendum myntum hjá viðskiptabönkum sínum og endurlánað til viðskiptavina sinna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.