Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 10
jafnlengdar í maímánuði. Þeir, sem ekki náðist til í aðal-
lotunni, voru athugaðir síðar í smáhópum, ýmist í Land-
spítalanum eða Berklavarnarstöðinni.
Undirtektir almennings voru svo sem bezt verður á
kosið. Menn höfðu glöggan skilning á gildi þess, sem í var
ráðist og langflestir inntu skyldu sína af hendi með ljúfu
geði. Eins og áður er sagt, var reynt að hafa hópana sem
jafnasta, er komu til myndatöku í Landspítalann, enda
urðu sjaldan teljandi tafir og allur hávaðinn af fólkinu
var afgreiddur á 15-30 mín.
Alls náði heildarskoðunin til 43 595 manns, sem var
athugað með húðprófi, skyggnimynd í röntgendeildinni,
eða rannsakað á Berklavarnastöðinni. Þetta nemur 98.15%
af bæjarbúum.1)
Af ýmsum ástæðum var ekki unnt að framkvæma skoðun
út í æsar á ýmsu farlama fólki og sjúklingum í heima-
húsum eða lasburða gamalmennum, sem vistuð eru í
hjúkrunar- eða elliheimilum, og voru það alls 522 (1,17%).
Langoftast var leitað upplýsinga heimilislæknisins og
rannsókn fór ætíð fram á uppgangi þessa fólks, ef tilefni
var til. Fyndist jákvætt húðpróf á barni (túberkúlin),
voru allir heimilismenn skoðaðir, undantekningarlaust.
220 manns var fjarverandi úr bænum, aðallega sjómenn,
og náðist aldrei til þeirra; ókleift reyndist að hafa uppi
á 82 þeirra, sem stóðu á manntali. Þetta er samanlagt 302
menn eða 0,68%, og teljast þeir vitanlega óskoðaðir. Flestir
þeirra voru vafalaust fjarverandi þann tíma, sem skoðunin
stóð yfir.
Endurboðaðir voru 1329, til nánari rannsóknar í
Berklavarnarstöðinni. Þetta voru menn er fundust a) með
virka berklaveiki, áður ókunnir stöðinni, b) nokkrir með
!) Hér er miðað við fólksfjöldann í bænum 1. júlí 1945, en hann
var 45 251. Eru þá þeir dregnir frá manntalinu, sem voru burt-
fluttir 6 mán. tíma eða lengur.
8
Heilbrigt líf