Heilbrigt líf - 01.06.1947, Qupperneq 16
að gegnumsúgur verði) í 5-10 mín., og mæla síðan hitann
svo sem 5 mín. eftir að glugganum hefur verið lokað. Sést
þá, að herbergishitinn er næstum eins og hann var fyrir
loftræstinguna. Þegar rigning er eða rakt veður, er eins
og gefur að skilja ekki hægt að fá þurrt loft inn í her-
bergin með venjulegri loftræstingu; til þess þarf loft-
þurrkun í sambandi við loftdælu, en of langt mál yrði að
ræða það hér. — Þar sem þröngrýmt er, eða þvottur
þveginn eða þurrkaður í íbúðum, er sérstaklega mikil þörf
gagngerðrar loftræstingar, enda sezt þar, eins og kunnugt
er, mikil móða á rúður, en það má yfirleitt taka sem tákn
þess, að lofthreinsunar sé þörf.
Á milli þess að gagnger loftræsting fer fram, er nauðsyn-
legt, að hægfara loftbreyting geti stöðugt átt sér stað, en
það er oft kallað „eðlileg loftræsting" til aðgreiningar
frá hinni snöggu loftræstingu, sem talað var um hér að
ofan. Vegna mismunar á hita innan- og utanhúss kemur
jafnt og þétt ofurlítið útiloft inn í húsin í gegnum rifur
á gluggum og dyrum og á eldri timburhúsum einnig um
rifur í veggjum, gólfi og lofti. Jafnframt því sem nýtt
loft berst þannig inn í húsið, þokast loftið, sem fyrir er,
smám saman út úr húsinu gegnum áðurnefndar rifur,
loftrennur eða reykháfa, einkum þegar kynt er, en þá
sogast svo mikið loft inn í eldfærið, að fullkomin loft-
breyting verður í herberginu nokkrum eða jafnvel mörgum
sinnum á klst., og streymir þá nýtt loft inn í herbergið
að utan eða úr nærliggjandi lierbei'gj um. En þótt ekki sé
kynt í eldfærunum, hafa reykháfarnir, þegar þeir fá að
standa opnir, mjög mikla þýðingu fyrir lofthreinsun
íbúðanna, enda hefur t. d. heilbrigðisnefnd Stokkhólms-
bæjar skipað svo fyrir, aðþarsem miðstöðvar-
kynding kemur í stað ofnakyndingar,
megi ekki fylla upp í reykháfaopin í her-
bergj unum, heldur skuli þau notuð til loftrásar. —
14
Heilbrigt líf