Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 21
1 vinnustofum og einnig í eldhúsum, búrum og öðrum
smáherberg.ium, sem heyra íbúðum til, þarf að sjá fyrir
nægri loftræstingu á svipaðan hátt og í setustofum og
svefnherbergjum, og sem lýst hefur verið hér að framan.
Svíar, sem taldir eru kröfuharðir um loftræstingu, gera
eftirfarandi kröfur til loftræstingar í nýjum byggingum:
f vinnustofum séu loftrennur, ekki minni að innanmáli en sem
samsvarar 0,05% af gólffleti og aldrei minni en 150 cm.2, og enn-
fremur loftgöt, þar sem þurfa þykir. f eldhúsum séu loftrennur,
a. m. k. 225 cm.2 að innanmáli. í húrum og matargeymslum séu loft-
göt fyrir hreint loft, aldrei minni en 150 cm.2 að ummáli, og sett í
1,3-1,6 m. hæð frá gólfi. í baðherbergjum séu loftrennur, ekki minni
en 150 cm.2 að innanmáli, og ef ekki er hægt að opna glugga, má
krefjast, að loftgöt, a. m. k. 150 cm.2 stór, fyrir hreint loft, séu
einnig sett í baðherbergin, enda séu í þeim ristar, sem hægt er að
loka; ef salerni eru í baðherbergjunum, má þó ekki vera hægt að
loka loftristunum. í salernum séu loftrennur, ekki minni en 100 cm.2
að innanmáli, og megi ekki vera hægt að loka þeim. í fataklefa,
kústaskápa o. þ. u. 1. skuli setja loftrifur yfir eða undir hurðirnar
inn í aðliggjandi herbergi; sé um fataherbergi að ræða, beri helzt
að setja í það loftrennu. f stigahúsum fyrir meira en 2 íbúðir séu
loftgöt, um 50 cm.2 að stærð fyrir hverja íbúð, og megi ekki vera
hægt að loka loftgötunum, en auðvelt skuli vera að hita upp
loftið; ef aðstreymi er mikið af hreinu lofti í stigahúsunum, er minni
hætta á en ella, að matarlykt o. þ. u. 1. berist þangað. Sorprennur
skuli að ofan enda í loftrennum, sem séu ekki minni en 500 cm.2 að
innanmáli, og í sorpklefunum, sem eru í sambandi við þær, séu
loftgöt, um 50 cm.2 stór. í sorpklefum, sem ekki eru í sorprennur,
séu bæði loftgöt og loftrennur, og sé hvorugt undir 150 cm.2 að
innanmáli. f þvottaherbergjum séu loftrennur, aldrei minni eii
225-300 cm.2, og loftgöt, a. m. k. 150 cm.2 stór. í miðstöðvarherbergj-
um séu loftgöt, sem ekki má vera hægt að loka, og skulu þau ekki
vera minni en innanmál reykpípnanna úr miðstöðvunum; einnar og
tveggja fjölskyldna hús eru þó undanskilin þessu ákvæði, ef nægi-
legt loftaðstreymi fæst úr nálægum herbergjum, enda mundi það
bæta loftræstinguna í kjallaranum. Þar, sem gaseldavélar eru, má
setja sérstök ákvæði um loftgöt og loftrennur til að minnka
slysahættu.
Heilbrigt líf
19