Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 29
Það er komið í óefni hér í áfengismálunum, og ber það
vott um hve bindindisstarfseminni hefur mistekizt. Henni
hefur ekki heppnazt að skapa heilbrigt almenningsálit um
notkun og misnotkun áfengis. Hún hefur ekki kennt al-
menningi að vantreysta beri mönnum, sem eiga það til að
drekka frá sér vitið.
Nú er áfengisvarnanefnd kvenfélaganna búin að taka
forustuna og er eftir að vita, hvað dömunum verður
ágengt. Það er vonandi, að þær geri sér ljóst, að áfengi
verður ekki útrýmt hér frekar en í öðrum löndum. En
ýmsir, sem fást við opinber mál, eru b a r a fslendingar,
en gleyma umheiminum. Vonandi eru konurnar víðsýnni.
Það er almennt menningarmál, sem þær hafa tekið að sér.
Mannsæmandi notkun áfengis fer eftir siðferði og hátt-
vísi einstaklinganna. Málið er vonlaust nema treyst sé á
manndóm íslendinga á ókomnum tíma.
Úrelt heílbrigðis- Menningarborgir nútímans eiga sér
samþykkt. samþykktir og reglugerðir um stjórn
hinna margvíslegu mála og stofnana,
er varða heilbrigði íbúanna og hreinlætismál á ýmsum
sviðum. Sums staðar er lögð mikil alúð við þessi mál og
framkvæmd þeirra, og ákvæðum háttað eftir kröfum
nútímans. Annars staðar er þessum málum verr komið.
I Reykjavík er t. d. í gildi yfir 40 ára gömul heilbrigðis-
samþykkt, og ber það ekki vott um, að ráðamönnum höfuð-
staðarins — bæjarráði og bæjarstjórn — sé annt um að
beitt sé kröfum og tækni nýjustu þekkingar og reynslu
í þrifnaðar- og heilsuverndarmálum. Héraðslæknirinn, hr.
Magnús Pétursson, lagði 1943 fyrir bæjarstjórn
uppkast að nýrri heilbrigðissamþykkt, sem samið er með
atbeina færustu manna í þessari grein. Það er mikill
greinabálkur. Sem dæmi um, hve slík ákvæði eru víðtæk,
má nefna, að uppkastið fjallar m. a. um eftirfarandi:
Heilbrigt líf
27