Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 33
drukknum mönnum frá skemmtistöðunum. Kröfurnar um
hófsemi og háttvísi eru í minna lagi. Og meðan dömurnar
ekki neita drukknum karlmönnum um dans, mega þeir
teljast friðhelgir þar sem annars staðar í íslenzku þjóð-
lífi.
Það er ekki nema eðlilegt, að fólk skemmti sér og má
ekki amast við því, ef eitthvert lag og hóf er á skemmtana-
lífinu. Flestar stéttir hafa lagt mikla áherzlu á að stytta
vinnutímann sem mest, og verður þá að reyna að „drepa
tímann“ í tómstundunum, sem hjá flestum borgarbúum
er a. m. k. þriðjungur sólarhringsins. En það eru reyndar
ýmsar undantekningar. Engar stéttarsamþykktir draga
úr erfiði þeirra, sem bera hita og þunga dagsins á heimil-
unum. Samvizkusömum og vinnusömum húsmæðrum á
mannmörgum heimilum veitir víst ekki af, sumum hverj-
um, að leggja nótt við dag til þess að anna þjónustu-
brögðum og ýmsum aðkallandi störfum, a. m. k. með
köflum. En húsmæður eru misjafnar sem annað fólk. Það
er ekki óþekkt, að ungbörn séu skilin eftir á heimilinu,
en foreldrarnir fari út á kvöldskemmtanir, enda óvíða
vinnustúlka á verði.
Hið opinbera hér á landi hefur afskipti af mörgu.
Kannski kemur einhverntíma að því, að ráðamenn þjóð-
félagsins geri líka tilraun til þess að skapa heilbrigðara
skemmtanalíf en hér á sér stað.
Svíar hafa í því efni riðið á vaðið, og var þar stjórn-
skipuð nefnd manna til þess að safna skýrslum um húsa-
kynni, hreinlæti og ýmislegan útbúnað skemmtistaða þar
í landi, t. d. loftræsting, salerni o. þvíl. — Nefndin, „ung-
domsvárdskommittéen“, gaf út heila bók árið 1944 um
„Stöd át ungdomens föreningsliv“ og aðra 1945 um „Ung-
domen och nöjeslivet“. Þar kennir margra grasa og býst
ritstj. við að birta síðar eitthvað úr þessum skýrslum. Það
Heilbrigt líf
31