Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 34
kemur í ljós, að skemmtistaðir í Svíþjóð eru misjafnir;
margir hverjir prýðilegir, en aðrir fyrir neðan allar
hellur.
Næturslórið við skemmtanir hér á landi er ávani einn.
Það er haft eftir kunnugum, að þó að skemmtanirnar séu
auglýstar kl. 10, sé ekki nema strjálingur að fólki fram
eftir 11. tímanum. En úr því fari það að hópast að. Venju-
legar, opinberar dansskemmtanir hefjast m. ö. o. um
seinan háttatíma, en standa að jafnaði fram á rauða nótt.
Og sífellt færist drykkjudrabbið í aukana, þegar líður á
nóttina. Næturvökurnar bitna á heimilunum. Húsmóðir,
sem skemmtir sér fram undir morgun, býr ekki barn sitt í
skólann kl. 8 að morgni og seint hefjast þá væntanlega
húsverkin. Æskulýðurinn og vinnandi menn fá ekki nægan
svefn með því óstandi, sem nú ríkir. Það væri happaverk.
ef lögreglan fyrirskipaði, að þessar samkomur byrjuðu upp
úr kveldmatartímanum, en væri lokið um kl. 12 að nóttu.
Ritstj. gerir ráð fyrir, að leyfi lögreglustjóra þurfi til
þess að halda þessi böll.
Seinna:
Eftir að þetta var ritað, hafa námsmeyjar Kvenna-
skólans í Reykjavík beint í dagblöðunum:
„Þeirri áskorun til allrar skólaæsku í landinu, að vín-
veitingar verði ekki leyfðar á skólasamkomum.
Ennfremur lýsa þær yfir, að þær munu neita að dansa
við drukkna menn og mælast til, að allar stúlkur taki
upp þann sið“.
Kvennaskólameyjarnar hafa mikinn sóma af þessari
yfirlýsingu sinni, því að það er svo óvenjulegt hér á landi,
að telja drukkna menn ekki samkvæmishæfa. Svo áhrifa-
lítil er bindindishreyfingin hér á landi, að því hefur hún
ekki fengið áorkað, og má teljast bág útkoma. fslenzk
32
Heilbrigt líf